Vikan


Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 9

Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 9
„Þegar tökunni er lokið er harmurinn að baki og ekkert erft við leikstjórann." Hvernig gengur Bergþóru að ímynda sér eitthvað sorg- legt til þess að geta grátið fyrir framan myndavélina? „Vel,“ segir sú stutta lágt og ætlar að láta þar við sitja. En við þrjóskumst við og vilj- um fá að heyra dæmi. „í Tár úr steini ímyndaði ég mér að faðir minn færi frá mér, alveg eins og var að gerast í myndinni." „Börn eiga mikið betra með að ímynda sér en fullorðnir," skýtur Ari inn í. „Bergþóra hefur lært að setja sig í spor persónunnar, sem hún er að leika. Svo er annar þáttur f þessari tegund af vinnu sem hún hefur lært að temja sér, og það er að hlýða leikstjór- anum. Þegar við gerðum Gömlu brúðuna þá var þetta ákveðinn leikur. Ég sagði: „Nú er óg leikstjórinn og þú gerir allt sem ég segi“ Og svo þegar við komum heim þá fékk hún að vera leikstjórinn og ég gerði allt sem hún sagði. Það verður ekki niður- lægjandi að hlýða heldur er þetta eins og í leikjum barna. Nú „er ég hann“ og fæ að ráða svo er hinn „hann“ og þá fær hann að ráða.“ í Tár úr steini, sem að hluta til er tekin upp í Þýska- landi, þarf Bergþóra líka að tala þýsku. „Ich will," segir hún til að sanna kunnáttu sína. „Grosspapa, gross- mama," bætir hún stolt við. En hvernig er hlutverk hennar í myndinni? „Ég leik stúlku sem langar ofsalega mikið að flytja með pabba sínum til íslands og sjá tröllin þar.“ Bergþóra flettir mynda- albúmi sem hefur að geyma myndir frá tökunum í Þýska- landi. Þar má sjá ýmsa sam- starfsmenn hennar, svo sem Þröst Leó Gunnarsson, sem leikur Jón Leifs og Rut Ól- afsdóttur sem leikur fyrri konu hans sem var þýskur gyðingur. Þar má líka sjá Rögnu Fossberg förðunar- dömu, búningahönnuðinn Helgu Pálsdóttur, leikstjór- ann Hilmar Oddsson og að- stoðarleikstjórann Maríu Sig- urðardóttur. Hús Jóns Leifs í Potsdam blasir líka við á einni myndinni. „Þetta er Alda, sem lék aðalhlutverkið í mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hin helgu vé,“ segir Bergþóra og bend- ir á Ijóshærða, glaðlega stúlku á einni myndanna. Við nánari eftirgrennslan kemur í Ijós að Alda var Bergþóru til halds og trausts, spilaði við hana í hléum, fékk hana til að leggja sig þegar þreytan sótti á og sá um að henni leiddist aldrei. Það leynir sér ekki að þetta hefur verið hið leikstjórinn, hún Maja, hjálp- aði mér og önnur kona, Barbara, kenndi mér að segja þýsku orðin.“ Bergjjóru finnst gaman að leika í kvikmyndum en finnst ekkert merkilegt að sjá sig á hvíta tjaldinu. „Það er bara ósköp venjuleg tilfinning," segir hún aðspurð og segist ekki fá neinn fiðring í mag- Við sláum á létta strengi og spyrjum hana hvort hún sé orðin jafn rík og leikkon- urnar í Hollywood? Hún ypptir bara öxlum og segist ekkert vita um það. Við drög- um það nú samt í efa en reiknum með að leikkonust- arfið sé bæði skemmtilegra og betur borgað en barna- pössun. Engan skyldi undra þótt leikstjórar vilji láta andlit Bergþóru Aradóttur prýóa kvikmyndir sínar. mesta ævintýri fyrir sjö ára stúlkuna en myndin var tekin upp í fyrrasumar. „Það var nú ekkert svo erf- itt að læra það sem ég átti að segja.“ Bergþóra lokar myndaalbúminu. „Aðstoðar- ann eða verða feimin þegar aðrir horfa á hana leika. Þegar leikkonuhlutverkinu sleppir er hún eins og allar aðrar litlar stelpur, leikur sér í Barbie, les, horfir á sjón- varp og fer í balletttíma. Að lokum. . . hvað ætlar Bergþóra að verða þegar hún verður stór? „Leikkona,“ svarar Berg- þóra Aradóttir ákveðin og brosir einu af sínum fallegu brosum. □ 9. TBL. 1995 VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.