Vikan


Vikan - 04.11.1993, Síða 59

Vikan - 04.11.1993, Síða 59
Hér var um mikilvægan boðskap að ræða, það er að segja að krafturinn að baki tilfinningunum (vindurinn að baki bylgjunum) er sami lífgefandi krafturinn og gegnsýrir alla náttúruna og fyllir mennina frjósamri andagift. Það væri því ámóta heimskulegt að sökkva sér alveg niður í einhver háskólafræði (glerhúsið sem stóð svo hátt) eins og að fórna slíkum hlutum að fullu fyrir innantóma vellíðan innan heimilisins (húsið við hafið). í hvorugu tilfellinu mundi vindurinn vera orkugjafi, hann mundi aðeins verka truflandi á staðnaðar lífsvenjur. Það skapandi líf sem Ann óskaði sér varð að standa henni opið. Hún hafði í senn þörf fyrir náin tilfinningatengsl og vitsmunalega örvun en hún varð að gæta þess að hvort tveggja væri alltaf opið fyrir nýjum hiöguleikum og þroska. MARTRÖÐ ^artröð, sem endurtekur sig með jöfnu millibili árum sam- an, getur orsakast af raunverulegum viðburði sem aldrei er raunar hægt að ráða bót á. Martröð kemur oft fram hjá börnum og endurspeglar 9jarna eitthvað sem hefur hrætt þau þann daginn. Sé um andurtekningu að ræða gæti það verið merki um innri ^einsemd. Það besta sem hægt er að gera er að taka barnið upp, hugga það og vera hjá því þangað til það er aftur tilbúið að fara að sofa. Sennilega sækja þá ekki að Því fieiri vondir draumar þá nóttina. Martraðir geta komið fram á vissum tímabilum og þær hverfa gjarnan sjálfkrafa. Meðal fullorðinna er martröð óþægilegur draumur, nógu 57

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.