Vikan


Vikan - 01.10.1994, Side 18

Vikan - 01.10.1994, Side 18
KONUR voru m.a. á laggirnar stofn- anir og samtök, sem og sjóðir, sem þjónuðu hags- munum kvenna. KONUR í ÞRIÐJA HEIMINUM ALVARLEGT ÁHYGGJUEFNI í ýmsum löndum hafa margoft verið sett ný lög í tengslum við málefni kynj- anna, en án vitundar þeirra er lögin varða og án þess að virkja almenning inn á braut- ir þessara nýju laga. Afleið- ingin hefur því verið sú að margar konur, sérstaklega í þriðja heiminum, hafa annað hvort ekki hugmynd um rétt sinn gagnvart lögunum eða skilja lög og reglur ekki nógu vel til að nýta rétt sinn. Flestir eru sammála um að til að ná enn betri árangri þurfi að koma til meiri menntun og fræðsla og er þá sérstaklega skírskotað til kvenna í þróunarlöndunum í því sambandi. Aukin fræðsla er talin fyrsta og mikilvæg- asta skrefið gegn ríkjandi fordómum, en einnig þurfa karlmenn að viðurkenna og virða jafnrétti kvenna gagn- vart lögunum. Það er líka mikilvægt að yfirvöld endur- Vigdís Finnbogadóttír for- seti var í hópi þeirra sjö kvenna í heiminum sem í aprílmánuói ársins 1991 gegndi embætti forseta eóa forsætisráöherra ríkja. skoði lögin með það að markmiði að eyða fordómum og hindrunum sem gera konum ekki kleift að taka þátt í þjóðfélaginu á jafnrétt- isgrundvelli. Með öðrum orð- um, það er ekki nóg að breyta lagabókstafnum sjálf- um heldur verður einnig því að breyta ríkjandi viðhorfum. Skilningur á lögum hefur mikla þýðingu fyrir kvenþjóð- ina. Þannig geta þær haft áhrif á merkingu þeirra, lært að nýta rétt sinn og gegnt mikilvægu hlutverki í því að breyta viðhorfum og gildum í samfélaginu. NÝJAR HUGMYNDIR STYRKJA SJÁLFSÍMYND KVENNA Jákvæð teikn hafa þegar tekið að sjást á lofti varðandi breytt hugarfar og viðhorf til kvenna. Nýlegar skýrslur sýna t.d. að umfjöllun um konur hefur tekið miklum breytingum í fjölmiðlum víða um heim. Mikilvægar greinar um konur sjást æ oftar á for- síðum og oft er fjallað um konur sem hafa náð góðum árangri í viðskiptalífinu. Á Indlandi er nú farið að viður- kenna í auknum mæli konur sem stunda vísindi, skriftir og listir og víða í Afríku þykja þær konur, sem hafa yfirgef- ið sveitina í von um betra líf fyrir sig og börnin, vinsælt umfjöllunarefni í bæjarblöð- unum. í Bandaríkjunum sjást æ oftar í sjónvarpi þættir sem einblína á föðurhlut- verkið, en það er nokkuð sem hlýtur að endurspegla breytt hlutverk karlmanna í mörgum vestrænum þjóðfé- lögum og hefur bæði mikla þýðingu fyrir þær hugmyndir sem karlar gera sér almennt um konur, sem og sjálfs- ímynd kvenna. En þrátt fyrir margt jákvætt er því haldið fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna að orr- ustan sé langt frá því að vera unnin. Þar segir, að virkja verði yfirvöld ríkja og samtök af ýmsu tagi til að hraða jafnréttisþróuninni og um allan heim verði það að vera forgangsverkefni að fræða konur um og gera þeim kleift að skilja lögin. Sé nógu mikið þrýst á yfirvöld um að fylgja gildandi jafn- réttislögum betur eftir þá sé möguleiki á að sú lýðræðis- og frelsisbylgja, sem riðið hefur yfir heiminn undanfarin ár, geti nýtst sem hvatning til að hrinda jafnréttinu f fram- kvæmd. í aldaraðir hafa konur unn- ið við hlið karlmanna en þó að þátttaka kvenna á vinnu- markaðnum hafi aukist veru- lega undanfarna áratugi þá hefur sú staðreynd ekki ósjálfrátt tryggt konum sömu réttarstöðu. Þvert á móti, þá er enn mikill munur á launa- kjörum kynjanna og þrátt fyr- ir að lagasetning hafi tekið framförum og réttindi verið vernduð þá halda konur áfram að vera „annars flokks“ þegnar sem vinnuafl í ríkjum heimsins. Að mati Sameinuðu þjóðanna blasir þessi alvarlega staðreynd við kvenfólki hvarvetna f heiminum. ÍSLENSKAR KONUR FREMSTAR Í FLOKKI í LAUNAMÁLUM? Samkvæmt hefðbundinni verkaskiptingu er litið svo á að karlmenn séu fyrirvinna heimilisins, konur séu þar af leiðandi á framfæri eigin- manna sinna samhliða því að þær hafi umsjón með börnum og heimili. I reynd er það hins vegar svo að konur vinna margvísleg störf, bæði utan og innan heimilis, og þær eyða jafnmiklum ef ekki meiri tíma í vinnu en karlar þegar með eru tekin heimil- isstörf. En hvers vegna eru meðallaun kvenna minni en karla? í skýrslu S.þ. er að finna lista yfir þær þjóðir þar sem konur komast næst því að fá jafn há meðallaun fyrir vinnu sína og karlar. Efst þar á lista yfir vestræn ríki er fs- land, sem kemur e.t.v. pínu- lítið á óvart. Sagt er að kon- ur á íslandi séu að meðaltali með 90% af meðallaunum íslenskra karlmanna. Líkleg skýring er kannski sú að á listanum einungis tekið tillit til grunnlauna kynjanna, en ekki tekin með öll yfirvinna, þar sem íslenskir karlar standa mun framar íslensk- um konum, og því líklegt að tölurnar gefi ekki rétta mynd. í öðru sæti er Frakkland, en þar fá konur 88% af með- allaunum karla og í því þriðja er Ástralía með 87%. Svo koma lönd á borð við Dan- mörku, Belgíu, Bretland og Sviss, en af öllum þróuðum þjóðum er hagur japanskra kvenna verstur, þær ná að- eins 52%. Meginniðurstaða S.þ. er sú að konur fái að meðaltali 30-40% minni laun en karlar, miðað við sam- svarandi vinnu, og það jafn- vel í vestrænum ríkjum þar sem talið er að mest hafi miðað í jafnréttisátt. Almennt er sagt, að meiri- hluti kvenna vinni láglauna- störf, eða störf sem hafa lítið gildi í samfélaginu. Noregur og Sviþjóð komast ekki á þennan lista og kemur það mikið á óvart því þar hafa konur náð mjög góðum ár- angri í jafnréttisbaráttunni. í því sambandi má nefna að konur skipa 32,7% sænska þingsins og af 21 ráðherra þar í landi eru 8 konur ráð- herrar, sem eru 38,1%. í Nor- egi er hlutfallið jafnvel enn hærra, tæplega 40% norska þingsins er skipað konum og gegna þær 8 af 19 ráðherra- embættum, eða 42,1%. Til samanburðar má geta þess að aðeins um 25,4% Alþingis er skipað konum og aðeins ein kona gegnir embætti ráð- herra. Það eru því greinilega lítil tengsl á milli launakjara íslenskra kvenna og þess hversu hátt þær hafa náð að feta sig upp þjóðfélagsstig- ann. ■ Samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru íslenskar efst á lista yf- ir vestrænar konur sem komast næst því að fá jafn há laun og karlar. ■ Þrátt fyrir að konur eru helmingur alls mannkyns er hlutfall þeirra kvenna sem taka þátt i hæstu þrep- um ríkisvaldsins á heimsvísu aðeins um 10 prósent. ■ í Bandaríkjunum sjást æ oftar í sjónvarpi þættir sem einblina á föð- urhlutverkið. ■ í Afríku eru konur í athafnalífinu vinsælt efni í blöðum. ■ Á Indlandi er í auknum mæli farið að viðurkenna konur sem stunda vís- indi og listir. 1 8 VIKAN 9. TBL. 1994

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.