Vikan


Vikan - 20.09.1995, Qupperneq 21

Vikan - 20.09.1995, Qupperneq 21
Hvað hefur þú farið oft í meðferð og afvötnun? Frá ’83 hef ég farið í 4 sinnum í meðferð og 15 sinnum í afvötnun. Lengst hef ég verið edrú samfellt á árunum ’85 og '86. Þá losn- aði ég af Hrauninu 14. júní og fór í meðferð 18. júní. Ég man sérstaklega eftir því hvað þetta var erfitt. Þá var ég í tíu daga inni á Vogi. Ég fékk vinnu á skyndibitastað og leigði mér húsnæði. Eftir þrjá mánuði var ég farinn að reka staðinn því metnaður- inn var svo mikill. Þá keypti ég mér sjónvarp, bíl og græj- ur. Ég vann mjög mikið og gat aldrei neitað eftirvinnu. Maður sem hafði aldrei tekið ábyrgð á neinu! Þetta var í rauninni dæmt til þess að falla. í restina voru neyslufélagar komnir inn á skrif- stofu til að vigta „hraða“ o.fl. Ég féll stuttu seinna, af- henti eigandanum lyklana og sagði honum að ég gæti þetta ekki. Eg var orðinn það heiðar- legur að ég gat rætt þetta við hann, ég náði mjög góðum bata á þessum tíma. Þetta er tími sem ég hef alltaf búið að og hefur alltaf verið í huga mér. Mér fannst ég vera virkur þjóðfélagsþegn á ný. Ég borgaði mína skatta og mér fannst ég vera virkur í lífinu. Þetta voru 8 mánuðir í bata og kannski 2 mánuðir á fall- braut áður en ég datt í það. Ég man eftir því að þegar ég féll þá var ég að æfa líkams- rækt. Ég fór á bar og pantaði mér „White Russian" með miklum rjóma. Ég var farinn að trúa því að ég gæti drukk- ið. Bullið: ég var löngu fallinn áður en ég tók fyrsta glasið. Hefurðu orðið fyrir miklum fordómum út af þínum sjúkdómi? Alveg ofsalega miklum, en í dag skipta þeir mig engu máli. Ég skynja það svona með sjálfan mig að ef eittvað fallegt er sagt við mig, eða einhver lætur vel af því sem ég er að gera, á ég ofsalega erfitt með að taka því. En aftur á móti ef einhver segir mér að halda kjafti get ég al- veg tekið því. Þetta er ekki eðlilegt, þetta er alveg um- pólað og ástæðan liggur í því hvað maður hefur alltaf verið öfugsnúinn. Hvar hefurðu fundið fyrir mestum fordómum í þinn garð? Frá nákomnum, þá vinum og ættingjum aðallega. Oft- ast þá skoðun að þetta sé aumingjaskapur; ég leit líka á þetta sem aumingjaskap. Faðir minn er alkóhólisti en hann viðurkennir það ekki. Sjálfsvirðing hans liggur í vinnunni og hann hefur aldrei misst sína vinnu og stendur alltaf sína pligt. Það fer honum mun betur að vera í glasi hann er þá allavega brosandi. Hann brosir ekki þegar hann er edrú. Það er eins og það séu þykkir múrveggir í kring- um hann og margir kílómetr- ar á milli okkar þó að við sitj- um saman. Hann er blindur á sína líðan og honum finnst þetta vera spurning um karl- mennsku en hann fattar ekki að þetta er sjúkdómur. Ég er með móral. Ég framdi gullrán og náði mér í mjög mikið af peningum en átti pantað pláss inni á Vogi þrem dögum seinna. Ég man að þegar ég kom inn á Vog þá var ég byrjaður að skrifa dagbók, svona slitrótt. Ég var orðinn svo nojaður og ruglaður að ég skrifaði undir rós í dagbókina hversu mikið gull af manni ég væri að verða. Maður er svo ruglað- ur í toppstykkinu. En ég gat ekki höndlað þetta, mér fannst þetta svo óheiðarlegt og mér leið illa út af þessu, enda skilaði ég þýfinu. Það er stutt síðan þetta gerðist, svona 2 ár. Eg ætlaði að fara með þetta gull til Amsterdam og selja það þar fyrir stóran poka af „hraða" eða eitthvað álíka. Hugurinn náði ekkert annað, maður var svo blind- ur, heiðarleikinn kemur ekki með 200 kíló af „hraða“ til manns. Ég hef átt svo mikið af peningum að ég hef varla getað hreyft mig fyrir þeim og ekki leið mér neitt betur. Þetta er ekki spurning um peninga heldur um að öðlast andlega frelsun. Ég er næst- um því búinn að taka út fimm ár og átta mánuði í fangelsi allt í allt, þá með öll- um gæsluvarðhöldum og öllu. Ég held að gæsluvarð- höldin ein og sér spanni eitt ár, ég er 33 ára í dag og mér finnst komið nóg. Finnurðu oft fyrir löngun í vímu- efni? Já, ég fæ löng- un eftir breyttu ástandi. Það er líka bara af því að ég kem mér í þann pakka. Ég get líka fært þetta upp á heiðarleikann vegna þess að það fer eftir því hvað ég er að gera. Eg hef farið á ball en samt veit ég að ég er ekki til- búinn til þess. Það hefur ver- ið í lagi vegna þess að ég hef farið með tveimur til þremur AA-mönnum. Ég fæ ekkert út úr því að fara á böll, sumir eru að leita að einhverju lambakjöti en ég er ekkert að pæla í því. Ég elska eina konu og hún veit vel af því, en hún er sá erfið- asti pakki sem ég hef á mig tekið. Hvað getur þú gert til að halda þínum sjúkdómi niðri? Ef ég á að gefa þér sem einfaldast svar þá er það að vera heiðarlegur og fara á AA-fundi. Hvernig er líf þitt í dag? Erfitt en gaman. Ef ég verð edrú eftir ár þá sé ég mig vera að mála og taka listina sem vinnu frá níu til fimm. Lokaorð: Mér þykir vænt um lífið. □ IMYNDLIST FRH. AF BLS. 6. notuð er í málaralistinni. Gifs er látið harðna ofan á tré- plötu og á það er borið fljót- andi kanínulím. Þegar það er orðið hart myndar það ákjós- anlegan grunn fyrir málning- una sem samanstendur af litadufti og eggjarauðu sem blandað er saman með vatni. Frá því ég var í klaustrinu hef ég alltaf gert íkona af og til. Ég málaði aðallega málverk þangað til fyrir tveimur árum en þá fór ég að yfirfæra tæknina sem notuð er við gerð íkona yfir í mín eigin myndverk." Við gerð verk- anna notar Kristín tæplega tuttugu og fjögurra karata gull og segir hún að það taki langan tíma, mikla þolin- mæði og gott handverk til að útkoman verði góð. Flest verkin eru lítil, bæði vegna þess að gullið er dýrt auk þess sem tæknin sem notuð er hentar litlum verkum. Á sýningunni á Kjarvals- stöðum, sem er fimmta einkasýning Kristínar, eru þrjú stór olíumálverk og tutt- ugu og fimm smærri verk sem unnin eru með fyrr- greindri tækni. Kristín segir að þeir sem sæki sýninguna átti sig á því að henni sé hugstætt tímaleysi, einfald- leiki, manneskjur og tilfinn- ingar en yfir heildina er myndefnið óhefðbundið. Hún málar ekki einungis ferhyrnd form. Á sýningunni er lista- verk sem er málað á kúlu, annað er á fleti sem er í lag- inu eins og altaristafla og svo er verk þar sem hún hefur málað á báðar hliðar flatar- ins. Engir íkonar eru á sýn- ingunni og hefur Kristín skýr- ingu á því. „íkonar eru ekki mín eigin verk vegna þess að þeir eru ákveðin heim- speki og hugmyndafræði sem er alltaf eins. Þeir eru gerðir eftir margra alda gam- alli hefð, ég einungs túlka hana og kem ákveðnu inn- sæi til skila. Verkin sem eru á sýningunni á Kjarvalsstöðum eiga það sameiginlegt með íkonunum að vera unnin með sömu tækni. En ég er fyrst og fremst myndlistamaður og vil í verkum mínum koma myndsýn minni sem sam- tímalistamaður til skila. Ég nýt þess að vinna með al- dagamla tækni og brýt hefð- ina upp á vissan hátt.“ □ ■ „Ég ætla að gefa mér góðan tíma í að vera edrú og i það fer allur minn tími og mikil orka." ■ „Ég ætlaði að fara með þetta gull til Amsterdam og selja það þar fyrir stóran poka aff „hraða" eða eitthvað ólíka. Hugurinn náði ekkert annað, maður var svo blindur, heiðarleikinn kemur ekki með 200 kíló af „hraða" til manns." 9. TBL. 1995 VIKAN 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.