Vikan


Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 48

Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 48
RÆTT VIÐ ANABEL SIMONS /s ÚR DRUMCLUB ZZI z p Þegar Anabel var spurö hvaö hana lang- aði helst til að gera á islandi bað hún um að fá áð fára í ferð á mótorhjóli. Hún fékk ósk sína uppfyllta og ók, ásamt Baldri Bragasyni Ijósmyndara, upp að Núpsvötnum undir Vatnajökli.. TEXTI: GERÐUR KRISTNÝ MYNDIR: BALDUR BRAGASON Anabel skar sig frá öðrum teknótónlist- armönnunum á Uxa. Hún leikur nefnilega á ástr- alskt frumbyggjahljóðfæri sem Bretar kalla didgerydoo. „Ég heyrði fyrst leikið á þetta hljóðfæri í Thailandi og heillaðist gjörsamlega af því. Ég leik á nokkur hljóðfæri en um þessar mundir einbeiti ég mér að didgerydoo. Það gefur frá sér „andlegan há- vaða“ og fær fólk til að falla í trans,“ segir Anabel og hlær. „Ein ástæðan fyrir þvf að mér fellur svo vel við hljóð- færið er sú að það myndar gott mótvægi við tölvutónlist- ina og tengir þar með nútím- ann og fortíðina." Við sitjum inni í rútu sem tónlistarfólkið hefur til afnota baksviðs. Það er langt liðið á laugardagskvöldið og Ana- bel skelfur af kulda. Hún átti ekki von á því að það væri orðið svona kalt á íslandi í upphafi ágústmánaðar og fær því húfuna mína lánaða. Uppi á sviðinu leikur einn bresku plötusnúðanna teknótónlist og harður taktur- inn berst inn í rútuna. Fyrr um daginn hafði ég heyrt eldri mann úr gæslunni líkja tónlistinni við bilaðan mótor en fyrir Anabel er hún bæði atvinna og áhugamál. „Ég held mest upp á teknótónlist og ska. Ég hef ekki hlustað mikið á íslenska tónlist en hef þó heyrt í T- world og finnst hún góð.“ Anabel er 24 ára, kemur frá suðvesturhluta Englands og ólst upp í nágrenni við hinn dularfulla stað Stone- henge. Fyrir tveimur og hálfu ári gekk hún til liðs við Drumclub sem þá þegar hafði starfað um hálfs árs skeið. Það eru ekki margar konur sem fást við teknótón- list og segist Anabel ekki njóta eins mikillar athygli og karlmennirnir í faginu. „Ein af ástæðunum er lík- ast til sú að ég tek ekki þátt í að semja tónlistina fyrir Drumclub. Ég hef mikinn áhuga á að semja eigin tón- list. Enn sem komið er hef ég ekki haft tíma til þess. Ég hef þó þegar keypt mér þau tæki sem til þarf en ætla að fara rólega af stað.“ Anabel segir að í Englandi þyki það virðingarvert starf að vera teknótónlistarmaður og nýtur hún góðs stuðnings frá fjölskyldu sinni. „Fjölskylda mín hefur alltaf stutt mig. Hún trúir því að iíf- ið sé til þess að njóta þess. Ég lifði líka samkvæmt þeirri speki áður en ég fór að vinna fyrir mér sem tónlistar- maður. Ég skemmti mér mik- ið og tók hvern dag fyrir sig. Líf mitt á alltaf eftir að vera þannig.“ Eiturlyfjaneysla hefur lengi fylgt tónlistarbransanum en Anabel vill ekki gera mikið úr henni. „Hvort sem fólk leikur tón- list eður ei verður það alltaf að sýna ábyrgð og gæta sín á eiturlyfjum. Ég held að eiturlyfjaneysla sé ekki neitt verri en öll áfengisdrykkjan sem ég hef orðið vör við meðal unglinganna hér á Uxa,“ segir hún og bandar hendinni í átt að tjaldstæð- inu. Anabel finnst gaman að spila á tónleikum og þá sér- staklega í Englandi. „í sumar lékum við til dæmis á Glastonbury-hátíð- inni sem 12.000 manns sóttu. Þar var æðisleg stemning. Við höfum leikið víða um heim og meðal ann- ars í Belgíu, Frakklandi, Nor- egi og Tókýó. Ferðalögin eru eitt af því skemmtilegasta við það að leika með Drumclub. Ég hefði eflaust aldrei fengið tækifæri til að koma til íslands hefði écj ekki verið í hljómsveitinni. Island er mjög fallegt land og ólíkt öllum öðrum löndum sem ég hef komið til. Mér finnst gott að sjá að náttúran er enn hluti af daglegu lífi þjóðarinn- ar. Það er sárt að horfa upp á hvað illa hefur verið farið með náttúruna annars stað- ar í heiminum. Ég trúi ekki öðru en að fólk sjái brátt að sér og fari að bera virðingu fyrir umhverfi sínu. Það er þó ekki síður mikilvægt að það fari að bera virðingu hvert fyrir öðru.“ Anabel hefur greinilega hlýnað. Hún er hætt að núa saman höndunum og ég fæ húfuna mína til baka. Tónlist- in tælir hana út í ískalda nóttina. □ 48 VIKAN 9. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.