Vikan


Vikan - 01.10.1994, Page 40

Vikan - 01.10.1994, Page 40
SALRÆN SJONARMIÐ JONA RUNA SKRIFAR UM SÁLRÆN SJÓNARMIÐ ENND Við íhugum að þessu sinni bréf frá ungum manni sem kýs að kalla sig Palla. Hann er mið- ur sín sökum þess að hann telur sig hafa drepið ófætt barn sitt. Hann gerði unga stúlku ófríska og vildi sfðan ekkert með hana hafa. Þeg- ar hún aftur á móti vildi fá hann ( sambúð við sig, vegna væntanlegs barns þeirra, benti hann henni á að best væri að láta eyða fóstr- inu. „Eftir að ég tók þessa vanhugsuðu og afdrifaríku ákvörðun fyrir okkur bæði leið mér ekkert illa. Þegar svo ég fór að hugsa um þetta atvik af og til þá rann upp fyrir mér smátt og smátt, að ég hafði að vanhugsuðu máli látið hana drepa vænt- anlegt barn okkar,“ segir Palli sem er undir tvítugu. KJAFTSHÖGG OG ÓRÉTTLÆTANLEG FORSENDA Hann er mjög ósáttur við að hafa tekið þessa ákvörðun. „Eftir á séð, kæra Jóna Rúna, sé ég engan tilgang með þessari ákvörðun minni. Ég sé enga réttlæt- anlega forsendu í dag fyrir þessu framferði mínu. Ég viðurkenni, að ég gat ekki hugsað mér stelpuna. Ég hafði, undir áhrifum áfeng- is, farið eina nótt með henni heim og við sváfum saman með þessum af- leiðingum. Það var því mikið kjaftshögg fyrir mig, þegar hún svo hringdi í mig nokkrum vikum seinna og sagðist vera ófrísk." Palli lýsir því þannig að honum hafi fundist fram- tíð sín verða að engu. DATT EKKERT BETRA í HUG „Ég fylltist bara örvænt- ingu og þorði ekki að segja foreldrum mínum frá þessu. Þau þola engin mistök af okkur krökkun- um. Allt okkar heimilislíf á að vera fullkomið. Mér datt ekkert betra í hug, en að segja stelpunni að fara í fóstureyðingu. Hún reyndi að fá mig til þess að sjá þennan atburð í öðru og jákvæðara Ijósi. Hún vildi raunverulega aldrei gera þetta. Hana langaði að eignast barnið en treysti sér ekki til að bera ábyrgð á því ein. Hún er í skóla og það eru miklir erfiðleikar heima hjá henni. Brennivín eða eitthvað svoleiðis ves- en,“ segir Palli og það er Ijóst að hann á erfitt í meira lagi. FYRIRLITNING OG SJÁLFSHATUR Hann talar um að sektar- kenndin sé gjörsamlega að drepa hann. Hann hefur mikla þörf fyrir það núna að ná sambandi við stúlkuna. Hún vill aftur á móti ekkert af hans tilvist vita. Þau eiga samt sem áður saman þessa reynslu. Hann vildi óska þess núna að það sem gerðist hefði ekki gerst. Hann gerir sér grein fyrir því, að hann sá ákveðna hluti frá röngu sjónarhorni. „Mér finnst ég hafa brotið af mér á margan hátt með því að láta stelpuna fara í fóst- ureyðingu. Hún fyrirlítur mig og ég skil það vel því ég fyrirlít sjálfan mig. Ég hreinlega hata sjálfan mig fyrir það að verða til þess 40 VIKAN 9. TBL. 1994

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.