Vikan


Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 15

Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 15
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: dæmis ómöguleg við að skrifa, ég get varla sett sam- an sendibréf. En ég er ágæt við að lemja niður veggi og leggja flísar. Og óg reyni að vinna eins mikia líkamlega vinnu og ég get því að þá get ég hvílt hugann á með- an. Og ég fyllist stolti ef ein- hver kemur í heimsókn og segir: „Vá, æðislegt parketl", því að ég lagði það sjálf. En ég held ekki að ég sé yfir- þyrmandi. Auk þess eru flestir vinir mínir lagnir við að handleika hamar og sög. Svo að menn þurfa að hafa vit á verkfærum til að eiga séns f þig? Helst. En ef svo er ekki vil ég gjarnan að menn hafi vit á einhverju sem ég veit ekk- ert um - til dæmis snyrtivör- um! FÓLK Á AÐ VERA RAUN VERULEGT - Þegar þú lékst í „Demoli- tion Man“ var útliti þínu breytt algerlega, f anda framtfðartfmasetningar myndarinnar. Mér fannst það frábært - mjög frelsandi. Kunningi minn hafði sagt við mig að ég væri eins og Stevie Nicks (úr Fleetwood Mac) með þetta síða, þykka hár svo mér fannst að kannski væri bara fínt að breyta til. Og lét klippa það knallstutt. Mér fannst líf mitt taka stakka- skiptum; ég keypti haug af nýjum fötum- og eftir viku var ég farin að hata stutta hárið. Það passaði einhvern veginn ekki við mig. Hvað passar við þig? Hárgreiðsla sem þarf ekki alltaf að vera að dedúa við og sem getur litið hirðuleys- islega út. Ég reyni að finna einhverja málamiðlun milli þess að vera „vel greidd“ og „drusluleg". í kvikmyndum á hárið á manni að vera eins og á venjulegu fólki og and- litið sömuleiðis. Ég þoli það ekki þegar fólk hefur verið í heiftarlegu keliríi á tjaldinu og málningin haggast ekki. Svoleiðis kemur aldrei fyrir mig, það klessist alltaf allt. Hvað varstu að hugsa þegar verið var að kvik- mynda atriðið í „Speed“ þar sem þið Keanu Reeves hangið undir rútunni? Vandamálið var að kjóllinn minn vildi í sífellu flækjast upp fyrir hausinn á mér! Við reyndum að nota límband en ekkert virkaði og ég æpti á Keanu: „Viltu halda kjólnum mínum niðri!“ Það var það eina sem ég hugsaði um; að vera ekki með allt upp um mig. SALSA OG SJÁLFSTRAUST Það hefur mikið verið gert úr ímynd þinni sem „hvers- dagleg manneskja". Held- urðu að aðdáendur þínir muni halda áfram að sjá þig sem slíka nú þegar frægðar- sól þfn rfs æ hærra? Ég held að ég muni alltaf geta leikið konuna úti á götu ef mér sýnist svo. Sumt fólk er þannig að maður hugsar ósjálfrátt: „Þetta er stjarna. Það getur ekkert að því gert, annaðhvort er maður svo- leiðis eða ekki. Mér finnst fólk ekki líta á mig á þennan hátt. Stundum finnst mér ég samt vera æðislega flott og glæsileg og þá geri ég sem mest úr því - fer út í búð, labba um göturnar og læt glápa á mig. Og ef einhver flautar á eftir mér þá sný ég mér við og segi elskulega: „Þakka þér fyrir!“ Hvenær líður þér best? Hvenær ertu ánægðust með sjálfa þig? Mér finnst gaman að fara í næturklúbba og dansa, sér- staklega salsa og suður- ameriska dansa. Þá finnst mér ég vera kynæsandi - þá veit ég að ég er kynæsandi. Þegar ég dansa salsa kemur allt önnur Sandra í Ijós. Þá klæði ég mig í stutt þils, háa hæla og þrönga blússu og sleppi mér alveg. Heldurðu að þú þyrftir að vera svoleiðis allan daginn til að öðlast fullkomið sjálfs- traust eða nægir að vera svona öðru hverju? Uss, ég veit aldrei hvert ég er að stefna. Suma daga er allt á hreinu og ég er ánægð með sjálfa mig. Þá skelli ég mér út í eitthvað verkefni þangað til ég verð leið á því og byrja á ein- hverju öðru. Aðra daga er ég algerlega sljó og stundum fer ég nærri því að valda stórslysum á vegum úti af því að ég er einhvern veginn úr sambandi við lífið og til- veruna. En ég segi bara við sjálfa mig: „Þetta er það sem menn kalla að vera til og ég ætla bara að gera mitt besta til að standa mig í stykkinu!“ ■ □ i VELKOMINA SNYRTISTOFU ÁRBÆJAR HRAUNBÆ 102 - SIMI 587 9310 AVAXTASYRUMEÐFERÐ Á SÉRSTÖKU KYNNINGARVERÐI l meðferðartími í viku í 4 skipti og krem til heimanotkunar verð kr. 10.000,- SILKINEGLUR • TRIMM FORM • GERUM GÖT í EYRU 1 síMtssnm rnnsi mm- * Hfaci&muwFA HVERFISGÖTU 62 -101 REYKJAVÍK s NJLi-Ll S T 0 F A N • N • N • Borgarkringlunni, 4. hæð, norðurturn, sími 568 5535 ANDLITSBOÐ/ HÚÐHREINSUN M.D. Formulations ávaxtasýrumeðferð, áhrifamesta húðmeðferðin sem kostur er á í dag. Handsnyrting - Fótsnyrting Vaxtameðferð - litun o.fl. Gjafakort - góð gjöf fyrir alla HARSNYRTISTOFAN GRANDAVEGI 47 <p 562 6162 ANDLITSBÖÐ, HUÐHREINSUN, LITUN, FÓTSNYRTING, HANDSNYRTING, DAG- OG KVÖLDSNYRTING, VAXMEÐFERÐ 30-40% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM NÆRFÖTUM VERSLUNARINNAR TIL 15. OKT. Snyrtistofan Sírund snyrting • verstun • Cjós Cjnzmtúni 1 • 200 ‘Kópavogur • Sími 554 4025 9. TBL. 1995 VIKAN 15 VIÐSKIPTAKORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.