Vikan


Vikan - 01.10.1994, Síða 52

Vikan - 01.10.1994, Síða 52
AFREKSMAÐUR BIRKIR RÚNAR GUNNARSSON ÓLYMPÍUVERÐLAUNAHAFI, TÓNLISTARMAÐUR OG NÁMSHESTUR: TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR UÓSMYNDIR: KRISTJÁN E. EINARSSON Isumar mælti undirrituð sér mót við Birki á heimili hans í Garða- bænum. Það var sama hve oft dyrabjöllunni var hringt og hve bankað var fast. Eng- inn kom til dyra. Nú voru góð ráð dýr. Skyldi drengurinn hafa gleymt viðtalinu? Hann hafði svo sem sagst hafa mikið að gera. Best að reyna aftur eftir smá tíma. Eftir að hafa ekið nokkra hringi um nágrennið var reynt aftur. Nei. Engin hreyfing. Nokkru síðar náðist samband við Birki símleiðis. Jú, jú, hann hafði verið heima. Hann heyrði hvorki í bjöllunni né bankið vegna þess að hann hafði verið að æfa á píanóið sitt ásamt öðrum. Var að æfa fjórhent. Við mæltum okkur aftur mót og í þetta skipti heyrði hann í bjöllunni. Birkir, sem er sautján ára, býr ásamt foreldrum sínum og systrum í tveggja hæða raðhúsi í Garðabæ. Hann er með stórt herbergi á jarð- hæðinni þar sem hann hefur komið fyrir píanói, rauðu trommusetti, hljómborði og tölvu. Allir veggir eru þaktir verðlaunapeningum fyrir sund, á píanóinu eru verð- 52 VIKAN 9. TBL. 1994

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.