Vikan


Vikan - 01.10.1994, Síða 8

Vikan - 01.10.1994, Síða 8
KVENSKORUNGUR flest í gömlum, sígildum stíl. Viö setjumst viö boröstofu- borðiö og gæöum okkur á kræsingunum viö undirleik íslensku sumarsinfóníu- hljómsveitarinnar sem hefur ræst hljóöfæri sín og er byrj- uð að fella strá í garðinum. Þegar við erum byrjuð að gæða okkur á kræsingunum segir Margrét frá því að Ás- geir hafi verið á fullu í tón- listinni meðan þau foreldrar hans bjuggu í London en Nú hafa bræðurnir fjórir verið nefndir til sögunnar. Enn er þá ótalin systirin Snjólaug, en hún er elst al- systkinanna. Snjólaug er uppeldisfræðingur. „Hún Snjólaug mín er yndisleg," segir Margrét, „Guðmundur Árni, sem er fjórum árum yngri, kallaði hana alltaf Litlu-Mömmu þegar hann var lítill því hún hjálpaði mér mjög mikið hér heima við. Hún var strax byrjuð að ,Hér heima var alltaf mikió rætt um pólitík sem eflaust hefur haft mikil áhrif á börnin, sérstaklega um og eftir fermingaraldurinn," segir Margrét Guómundsdóttir Stefán starfaöi þar sem við- skiptafulltrúi við íslenska sendiráðið. Ásgeir gerði sér góða grein fyrir því að hljóð- færi og hljómtæki væru mun ódýrari í Englandi en á ís- landi en hann lagði stund á tónlist og nam upptökufræði i London. „Ég keypti stundum ein- hver tæki fyrir hann og vini hans, meðal annarra Bjössa Blöndal, sem nú er í rokk- hljómsveitinni Ham, en þá var hann að byrja í tónlist- inni,“ segir Margrét sem greinilega fylgist vel með fleiru en pólitík, „og þeir voru farnir að bera mikla virðingu fyrir mér, ensku tollverðirnir, þeir héldu örugglega að ég væri einhver tónsnillingur, þegar ég var að fara í gegn með gítarkassa og einhver tæki. Ég man til dæmis eftir stórum Marshall-magnara sem við roguðumst með gegnum tollinn einu sinni!" skipta sér af uppeldinu. Ég man til dæmis eftir atviki þar sem Guðmundur Árni hafði verið að hrekkja einhvern fé- laga sinn, ætli þeir hafi ekki verið fimm ára gamlir eða þar um bil. Ég var ekki heima en Guðmundur Árni kom hlaupandi heim, þaut upp í herbergið sitt og skellti hurðinni. Pabbi stráksins kom til að lesa yfir hausa- mótunum á Guðmundi en Snjólaug, þá átta eða níu ára, varð fyrir svörum. „Blessaður vertu, láttu þá bara um þetta sjálfa. Þeir verða brátt orðnir góðir vinir aftur,“ sagði Snjólaug mér að hún hefði sagt við pabbann, þessi smáhnáta. Þarna var hún strax komin í það hlut- verk sem hún kaus síöan að gera sér að ævistarfi. Ég man líka eftir því að Guðmundur Árni var ekki nema rétt eins eða tveggja þegar Snjólaug spurði mig af hverju ég væri ekki búin að kenna honum bænirnar. Barnið var varla farið að tala! Hún var ógurlega hneyksluð á mér. Síðan ætluðu þau öll söm- ui að ala Ásgeir upp því þeg- ar hann fæddist var Guð- mundur Árni, sem hafði ver- ið yngstur, orðinn 14 ára og heimilishaldið komið í fastar skorður. Það breyttist auðvit- að allt þegar Ásgeir kom í heiminn.“ Fengu krakkarnir kristilegt uppeldi? „Já, uppeldið byggði á kristinni trú og góðri blöndu af aga og freisi. Sjálf er ég trúuð og leita til Guðs. Og ég man að krakkarnir lásu allir heilmikið í Nýja-testament- inu þegar þau voru yngri auk þess sem þau voru virkir fé- lagar í KFUM og -K. Samt voru þau mjög ólík hvert öðru. Til dæmis var fátt skylt með Gunnlaugi og Guð- mundi Árna. Ég hélt að Guð- mundur Árni myndi verða prestur. Hann lá alltaf hreint í bókum og var fljótur að læra, dálítið mýkri persónuleiki en Gunnlaugur sem var miklu kraftmeiri og alltaf ofboðs- lega mikið að gera hjá hon- um. Hann hélt ég að yrði skipstjóri. Gunnlaugi þótti líka mjög gaman að vera í sveit en Guðmundur Árni hafði ekkert gaman af því, vildi helst vera heima. Engu að síður voru þeir miklir vinir og stóðu saman eins og þeir gera enn. Hér heima var alltaf mikið rætt um pólitík sem eflaust hefur haft mikil áhrif á börn- in, sérstaklega um og eftir fermingaraldurinn. Ég man til dæmis eftir því einu sinni, meðan Stefán var bæjar- stjóri, að Gunnlaugur gekk á milli manna í bæjarvinnu- flokki sem var að störfum hér fyrir utan hjá okkur. Gunnlaugur kom síðan inn til pabba síns með nokkrum fyrirgangi og sagði: „Heyrðu, pabbi, þeir ætla allir að kjósa þig nema einn, hann er íhald!“ Þá var hann búinn að tala fram og aftur um pólitík við karlana." Finnur Torfi staldraði við í stjórnmálum ein sex eða sjö ár. Hann er menntaður lög- fræðingur en hefur nú snúið sér að annars konar lögum; semur óperur og fleiri teg- undir tónverka. Hann er þó enginn nýgræðingur í tónlist- inni, lék m.a. í hljómsveitum fyrr á árum og hefur alla tíð verið mjög músíkalskur. „Þau hafa reyndar öll verið í tónlist, krakkarnir,“ segir Margrét, „Guðmundur Árni og Snjólaug lærðu á píanó, Gunnlaugur náði að komast í Lúðrasveit Hafnarfjarðar, þar sem hann lék á alt-horn, og Ásgeir leikur bæði á píanó og gítar.“ Hvöttuð þið þá til þess að fara út I stjórnmálin? „Nei, þess þurfti ekki. Þetta kom alveg af sjálfu sér.“ Hvað finnst þér um börnin þin í dag? „Mér líst vel á þau og það sama gildir um alla krakkana mína. Þeir halda mjög vel saman. Snjólaug hefur reyndar verið hlynnt kvenna- framboði, var til dæmis full- trúi Kvennalistans í Reykja- vík eitt kjörtímabil í Æsku- lýðsráði. Henni þykir ég ferlega gamaldags því ég er á móti því. Pólitíkin er eig- inlega orðin „tabú“ þegar við erum að tala saman,“ segir Margrét og kímir. Kvennapólitíkin liggur nærri þér víðar í ættinni og mér skilst að það hitni oft vel í ættarkolunum í fjölskyldu- boðum? Margrét hristir höfuðið yfir þessu. „Ég lít þannig á að Kvennalistinn eigi engan rétt á sér. Flokkur, sem berst fyr- ir jafnrétti, á ekki að byggja sjálfan sig á ójafnrétti. Mér finnst sjálfsagt að konur taki þátt í stjórnmálum en þær eiga ekki að gera það með sérframboði. Hvað yrði sagt við því ef karlar tækju sig til og bönnuðu konur á fram- boðslista? Það yrði sent beinustu leið til mannrétt- indadómstólsins!“ segir Mar- grét. „Konur kjósa heldur ekkert frekar aðrar konur í kosning- um,“ heldur hún áfram, „sjáðu til dæmis prófkjör Al- þýðuflokksins hér í Hafnar- firði fyrir síðustu kosningar. Það varð ein kona á meðal þeirra sex efstu. Samt var hlutfall kvenna jafnt hlutfalli karla á prófkjörslistanum,1' segir Margrét. Hún er farin að iða í sæti sínu, hefur greinilega mjög gaman af því að velta stjórnmálum fyrir sér. „Ég tel þó mjög mikilvægt að auka veg og áhrif kvenna í islenskum stjórnmálum. 8 VIKAN 9. TBL. 1994

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.