Vikan


Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 32

Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 32
SJONVARP HALLA SVERRISDOTTIR TÓK SAMAN w I ELLEN DEGENERES upp ||1h| ffbw VAR kvöld ætlum við að hafa þáttinn alveg sérstaklega góðan,“ segir Ellen Deg- eneres við áhorfendurna sem hafa komið sér fyrir í upptökusalnum og bíða þess spenntir að vera við- staddir „læf“ upptöku á gam- anþættinum „Ellen“. „í kvöld ætla ég nefnilega að vera í dónalegum nærfötum. Svo það kann að vera að ég aki mér alveg óvenjulega mikið!“ Áhorfendur eru reyndar löngu búnir að ákveða að þetta verði sérstakt kvöld og hvernig nærföt það eru sem uppáhaldið þeirra kann að hafa valið sér. Salurinn er þéttskipaður einlægum að- dáendum Ellenar, með eigin- handaráritanabækurnar í vasanum og fangið fullt af smágjöfum handa henni. salnum er einnig Bet- ty, móðir Ellenar. Betty talar nákvæmlega eins og bandarískar mæður sem heita Betty eiga að tala. „Hún hefur alltaf verið svo skemmtileg, líka þegar hún var lítil telpa,“ segir hún ástúðlega og horfir stolt á hjartahlýju. Það þykir nokk- uð afrek nú á dögum. Sam- leikari hennar í þáttunum, Ayre Gross, sem ieikur ná- grannann hinum megin við ganginn, kallar hana „gull- námu af kímnigáfu" og lýsir henni sem svo að hún sé kona sem að skilji mannlegt eðli og kunni að lýsa því þannig að við hin getum skil- ið það líka. „Þátturinn sýnir okkur manneskjur sem lenda í manneskjulegum vandræðum og bregðast við þeim á manneskjulegan hátt,“ segir Gross. Ellen, sem er 36 ára göm- ul, er ekki mikið fyrir það að tala um einkalíf sitt. Hún fæddist og sleit barnsskón- um í New Orleans en fluttist 13 ára gömul til Texas ásamt móður sinni eftir að foreldrar hennar skildu. Foreldrar hennar voru ákaflega guð- hrætt fólk. „Til að byrja með vill mað- ur endilega verða frægur og finnst frábært að allir viti hver maður er,“ segir hún yfir kaffibolla. „En eftir smátíma finnst manni þetta þreytandi; fólk talar alltaf mest um leið- inlegu hlutina í lífi þeirra frægu.“ Það er reyndar ekki ▲ dóttur sína. „Þá sjaldan að margt leiðinlegt hægt að nú á dögui ftPIMACT I" WHllliW ■•••• ~ HÚN ER (að eigin sögn) sjálfselsk, valdasjúk og skapstirð, en vill samt kafa alla góða. Og svo er hún ein aðalsjjónvarps- stjarnan f ár. ég þurfti að skamma hana fékk hún mig alltaf til að hlæja á endanum." Ellen hefur sem sagt verið að búa sig undir framtíðarstarfið frá blautu barnsbeini. Nú er hún stórstjarna og hugmynda- smiður gamanþáttarins „Ell- en“, sem í dag nýtur gríðar- legra vinsælda - eftir skrykkjótt byrjunartímabil - og er um þessar mundir á dagskrá hjá Stöð 2. í þættin- um fá hæfileikar Ellenar sem gamanleikkonu og húmor- ista að njóta sín til fulls en hún hafði um margra ára skeið komið fram sem skemmtikraftur, eða „stand- up comedian" á hinum ýmsu stöðum, án þess að slá verulega í gegn. HLÝTT HJARTA I KÖLDUM HEIMI Nú á tímum kaldhæðni og oft ruddalegs húmors reynir Ellen að finna milliveginn milli andstyggilegheita og segja um Ellen. Sjálfri finnst henni hún vera ómöguleg í viðtölum: „Ég er aldrei nógu fyndin í viðtölum vegna þess að ég hugsa of mikið. Ég er miklu skemmtilegri þegar ég stilli rökréttri hugsun í hóf!“ KONUR í SJÓNVARPI Viðtalið fer fram á kaffihúsi í Los Angeles og Ellen stekk- ur úr einu umræðuefni yfir í annað. „Ég held að ég hafi prófað allar sígarettutegund- irnar sem fengust í sjoppunni heima. Svo skrópaði ég í skólanum og sat heima við tilraunastarfsemi. Á tímabili gekk ég í gegnum mentól- stigið. Pabbi og mamma vissu ekkert um þetta, þau frétta þá fyrst af þessu ef þau lesa þetta viðtal!11 Eigum við ekki að tala um þáttinn? Upphaflega hét hann „These Friends of Mi- ne“, en svo breyttist hann í „Ellen“. Hvað fólu þær breyt- ingar í sér? Eg er enn að þróa þennan þátt og vona að hann eigi eftir að breytast enn meira. Mitt hlutverk varð smátt og smátt veigameira, eftir því sem framleiðendurnir fóru að treysta mér betur og persónan varð mótaðri. Hvernig finnst þér að vera stöðugt borin saman við aðr- ar gamanleikkonur sem eru eða hafa verið með sína eig- in þætti? Æ, ég veit það ekki. Fólk ber mig saman við Lucille Ball og Mary Tyler Moore og það er auðvitað skjallandi vegna þess að þeirra þættir eru orðnir sögufrægir - hluti af hefðinni, má segja. Ég vona að það gerist líka með minn þátt. Er ekki erfitt að sýna ein- hleypar konur f jákvæðu Ijósi? í þriðja eða fjórða hverjum þætti er Ellen látin fara út með einhverjum gæja og ég hef fengið sterk viðbrögð frá kvenkyns áhorfendum út af því. Þær spyrja hvers vegna Ellen þurfi alltaf að vera að flækjast með einhverjum karlpeningi! Er hún endilega að leita sér að manni? Eg skil viðhorf þeirra vel því að m er gríðarleg pressa á ein- hleypum kon- um; jaær eiga að finna sér mann. ertu ekki gift? Þú ert nú komin á fertugs- aldurinn. . . Er eitthvað að þér?“ En þátturinn er skrifað- ur af karlmönnum að mestu leyti og þeir þurfa að skrifa út frá því sem þeir upplifa sem sjónarhom kvenna, sem er auðvitað erfitt fyrir þá þó að þeir geri sitt besta. Ég er að svipast um eftir góðum kvenkyns höfundum fyrir þættina því að mér finnst þáttinn vanta sjónarhom nú- tímakonunnar. Hvernig myndir þú lýsa Ellen sem persónu? Hún er einfeldningsleg að því leyti að hún segir allt sem henni dettur f hug. Á sama tíma hefur hún stöðugt áhyggjur af þvi að hún geti sært fólk og hún vill hafa alla góða. Það eigum við sam- eiginlegt. Að hvaða leyti eruð þið ólíkar? Við erum mjög ólíkar, aug- Ijóslega. Það er til dæmis þak á íbúðinni minni! Og þegar ég er heima hjá mór 32 VIKAN 9. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.