Vikan - 01.10.1994, Qupperneq 36
o
>
Matta í
stássstof-
unni ásamt
eiginmanni
sínum, Ingi-
mar, og Jó-
hönnu dótt-
ur þeirra,
sem býr á
heimilinu og
aöstoóar
foreldrana
viö rekstur
gistiheimil-
isins.
Séó inn í
eitt svefn-
herbergi
gistiheimil-
isins. Óneit-
anlega vist-
legt og um-
fram allt
hcimilislegt.
þveran og endilangan og
séð fegurstu staði og hitt
einstakt og yndislegt fólk.
Ég starfaði fyrir Loftleiðir
frá árinu 1972 og vegna
þeirra fríðinda starfsfólksins
að fá frímiða varð okkur
kleift að fara í fyrstu ferðina
til Ástralíu árið 1973 og
komu börnin okkar Jóhanna
og Pálmar Þór með. Þetta
var ógleymanleg ferð. Við
lögðum af stað í september
og flugum fyrst til London og
gistum þar nokkra daga,
skoðuðum söfn og lysti-
garða. Þegar við ætluðum út
á flugvöll til að halda ferðinni
áfram voru miklar tafir á leið-
inni og komumst við að því
að sprenging hafði orðið í
flugstöðinni og öngþveiti
hafði skapast. Þetta minnti
okkur á hverfulleika heims-
ins en áfram héldum við.
Leiðin lá til Los Angeles en
við flugum yfir ísland á leið
þangað og hugsuðum hlý-
lega heim, á meðan við flug-
um yfir, en flestir farþeganna
steinsváfu og vissu ekkert
um þetta litla land sem kúrði
þarna niðri. Ég hafði aðeins
einu sinni ferðast til útlanda
þegar hér var komið sögu.
Það var með Gullfossi forð-
um og var það nokkurs kon-
ar verslunarferð en ferðírnar
okkar til Ástralíu voru og eru
stór hluti af lífi okkar allra.
Ferðirnar til Ástralíu eru
orðnar 6 og alltaf sjáum við
eitthvað nýtt og að ég tali nú
ekki um móttökurnar hjá
dóttur okkar, tengdasyni og
börnunum þeirra tveimur.
í síðustu ferðinni hittist
svo á að við komum til Ban-
kok á Tailandi á gamlársdag.
Við gistum á Menam hótel-
inu og áramótadansleikur
stóð fyrir dyrum. Það var
ekki annað að gera en að
skella sér í sturtuna og
sparifötin. Þarna voru dekk-
uð borð úti á verönd. Þetta
eru þau lengstu hlaðborð
sem við höfum á ævinni séð.
Þarna léku hljómsveitir með
söngvurum og trúðar léku
listir sínar. Við byrjuðum
óvart á eftirrétti, pönnukök-
um með sírópi. Við urðum
hálf ringluð af úrvalinu en
okkur langar bæði að fara á
þennan stað aftur á tíma-
mótum sem þessum því það
var nánast ógleymanlegt.
Landið er svo fallegt og Tai-
lendingar einstaklega gest-
risnir og góðir heim að
sækja."
Þótt Matta og Ingimar hafi
notið gæfu og gengis í lífinu,
þá knúði sorgin dyra hjá
þeim þegar sonur þeirra,
Pálmar, veiktist af krabba-
meini fyrir nokkrum árum.
Lengi vonuðu allir að lækn-
ing hefði orðið en það var
aðeins frestur gefinn og í vor
þegar vorsólin skein sem
skærast fylgdu þau syni sín-
um til grafar.
„Það var svo undarlegt,"
segir lngimar„að nóttina,
sem Pálmar fæddist, ók ég
Möttu á spítalann en þá var
ekki vaninn að feðurnir væru
viðstaddir fæðingu barna
sinna. Ég var svo spenntur
að ég reyndi að sofna til að
stytta biðina. Þá dreymdi
mig að ég væri staddur á
36 VIKAN 9. TBL. 1994