Vikan


Vikan - 01.10.1994, Page 19

Vikan - 01.10.1994, Page 19
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR KEMST Á SPJÖLD SÖGUNNAR Það er ekki algeng sjón að sjá konur við stjórntaum- ana í þjóðmálum, jafnvel í embætti forsætisráðherra. Þær konur sem reyna að ná langt innan þess geira reka sig fljótt á margvíslegar hindranir sem eiga rætur að rekja til þeirrar einföldu staðreyndar að þær eru jú konur. Þótt hlutdeild kvenna í þjóðmálum hafi aukist mik- ið á síðustu áratugum, þá sést, þegar betur er að gáð, að í flestum tilfellum koma konur ekki við sögu þegar stefna er mótuð ofarlega í þjóðfélagsstiganum og ákvarðanir teknar. Þátttaka kvenna er hins vegar mun meiri á lægri þrepum opin- berra stjórnunarstarfa, stjórnmálaflokka og verka- lýðsfélaga. í skýrslu Sameinuðu þjóð- anna kemur eftirfarandi fram: Konur eru rúmlega helmingur alls mannkyns en þrátt fyrir það er hlutfall þeirra kvenna er taka þátt í hæstu þrepum ríkisvaldsins á heimsvísu aðeins um 10%. Árið 1990 voru aðeins 3,5% ráðherra heimsins konur og í 93 löndum var ekki um neinn kvenráðherra að ræða. i yfir 50 löndum gegnir engin kona fjórum mikilvægustu ráðherrastöð- unum og einungis um 5% stjórnunarstaða hjá alþjóða- samtökum, á borð við Sam- einuðu þjóðirnar og Evrópu- sambandið, er skipað kon- um. Vigdís forseti Finnboga- dóttir var í hópi þeirra 7 kvenna í heiminum er, í apríl 1991, gegndu embætti for- seta eða forsætisráðherra ríkja. Með henni í hópnum voru Corazon Aquino Filipp- seyjum, Gro Harlem Brundt- land Noregi, Violeta Cha- morro Niqaragua, Mary Eu- genia Charles Dóminikanska lýðveldinu, Mary Robinson íriandi, og Begun Khaleda Zia Bangladesh. í maí 1991 var Edith Cresson fyrst franskra kvenna útnefnd í embætti forsætisráðherra, en franskar konur fengu kosningarétt árið 1946. Cresson gegndi reyndar því embætti í mjög skamman tíma. Félagsleg og pólitísk staða kvenna hefur hingað til verið notuð til að réttlæta útilokun þeirra frá ýmsum störfum í þjóðfélaginu og má rekja það alla leið aftur til tíma Rómverja. íslenskar konur tóku af skarið 1985 og brutu blað í sögunni með því að mótmæla forréttindum karla í heiminum. Vigdís Finnbogadóttir forseti sýndi þá diplómatískan stuðning sinn með því mæta ekki til vinnu. Frá því að kvennaáratug Sameinuðu þjóðanna lauk 1985 hefur það verið yfirlýst markmið að halda áfram að ryðja jafnréttisbrautina. Það er skoðun margra að hlut- deild kvenna í í þjóðmálum, bæði á landsvísu og al- þjóðavfsu, sé enn óréttlát og yfirstíga þurfi þær mörgu hindranir sem á veginum til jafnréttis standa. En víst er að kvennaáratugurinn 1975- 1985 bar góðan ávöxt því með honum var brautin rudd fyrir aukinni þátttöku kvenna í stjórnmálum, sem og á öðr- um sviðum. Rödd kvenna varð háværari og kröfum um að fylgja eftir grundvallar- mannréttindum var ýtt af stokkunum. í lokin er ef til vill við hæfi að minnast orða Geraldine Ferraro, varaforsetaefnis í bandarísku forsetakosning- unum 1984, er hún mælti eft- irfarandi á alþjóðlegum kvennadegi í New York 1991: „Við þurfum ekki bara nokkrar konur sem hafa áhrif á heimssöguna, heldur margar konur sem hafa áhrif á stefnumótun". □ i&)) /»vk nn hársnyTtistofan ART Gnoðarvogi 44-46 • 104 Reykjavík sími: 39990 Elfn Jónsdóttir, hárgreiðslumeistari Ásgerður Felixdóttir, Lilja Jóhannesdóttir Halla Rúna Ólafsdóttir Hársnyrtistofan Hár-Tískan DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI SÍMI 50507 REYKJAVÍKURVEGI 64 • HAFNARFIRÐI ■ SlMI 652620 ■ HEIMASIMI 52030 Hreinsum allan venjulegan fatnað með bestu vélum sem fáanlegar eru í dag. Tökum í þvott fyrir fyrirtæki. Hreinsum einnig gluggatjöld, svefnpoka, gólfmottur, tjöld o.fl. HÁRSNYRTISTOFAN GRANDAVEGI 47 <p 62 61 62 RAKARA- <t HÁR(]RE/ÐSt(AgTdFA HVERFISGÖTU 62 -101 REYKJAVÍK 9. TBL. 1994 VIKAN 1 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.