Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 34
er enginn við höndina til að
púðra á mér nefið af minnsta
tilefni. Ég mála mig reyndar
aldrei nema í sjónvarpinu.
Reyndar hugsa ég mjög lítið
um útlit mitt. Ég held að ég
sé fremur metin vegna hæfi-
leika minna en útlitsins og
það er ég mjög ánægð með.
FRÆGÐIN ER ERFIÐ
Ellen fer að tala um
frægðina. „Hver einasti að-
dáandi hefur sína persónu-
legu skoðun á því hver ég
er. Þess vegna er auðvelt að
missa sjónar á sjálfum sér
„Mörgum þegar maður verður frægur.
finnst að Ég reyni að halda dauða-
ekkiTö sUga haldi 1 ,einkal(f mitt en Það er
á svið nema í ertitt- Ég þori ekki að svara
þeim tiigangi aðdáendabréfunum því að
einum aö einhver gæti komist að því
V^>g sexý!“ hvar ®9 b</ ~ é9 er búin að
flytja þrisvar og þarf að
skipta um símanúmer mán-
aðarlega. Þess vegna les ég
ekki bréfin lengur. Ef ég
gerði það tæki ég innihaldinu
of persónulega, þannig er ég
nú einu sinni. Ég er alltaf
dauðhrædd um að ég sé að
særa tilfinningar fólks.
Hvaðan kemur þessi tillits-
semi?
Ég var alin upp við þá
skoðun að maður ætti alltaf
að taka tillit til annarra. Það
var alger grundvallarregla.
Það er ekkert meiri fyrirhöfn
að vera elskulegur við fólk
heldur en að vera ruddaleg-
ur. Fyrir mér er það veiga-
mesti þátturinn í starfi mínu
að ég er að gleðja aðra, láta
þeim líða vel og fá þá til að
hlæja. Það veitir mér mikla
gleði. Þetta hljómar kannski
hallærislega eða væmið en
ég meina það. Ég er al-
mennt fremur hallærisleg -
ég trúi á að ævintýri geti
gerst, ég er vonlaus róman-
tíker og ég vil að öllum líði
vel.
Hvernig var æska þín í
New Orteans?
Fremur tíðindalítil. Þú
veist; pabbi, mamma, bróðir
minn og ég! Ég stundaði
mikið íþróttir og hundleiddist
í skólanum, enda lauk ég
bara skyldunáminu. Ég hef
aldrei saknað þess að vera
ekki langskólagengin, enda
hef ég komist prýðilega af án
þess.
Myndirðu segja það við
æsku landsins?
Einmitt: Hættið ( skólan-
um, finnið ykkur klíku, prófið
allar sígarettutegundir sem
þið getið fundið! Nei, svona í
alvöru talað; mennt er auð-
vitað máttur, eins og sagt er,
og fyrir þá sem líkar vel við
skólann er það frábært. Ég
bara þoldi hann aldrei og
sem betur fer lágu hæfileikar
mínir á öðrum sviðum en því
akademíska. Annars hefði
ég endað sem gegnilbeina á
hamborgarastað.
FYRIRMYNDARBARNIÐ
ELLEN
Varstu óþekktarormur?
Nei, ég var afskaplega
þægt og rólegt barn. Hagaðl
mér alltaf vel og gerði aldrei
neitt af mér.
Þú meinar fyrir utan það
að skrópa í skólanum og
hanga heima og reykja?
Það, já, og svo stalst ég til
að keyra. Það er nú annað
sem vesalings foreldrar mfn-
ir vissu aldrei neitt um - fyrr
en núna, vænti ég. Ég varð
sjálflærður bílstjóri ansi
snemma! Keyrði upp og nið-
ur innkeyrsluna hjá húsinu
okkar. Pabbi heldur að það
hafi verið hann sem kenndi
mér á bíl en ég var löngu bú-
in að læra það sjálf. Honum
fannst ég fara allt of hratt þó
að ég væri bara á 20 eða 30
km hraða. Hann er einhver
mest hægfara bílstjóri sem
ég veit um.
Hverjar eru fyrstu
bernskuminningarnar?
Ég á engar bernskuminn-
ingar. Ég gæti skáldað eitt-
hvað upp fyrir þig, eitthvað
sem ég hef séð í bíó eða
lesið, kannski. Bíddu nú við
einu sinni vorum við nokkur
saman, krakkarnir, og löbb-
uðum út í skóg og fundum
lík af manni - æi, nei, það
var í „Stand by Me“! Ég man
eftir því að þegar ég fór í
sumarfrí með foreldrum mín-
um á baðströnd var ég í
stutterma bol yfir sundboln-
um því að ég var svo
siðprúð. Það er ég reyndar
enn í dag.
Heldurðu að það sé erfið-
ara að vera kvenkyns gam-
anleikari en karlkyns?
Ég byggi ekki brandarana
svo mikið á þessu kvenna-
karla-dóti svo að það kemur
ekki svo mikið við mig.
Stundum þegar ég var að
skemmta fannst mér strák-
arnir reyna svolítið að spæla
mig. Ef það var karlkyns
grínisti á undan mér reyndi
hann kannski að segja mikið
af ruddalegum bröndurum
og þá var stemmningin orðin
ruddaleg þegar kom að mér
og ég átti erfitt með að fylgja
því eftir því að mitt „sjó“ var
ekki svoleiðis. Mörgum
finnst að konur eigi ekki að
stíga á svið nema í þeim til-
gangi einum að vera sætar
og sexý, svo að það getur
verið erfitt að sannfæra fólk
um að ég sé komin til að fá
það til að hlæja en ekki bara
til að vera sæt. Þá er það
náttúrlega enn stórkostlegra
fyrir vikið þegar mér tekst
það. Það er ótrúleg tilfinning
þegar heill salur veltist um af
hlátri, bara yfir því sem þú
ert að segja. Maður hefur
gífurlegt vald yfir áhorfend-
unum þegar vel tekst til.
BARA ÓSKÖP
VENJULEG
MANNESKJA
Hvað finnst þér sjálfri vera
fyndið? Hver er þinn uppá-
hatdsgrínisti?
Mér finnst David Letter-
man fyndasti maður á jörðu.
Hann er einn af þeim fáu
sem fær mig til að hlæja
upphátt heima í stofu. Ann-
ars held ég að fólk sé orðið
hálfsljótt vegna þess að það
eru svo margir grínistar í
umferð.
Er einhver sem þér finnst
sérstaklega slæmur?
Nei, enginn sérstakur. Það
eina, sem mér finnst slæmt
er þegar gamanleikarar not-
færa sér það vald sem þeir
hafa á rangan hátt. Eg trúi á
málfrelsi en það er svo auð-
velt og freistandi að gera
bara grín að minnihlutahóp-
um, eða fólkinu í salnum, en
ekki að sjálfum sér. Þarna
kemur gæðablóðið upp í
mér, ég er alltaf að hugsa
um það hvernig öðrum líður.
Hvað gerirðu helst þér til
afþreyingar?
Ég fer öðru hvoru í golf.
Og hverjir eru draumagolf-
félagarnir?
David Letterman, Oprah
Winfrey og Courtney Love.
Ég held að okkur myndi
koma ágætlega saman. Ég
þyrfti ekki að hafa neinar
áhyggjur af klæðaburðinum
því að ég veit að Courtney
myndi vera alveg eins og
drusla hvort sem er. Þess
vegna vildi ég hafa hana
með.
Þú átt tvo hunda, ekki
satt?
Jú, mikið rétt. Trevor er
Ijós Labrador og afskaplega
fallegur. Murphy aftur á móti
er svartur druslulegur rakki
sem ég fann á athvarfi fyrir
heimilislausa og yfirgefna
hunda. Hann er orðinn sætur
núna en þegar ég tók hann
að mér var hann virkilega
forljótur. Þeir voru að fara að
lóga honum þegar ég birtist,
greyið var svo aumingjaleg-
ur og ófríður. Það hafði líka
verið farið illa með hann áð-
ur en hann lenti á athvarfinu.
Ef ég ætlaði að strjúka hon-
um flúði hann. Ég skil ekki
fólk sem getur verið vont við
dýr. Núna er hann kátur og
hamingjusamur. Trevor var
upphaflega hjá nágrönnum
mínum en þau höfðu ekki
nógan tíma til að hugsa al-
mennilega um hann svo ég
bauðst til að taka hann að
mér. Ég er alltaf að þessu -
að laða þá að mér sem
þarfnast hjálpar. Hundarnir
mínir gefa skít í það hvort ég
er fræg eða ekki; og ég
meina það bókstaflega. Ef
þeir kúka á gólfið og ég
skammast yfir því hvað ég
hafi mikið að gera við að
vera sjónvarpsstjarna hlusta
þeir ekki á mig. En þeir elska
mig sem persónu, ekki sem
stjörnu.
Hvernig manneskja ert
þú?
Ég held að ég sé bara eins
og nágranninn hinum megin
við ganginn. Svona eðlileg,
heilbrigð manneskja. Sem
ég reyndar er, heid ég. □
34 VIKAN 9. TBL. 1995 '