Vikan


Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 39

Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 39
Líkt og fjölmargir aðrir dagskrárgerðarmenn hérlendis hóf Pálmi fer- il sinn á unglingsárunum. Hann kynntist útvarpinu þeg- ar hann var við nám í M.S. og starfaði við útvarp fram- haldsskólanna, Útrás. Upp frá því var ekki aftur snúið. Pálmi hætti námi til þess að hefja störf á Stjörnunni sál- ugu, þaðan fór hann yfir á Bylgjuna og nú, fjórum árum eftir að hann hætti námi, er hann orðinn einn af þekktari sjónvarpsmönnum landsins. Pálmi lifir hratt og hann er ekki á því að ílengjast í popp- inu og kókinu. Um áramótin ætlar hann nefnilega að yfir- gefa Stöð 2, um stundarsakir a.m.k., og halda til Ameríku að læra allt um fjölmiðla og markaði. Ljósleiðarabylting framtíðarinnar á hug hans allan þessa stundina. Hvernig kom þaö til aö þú tókst viö stjórninni á Poppi og kóki? „Ég hafði alltaf horft á þátt- inn frá því að hann fór fyrst í loftið 1988 og fannst hann mjög skemmtilegur. Árið 1994, þegar ég var sjálfur kominn í bransann, heyrði ég að Ingibjörgu Stefáns- dóttur, sem þá var stjórnandi þáttarins, hefði verið boðið að leika í víkingamynd. Ein- mitt, þegar ég var að lesa um þetta í DV á virkum degi rétt fyrir páska, þá hitti ég Ingibjörgu. Hún staðfesti aö hún væri að hætta með Popp og kók. Ég hraðaði mér þá undir eins upp á Stöð 2, þar sem ég starfaði þá, fyllti út umsókn og renndi henni undir hurðina hjá dag- skrárgerðarstjóranum. Ráðningarferlið gekk svo allt mjög fljótt fyrir sig og ég var ráðinn. Ég hafði tvo daga til að klára fyrsta þáttinn þann- ig að ég tók hann upp eins og Ingibjörg hafði gert en næsta þætti þar á eftir breytti ég frá grunni.“ LÍTIL VIRÐING BORIN FYRIR ÚTVARPI Er skemmtilegra aö vinna viö sjónvarp heldur en út- varp? „Já, ég myndi segja það. Það er ekki borin nægileg virðing fyrir útvarpinu. Það getur verið útvarpsstöðvun- um sjálfum að kenna. Þær eru margar óvandaðar, og í mörgum tilfellum lítið lagt upp úr dagskrárgerð. Bylgj- an er alfariö orðin músíkstöð og eru mjög fáir þættir helg- aðir einhverjum málefnum. Ég tel að það verði að blanda þessu meira saman; þ.e. tónlist og málefnalegum þáttum. í dag tíðkast það á sumum útvarpsstöðvum, ekki Bylgj- unni þó, að fólk geti keypt sér auglýsingapakka í út- varpi og versli það fyrir ákveðna lágmarksupphæð þá fær það viðtal í kaupbæti. Það er gengið ansi langt til að afla peninga og fyrir vikið held ég að útvarpið njóti ekki nægilegrar virðingar." UNGIROG UPPRENNANDI TÓNUSEARMENN, SEM ÞYRSTIR í FRÆGD OG FRAMA, GERDU SENNILEGA RÉTT í ÞVÍ AD KOMA SÉR í MJÚKINN HJÁ PÁLMA GUÐMUNDSSYNI. A.M.K. HL AÐ BYRJA MED. PÁLMI ÞESSI ER TUITUGU OG TVEGGJA ÁRA GAMALL EN ÞRÁTT FYRIR UNGAN ALDUR HEFUR HANN Hvaö viltu segja um þá gagnrýni sem komiö hefur fram á dagskrárgeröarmenn í útvarpi aö þeir hafi í raun ekkert að segja; aö litlar kröfur séu geröar til þeirra? „Ég er algerlega sammála þessu. Þetta tengist því sem FRH. Á BLS. 44 ÍBURDARMIKINN SJÓNVARPSÞÁTT Á SINNI KÖNNU; POPP OGKÓK. 9. TBL. 1995 VIKAN 39 TONUST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.