Vikan


Vikan - 04.11.1993, Síða 61

Vikan - 04.11.1993, Síða 61
hundur“ verður að kynna sér þarfir hans og ræða við hann. Þannig getur þessi hluti af sálinni sameinast persónuleik- anum á frjósaman hátt. Hann missir þá sinn hræðilega svip og gerir þig að heilsteyptri persónu. Sé ofsækjandinn „yfirhundur“ er þetta það síðasta sem við eigum að gera. „Yfirhundurinn“ er lika hluti af þér sjálf- um en þú getur ekki verið sammála honum því að takmark hans er að ráða yfir þér. Ef þú samsinnir honum gerir hann stöðugt meiri kröfur. Hins vegar hættir „undirhundurinn" að hamast svo framarlega sem þú gerir þér þarfir hans Ijósar. Þú verður að horfast í augu við „yfirhundinn“, sigra hann og setja í þjónustuhlutverk. Frá draumahópi Ann Faraday kemur gott dæmi um Þennan árekstur. Scott dreymdi: „Ég stend á strönd í mikilli Kiannþröng, í hópi góðra vina frá ýmsum tímabilum ævi ninnar. Meðal þeirra eru Milt og Len. Ég stríði Milt með einhverju og vík mér í glensi nokkur skref frá honum til að Þera af mér högg hans. Skyndilega verður mér Ijóst að ég verð að komast undan honum í fyllstu alvöru. Á hlaupun- Upn skjóta þeir á mig og kúlan strýkst við höfuð mitt. Þeir elta mig inn í hús nágrannans og þröngva mér inn í eitt stofuhornið. Len skipar mér að setjast á sófann og ógnar ^ér með rifflinum. Hann segir mér að slappa af og sam- Þykkja að ég eigi að deyja. Ég geri það, verð rólegur og reyni að fjarlægja löngun mína til að lifa. Þá kom skyndilega fram í hugann minning frá æskuár- unum. Ég las oft bækur um stríðsfanga og ég ákvað þá að 6f ég lenti einhvern tíma í klónum á villimannlegum fanga-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.