Vikan


Vikan - 01.10.1994, Page 66

Vikan - 01.10.1994, Page 66
KVIKMYNDIR ir Guðbjörg. Hún hafði hugs- að sér að nota flautu en Martral notaði xýlófón þar sem flautan var fyrirhuguð. „Þegar ég lýsti því fyrir Martral hvað mig langaði að fá, var eins og hann færi heim og skrifaði hug minn, sem var svo gaman. Ég ákvað því að láta byggja stóran xýlófón og iæt eina músina dansa á honum, sem kemur mjög skemmti- lega út. Þannig þróaðist ým- islegt vegna þess að fólk var svo vakandi og jákvætt," segir Guðbjörg. Af öðru samstarfsfólki má nefna Elínu Eddu Árnadóttur sem hannaði búninga og leik- mynd og Guðbjörg segir að allt samstarfsfólkið hafi lagt sig fram um að vera sér- fræðingar á sínu sviði, og nefnir m.a. Vilhjálm Þór kvik- myndatökumann í því sam- bandi. Allt ( sambandi við tökuna var ævintýri líkast. Guðbjörg Skúli, sonur Guðbjargar, í hlutverki sínu. og Þórarinn höfðu t.d. ekið um víðan völl í leit að góðri staösetningu en einn daginn eftir uppþvottinn sagði hann: „Komdu, ég ætla að bjóða þér í bíltúr." Ekið var að Mógilsá og eftir það kom enginn annar staður til greina. „Á Mógilsá var svo Garókannan, fatan og fleiri Persónur og leikendur. unaðslegt fólk og umhverfið svo skemmtilegt," segir Guð- björg. Hún byrjaði á því að fara með litlu krakkana þangað til að kenna þeim að stikla á steinum og hlaupa í náttúrunni, því þungir bún- ingarnir gera allar hreyfingar erfiðari. Aðalhlutverkin eru í hönd- um þeirra Þóru Guðjohnsen, sem leikur Grétu, og Ástrós- ar Gunnarsdóttur, sem er Kisa. Hinir leikararnir eru styttra á veg komnir í dans- menntinni, en meðal þeirra eru nokkrir nemendur Guð- bjargar úr Klassíska listd- ansskólanum. „Ég vildi hafa þetta verk fyrir dansara og þá ekki eingöngu útskrifaða dansara," segir Guðbjörg. „Þóra er alveg frábær og engin önnur kom til greina í þetta verk,“ segir Guðbjörg. „Þóra er eins og ég að því leyti að hún lærir verkið fyrst; svo bara vex hún og vex. Hún blómstraði með hverj- um deginum og þegar við komum á tökustað við Mógil- sá og hún þurfti að sýna all- an þennan karakter og reið- ina, var hún stórkostleg. Hún gaf heilmikið og slíkt er ekki hægt að kenna fþlki. Sama má segja um Ástrósu; þær stelpumar urðu smám sam- an samvaxnar hlutverkum Grétu og Kisu.“ Skúli, tæpra tíu ára sonur Guðbjargar, leikur minnstu músina, að- algrallarann. „Ég er nú ekk- ert alveg viss um að ég vilji að hann verði ballettdansari; annars verður hver og einn að ákveða það ,búningar“ á tökustaó. Tökumaóur og tæknilið. sjáifur. Hann er ekki hjá mér í skólanum en hefur komið og fylgst með í tímum.“ Guðbjörg segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hvaö hún var með stóra og góða hugmynd í kollinum fyrr en takan var vel á veg komin. „Það hugsa ég að lýsi mér ágætlega, því ég hef yfirleitt ekki áttað mig fyrr en eftir á. í ballettheiminum gerði ég mér ekki grein fyrir því hve hátt ég var komin, fyrr en eft- ir að ég hætti,“ segir hún. Það er í mörg horn að líta þegar kvikmyndagerð er annars vegar og fyrir músa- atriðið var t.d. byggð 3 og 1/2 metra há leikmynd, til þess að mýsnar virtust vera í réttum hlutföllum. „Sumt var ekki hægt að æfa; heldur varð að gerast á staðnum," segir framleiðand- inn. „Við notuðum trjágöngin á Mógilsá, gengum upp og niður Esjuna og fengum m.a.s. þyrlu til að mynda okkur í göngu uppi á fjallinu. Fyrir þá töku þurftum við að draga alla þessa þungu bún- inga upp á eina bunguna og síðan varð að hreinsa fjallið af fólki. Þetta var heilmikið gaman. Ég fór í sængina og var með talstöð. Ég sagði krökkunum að elta mig þar til þeir gætu ekki meira. Þyrlan var svo lengi í loftinu að ég var komin niður fjallið. Ég vissi að koddarnir voru fyrir aftan mig en datt ekki í hug að tíu ára strákur, sem leikur garðkönnuna, hefði haft það af. Þetta er svo erfiður bún- ingur að vera í og hann sá bara beint fram fyrir sig og niður. Þá var hann kominn niður og víða tunnan líka og megnið af búningunum. Enginn ætiaði að gefast upp. Þau sögðu oft við mig: „O, þetta er svo erfitt,“ en núna segja þau að þetta sé skemmtilegasta sumarið sem þau hafi upplifað. Ég vorkenndi þeim stundum en ég mátti ekki láta þau sjá það. Ég var alltaf að segja: „Já, þetta er að verða búið, einu sinni enn, drífum okkur nú.“ Klassíski listdansskólinn fjármagnar tökuna. „Þetta er töluverður kostnaður," segir Guðbjörg. „Ég reyndi að fá styrk á einum stað en fékk ekkert svar. Ég hef ekkert gert hérna heima sem aðrir hafa séð, svo ég hugsaði með mér: Ætli ég þurfi ekki að sýna eitthvað áður en einhver vill líta á mig.“ Klippingu og frágangi Lötu stelpunnar lýkur í nóv- ember og þá verður farið að markaðssetja. „í myndinni er sögumaður og þess vegna er hægt að talsetja hana á fleiri tungumál. Hún einskorðast því ekki við ís- landsmarkað. Þetta hefur verið æðislega gaman og ég ætla að vera bjartsýn á að myndin verði það skemmtileg að hún seljist vel,“ segir Guðbjörg og bæt- ir við að afurðin sé það góð að útlagður kostnaður hljóti að skila sér þótt það geti tekið tíma. □ 66 VIKAN 9. TBL. 1994

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.