Vikan


Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 22

Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 22
VIÐTAL OG UOSMYNDIR: ÞORSTEINN ERLINGSSON Þcað eru ófúir sem hafa séð hinar vin- sælu kvikmyndir „9 1/2 Weeks" og „Barfly", svo ekki sé minnst ó „Angel Heart". Mickey Rourke hefur ekki sést lengi á hvfta tjaldinu og lággja þar að baki margar ástæður, flestar þeirra persónuleg- ar. Nú segist hann hins vegar vera kominn aftur til að vera, tvfefldur og tilbúinn f slaginn. Honum var því IjúH að tala við blaða- mann Vikunnar um Iff sitt, listamanns- feril, vonir sfnar, vonbrigði, framtfð- ina og fleira. Þegar undirritað- ur kom á hótelher- bergi Rourkes, þar sem viðtalið átti að fara fram, tóku á móti honum vsegast sagt skrautlegar persónur, eins og til dæmis mjög vöðva- stæltur náungi með kúrekahatt, feitur, krúnurakaður rum- ur með hökutopp og fleiri álfka, sem reyndust vera Iff- verðir kappans. rátt fyrir að þeir litu skuggalega út var mér tekið opnum örmum og boðið inn í svítuna sem sam- anstóð af tveimur herbergjum. Mickey hafði valið það innra, þar sem finna mátti notalega setu- stofu, sófa og stóla, en þar settumst við, ásamt leikstjóra nýj- ustu myndar Mickeys sem ber heitið „Buliet". Reyndar hefur Mickey einnig verið að vinna að annarri mynd sem heitir „F.T.W." sem þýðir „Fuck The World“ og verður nafnið ekki þýtt nánar hér. Hann hefur ekki unnið að kvikmynd í nokkuð langan tíma, að minnsta kosti ekki síðustu tvö árin, en nú segist hann vera kominn til að vera á þessum vettvangi. Undirrituðum sýndist hann nú samt ekki alveg hafa lagt fyrra líferni á hilluna þar sem hann var nokkuð slappur að sjá og þurfti að fara fram nokkrum sinnum meðan á viðtalinu stóð, leggja sig út af í sófann og drekka mikið af vatni - þó að það þurfi ekki endilega að þýða neitt sér- stakt. Hann var nokkuð skraut- lega klæddur miðað við aðra þekkta viðmæl- endur undirrit- aðs, greiddi hár- ið stíft aftur með klístri og vakti það sérstaka at- hygli að nýjar tennur höfðu verið smíðaðar í efri góminn þar sem minnst fjór- ar tii sex hafði vantað sem vafalaust er af- leiðing boxins. Ég hafði hitt hann kvöldiö áð- ur þar sem hann var að fara til kvöldverðar en það var með erfiðismunum sökum fólks, sem hópaðist í kringum hann, að hann gat farið frá hótelinu yfir götuna og notiö í nokkrar sekúndur útsýnisins yfir sjóinn áður en hann settist til borðs á strandveitingastaðnum sem tilheyrði hótelinu - slíka at- hygli virtist hann fá þar sem hann kom. HAFÐI BYGGT UPP SINN EIGIN STÍL Við hófum spjallið eftir að báðir höfðu komið sér vel fyrir í þægilegu sófasettinu. „Frank, persónan sem ég leik í „F.T.W.," segir Mickey, „er náungi sem átti sér drauma en var rangur maður á röngum tíma og gat því ekki látið þá rætast." Handritið að þeirri mynd skrifaði Mickey sjálfur undir dulnefninu Sir Eddie Cook. „Frank var á hápunkti iífs síns, kominn á hæsta tind þegar hann fór inn á bar og sá þar mann sem var að gera konu lífið leitt en þá gerðust atburðir sem urðu til þess að gæfan sneri viö honum baki,“ segir Mikey. Mickey Rourke byggði á sínum tima upp sinn eigin stíl, meðal annars með því að leika alltaf nokkurs konar utangarðsmenn með nokkuð dökkan bakgrunn, til dæmis þegar hann lék „kamikaze" lögguna í mynd Michael Cimino „Year of the Dragon", undirmáls- manninn og alkó- hólistann í „Barfly", hinn auðsveipa glæpamann í „Johnny Hand- some“ og nú síðast Frank T. Wells, hinn misskilda, fyrrver- andi glæpamann og ródeókempu en síðastnefnda pers- ónan er afrakstur fjögurra ára hand- ritsskrifa. „Ég hafði lesið mikið af aðsendum handrit- um,“ segir Rourke „sem mér líkaði ekki og var orðin hálf- dofinn fyrir því að leika þannig að óg tók þá ákvörð- un að safna saman allri þeirri reynsiu í leiklist sem ég hafði yfir að ráða og koma henni fyrir í heilu lagi í þessari persónu, Frank." Rourke, sem er einn mest áberandi og umdeildasti leik- ari seinni tíma, með sinn hæfileika til að skilja hluti eins og aðstæður Franks, sýnir á sinn lítilláta hátt að hann er enn einu sinni tilbú- inn til að taka áhættu og fara út á nýjar brautir með því að taka að sér hlutverk hans. MÓDIR HANS GIFT LÖGGU Mickey heitir að skírnarnafni Philip Andre Rourke og fæddist árið 1956 í Schen- ectady í New York. Hann sleit samt barns- skónum á Miami þar sem hann átti ekki allt of auðvelda æsku - margra hluta vegna. Móðir hans var gift lög- regluþjóni sem bjó í Miami og þess vegna urðu æskustöðvarnar þar. Hann byrjaði feril sinn sem boxari þar og stundaði þá íþrótt af kappi í Miami’s Fifth Street Gym-æfingaklúbbn- um áður en hann flutti aftur til New York. Þar komst hann í kynni við þjálfara, sem EINKAVIÐTAL BLAÐAMANNS VIKUNNAR VIÐ STÓRSTJÖRNUNA OG KVENNAGULLIÐ Okkar maöur, Þorsteinn Erlingsson, mættur til viötals viö Mickey Rourke. Þorsteinn segir aö sér hafi sýnst leikarinn ekki hafa lagt fyrra líferni algjörlega á hill- una. Veriö slappur og þurft aö leggja sig stöku sinn- um á meöan viötaliö stóö yfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.