Vikan


Vikan - 01.10.1994, Side 48

Vikan - 01.10.1994, Side 48
FERÐAMANNASTAÐIR TEIKNING OG TEXTI HARALDUR EINARSSON / UÓSM.^JM VESTUR - INDÍUR EYJAR KARÍBAHAFSINS Eyjar þessar eru sann- kallaöar sólskinseyjar því veðurfar þar ein- kennist af góöviðri flesta daga ársins. í augum margra eru þetta paradísar- geta þó orðið breytingar á veðurfari. Á góðvirðisdögum á Karíbahafi hafa fellibyljir skollið á fyrirvaralaust og valdið óhemju tjóni, einkum síðla sumars. Athygli íslenskra feröalanga hefur í stórauknum mæli beinst aö eyjum Karíbahafsins hin síöari ár. Þangaö fara þeir m.a. til aö njóta sólar eins og þessi íslendingur gerir augsýnilega. En þaö er líka náttúrufegurö og stórbrotin saga sem lokkar og laöar feröamenn til eyjanna. Haraldur Einarsson kennari fræöir lesendur Vikunnar hér um Vestur-lndíur. eyjar og þangað leita ferða- menn eftir hvíld frá streitu og mengun borganna. „Alþaktar gróðri - pálmar í flæðarmál- inu og hvítar sandstrendur við blágrænt hafið undir sól- skrýddum himni." Slík lýsing á þessum eyjum er algeng og oft hárrétt. Skyndilega Eyjarnar eru umkringdar heitum hafstraumum og má minnast á Golfstrauminn sem rennur í gegnum Flórída- sund og áfram með austur- strönd Ameríku og út í Atl- antshaf. Grein af honum vermir strendur íslands og á þá þátt í að veðráttan á ís- landi er mild miðað við hnatt- stöðu. Vestur-lndíur eru fjölmarg- ar eyjar og eyjaklasar á haf- svæðinu milli Norður- og Suður-Ameríku. Að austan takmarkast hafsvæðið af Atl- antshafi og að vestan af Mið-Ameríku en þetta haf- svæði er Karíbahaf, oft nefnt Miðjarðarhaf Ameríku. Marg- ar eyjanna eru hálendar og eldbrunnar, leifar fjallgarða er sokkið hafa í sæ. Þær liggja í boga frá Venesúela, yfir syðstu eyjuna, Trínidad, og áfram yfir eyjarnar til Kúbu. Talað er um þrjá eyja- klasa, Bahamaeyjar og Stóru- og Litlu-Antillaeyjar. Stóru-Antillaeyjar eru Kúba, sem er stærst, Hispaniola (Haiti og Dóminíska lýðveld- ið), Jamaica og Puerto Rico. Bahamaeyjar eru lágar kór- allaeyjar. Litlu-Antillaeyjar eru syðst og austast (kul- borðs- og hléborðseyjar). Eldgos og jarðhræringar hafa valdið miklum spjöllum. Fjöldi fólks fórst til að mynda þegar hafnarbærinn Port Royal á Jamaica sökk að mestu í sæ 1962. Eldfjallið M. Pelé á Martinique gaus miklu gosi 1902 og lagði borgina St. Pierre í auðn og 28 þúsund manns fórust. Á Bahamaeyjum er heit- temprað loftslag, á öðrum eyjum er hitabeltisloftslag og gróður svipaður og í Mið- Ameríku. íbúar á þessu svæði (um 20 milljónir) eru mjög svo blandaðir. Það er fyrst og fremst sambland Indíána, Afríku- og Evrópu- búa. Frumbyggjarnir eru víða alveg horfnir eða þeir hafa blandast þeim fjöl- mörgu þrælum sem rænt var í Afríku. Fólk frá Evrópu var einkum Spánverjar, Frakkar, Englendingar og Hollending- ar. Á Kúbu og Puerto Rico eru hvítir menn taldir vera í meirihluta. Á seinni árum hefur fjöldi Asíubúa enn- fremur sest þar að. Blöndun alls þessa fólks kemur fram í óvenju fjöl- breyttum lífsháttum og segja má að íbúarnir byggi á arfleifð margra alda gam- allar nýlendustefnu Evrópu- búa. Hér er átt við hina lit- ríku kreólamenningu sem er áberandi á Haiti, Jamaica, Bahamaeyjum og Litlu-Ant- illaeyjum. Kúba er fjölmennasta rík- ið og höfuðborgin, Havana, mesta verslunarborg Vest- ur-lndía. Eyjan er fræg fyrir sykurrækt og tóbak. Ekki er ýkja langt síðan augu heimsins beindust að þessu ríki Castros er Bandaríkja- menn neyddu yfirvöld þar og í Sovét til þess að fjar- lægja skotflaugapalla árið 1962. Tvö ríki eru á Hispaniola, Haiti og Dóminíska lýðveld- ið. Þaðan hefur lengi verið flutt út kaffi, sykur og kakó. Báxít, sem notað er við álframleiðslu, hefur verið flutt út frá Jamaica. Eyjan hefur lengi verið undir stjórn Breta og sömuleiðis Bahamaeyjar og Trinidad - Tobago. Puerto Rico er mjög þéttbýl en telst til Bandaríkjanna en Jóm- frúareyjar til Bandaríkjanna og Bretlands. Á Martinique eru sterk frönsk áhrif. Margt minnir þar á Frakkland og svo er um Guadeloupe sem einnig til- heyrir Frakklandi. Á austustu eyjunni, Barbados, sem er 21 míla á lengd og 14 á breidd, búa álíka margir og á öllu íslandi. Aruba og Cura- cao eru undan ströndum Venesúela og hafa lengi ver- ið undir stjórn Hollendinga. St. Thomas (ein af Jómfrúar- eyjunum) tilheyrði Dönum 1671-1755. í fyrstu ferð Kólumbusar yfir Atlantshaf kom hann til Bahamaeyja - til Guanahani (12. okt. 1492) sem hann nefndi San Salvador. Þá bjuggu þar Arawak-lndíánar, friðsamt fólk. Talið er að fyrstu íbúarnir hafi verið Sib- oney-lndíánar frá Flórída eða Yucatan í Mexíkó. Ara- wak-fólkið á að hafa komið frá Suður-Ameríku og sest 48 VIKAN 9. TBL. 1994

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.