Vikan


Vikan - 01.10.1994, Blaðsíða 12

Vikan - 01.10.1994, Blaðsíða 12
MYNDLIST USTAMAÐUR RADDARINNAR TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR UÓSM.: KRISTJÁN E. EINARSSON Framúrstefnulistamaöur- inn Magnús Pálsson hef- ur víða komið við í list- sköpun sinni. Hann réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því fyrir hartnær 20 árum kom hann, ásamt Hildi Hákon- ardóttur, á fót nýlistadeild Myndlista- og handíöa- skóla íslands. í septem- ber var opnuð á Kjarvals- stöðum yfirlitssýning á verkum þessa fjölhæfa listamanns sem á síðustu árum hefur snúið sér að * jóladag árið 1929 kom Magnús í heim- inn og er Eskifjörður fæðingarbær hans. Á árun- um 1949 - 1951 stundaði hann nám í leikmyndagerð í Englandi, veturinn 1953 - 1954 var hann nemandi í Handíða- og myndlistaskól- anum og veturinn 1955 - 1956 nam hann leikmynda- gerð í Austurríki. Hann vann við leikmyndagerð hjá Þjóð- leikhúsinu, Leikfélagi Reykja- vtkur, Iðnó og leikhópnum Grímu. Á árunum 1975 - 1984 var hann kennari við Myndlista- og handíðaskóla íslands. YFIR í MYNDLISTINA „Leikmyndagerð er dálítið ófrjáls listgrein," segir Magn- ús. „Maður er svo háður öðr- um. Háður hugmyndum ann- arra.“ Hann var rúmlega þrí- tugur þegar hann sneri baki við leikhúsinu og sökkti sér niður í myndlistina þótt hann hafi af og til tekið að sér ein- stök verkefni í leikmynda- gerð. „Þetta var töluvert stökk. Töluverð átök. Bæði út á við og inn á við.“ Um listina segir Magnús: „Hún er frumsköpun eða uppgötvun af tilfinningaleg- um toga. Sköpun hugarins en greinir sig frá vísindalegri uppgötvun. Efnissköpun er háð tilfinningum." Síðustu 35 árin hefur hann helgað líf sitt þessari list og hefur verið óhræddur við nýjungar. Á ár- unum 1965 - 1972 var tíma- bil SÚM-hópsins en „opin- ber“ myndlist í landinu átti ekki upp á pallborðið hjá honum. Magnús var reyndar aldrei einn af hópnum en hann vann engu að síður mikið með honum og sýndi í Gallerí SÚM. „Þetta var kannski dálítið unggæðislegt grín,“ segir hann. „En náttúr- lega ekki bara grín. Fjör- legt. Skemmtilegt. Töluverð- ur kjarkur. Fólk tók listaverkum SÚM- manna með tómlæti. Stund- um með reiði. Fólk átti ekki von á þessu. Það kom mér ekkert á óvart að þessu væri tekið með tómlæti. En ég hef stundum verið hissa þegar ég hef mætt reiði. Mér hefur fundist þetta vera fremur saklaus iðja og óg hef verið hissa á því þegar fólk hefur verið að abbast mikið af illsku út í verk sem hafa ver- ið sett upp í sakleysi og gerð í sakleysi af ákveðinni þrá til sköpunar. Nýsköpunar. Það er synd þegar fólk bregst illa við slíku. Það skilur ekki að þetta er vel meint og ekki „negatív" ætlun á bak við það þó verið sé að ýta dálítið við þjóðfélaginu." NÝJA DEILDIN OLLI DEILUM „í áratugi var búin að brenna í mér þörf fyrir að koma yngri viðhorfum inn í kennsluna þannig að það væru ekki einungis eldri við- horf sem ríktu þar,“ segir Magnús um stofnun nýlista- deildar Myndlista- og hand- iðaskólans. „Þessi nýju við- horf voru logandi í Evrópu og Ameríku. Þau liggja í loft- inu og koma út úr þjóðfólag- inu sjálfu þannig að þetta verður ekki bara til í hausun- um á einhverjum listamönn- um. Þetta eru ákveðnar „víbrasjónir" í þjóðfélaginu og þetta skynjar maður. Listamenn leita eftir þeim og skynja þær ef þeir hafa loftnetið í lagi. Samskipti við aðra listamenn í öðrum lönd- um kynda náttúrlega undir þessu og gera þetta óskap- lega spennandi." Stofnun nýlistadeildar Myndlista- og handíðaskóla íslands kom illa við marga en þrátt fyrir það var mikil aðsókn að henni. „Það var kannski þetta „negatíva“ við- horf gagnvart henni sem olli því og það fylgdi henni ákveðinn spenningur,“ segir Magnús. „Það hefur kannski gert það að verkum að það valdist í hana oft og tíðum gáfaðasta og kjarkmesta gerð raddskúlptúra. Verk eftir Magnús Pálsson á sýningu í Listasafninu í Norr- köping áriö 1982. Efri myndin sýnir verkið „Hvísl“ sem Magnús geröi árið 1977. I 2 VIKAN 9. TBL. 1994
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.