Vikan


Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 25

Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 25
Þetta hjálpaði mér að ná átt- um í lífinu og öðlast á ný sjálfsvirðinguna sem ég hafði tapað fyrir meira en sjö árum. Þegar maður er hald- inn svo mikill biturð gagnvart einhverju eins og þessu kerfi, sem ég hef talað um, þá er óhjákvæmilegt að það hafi einhver áhrif á persónu manns. Ég þurfti á einhverju utan- aðkomandi að halda til að öðlast sjálfsvirðinguna á ný því ég bar ekki virðingu fyrir því, sem ég var að gera, og ekki fyrir þessari atvinnu- grein yfirhöfuð. Ég hataði það að vera leikari og ég virkilega skammaðist mín.“ Hvernig er þér innan- brjósts núna? „Það var boxið sem gaf mér sjálfsvirðinguna aftur þannig að mór líður bara vel núna. Ég gaf sjálfum mér tvö og hálft ár til að boxa. Það verður í síðasta sinn sem ég hætti. Ég hætti fyrir fimmtán árum en nú er ég þrjátíu og sjö ára gamall og get því ekki byrjað á ný í þriðja sinn.“ Hvað með framtíðina? Nú höfum við yfirleitt séð þig sem harðan gæja og nokkuð röff týpu. Er það þannig sem við komum til með að sjá þig í framtíðinni? „Það fer eftir því hvað þú meinar með þessari lýsingu. Ef þú ert að tala um náunga eins og Swartzenegger, Stallone og Van Damme þá held ég að það sé af og frá að hægt sé að líkja mér við þá. Ég leik alls ekki í hasar- myndum!" Nei, en geturðu ekki fallist á að persónur þínar hafi oft- ast verið náungar sem hafi látið hörkuna ráða þegar hlutirnir hafa ekki gengið eftir þeirra höfði? „Jú, það er að miklu leyti rétt og ég held að ástæðan fyrir því að þú lýsir þessu svona sé sú að ég er eins og ég er en ef vel er að gáð ættu allir að sjá í gegnum þessa töffarabrynju." ÉG ENDAÐI Á GÖTUNNI ÞVÍ ÉG GAT EKKI ORÐID ATVINNU- ÍÞRÓTTAMAÐUR Um hvað fjallar þessi mynd „Bullet"? „Hún er um þrjá bræður, sem eru gyðingar. Bullet, sem ég leik, var i raun til, fékk alnæmi af eiturlyfja- sprautu og er myndin tileink- uð honum. Við vorum mjög góðir vinir." Myndin er þá sannsögu- leg? „Já, og hann fékk alnæmið fyrir nokkrum mánuðum. Handritið er vonandi betra fyrir það að ég þekki mjög vel til sögusviðsins og það er skrifað svo til beint frá hjart- anu. Myndin fjallar um borg- aralega fjölskyldu sem býr í Queens í New York. Einn bróðirinn er geðveikur og á lyfjum og hinir tveir eiturlyfja- neytendur. Þetta ástand á bræðrun- um tveimur skapaði mikla pressu á Bullet, sem í upp- hafi var mikill íþróttamaður í grunnskóla og menntaskóla, en hann gat aldrei klárað námið þar sem það eina sem hann kunni voru fþrótt- irnar. Þetta er mjög algengur hlutur og er í rauninni ná- kvæmlega það sama og ég lenti í. Þar sem ég hélt ekki áfram námi varð ég aldrei at- vinnumaður heldur endaði á götunni eins og Bullet. Þetta gerist ekki bara í Bandaríkjunum heldur um allan heim þannig að þetta er þekkt fyrirbæri. Ég held að fólk geri sér yfirleitt ekki grein fyrir þessum hlutum. Krakkarnir eru keyrðir áfram af foreldrum sínum frá unga aldri en það er aðeins hluti af þeim sem einhvern tím- ann getur orðið atvinnu- menn. Margir þeirra stráka, sem ég ólst upp með og lék hafnabolta við, náðu aldrei að verða atvinnumenn og foreldrar þeirra urðu brjálaðir. Ég þekkti einnig stráka sem voru mikið i ruðningi og þegar þeim varð Ijóst að þeir gætu ekki orðið atvinnu- menn frömdu þeir sjálfsmorð. Sama má segja um boxara, sem ég þekki, og svo framvegis. Bullet endaði þvi með þvi að verða dópisti." Hvernig komstu í kynni við þessa fjölskyldu? „Ég var að lyfta lóðum í The Golden Gym og Bullet kom þangað, var að koma af trippi og þar hittumst við. Hann er að mála núna og skrifa. Þegar myndirnar hans hættu að seljast á sínum tíma fór hann að skrifa en það var ekki fyrr en eftir að ég hafði eytt nokkrum tíma í að semja með honum að rit- smíðarnar fóru að seljast. Núna er hann farinn að mála aftur og málar stanslaust. Hann er frábær málari. Hluti listrænna hæfileika hans er líkur Picasso, hluti líkur Dalí, hluti Míro og hluti Rubinstein sem einnig er hans nafn. Hann er algerlega brjálað- ur þegar hann málar og á það til að mála í allt að tólf daga í einu. Hann er mjög afkastamikill; getur málað um tuttugu og fimm málverk á mánuði.“ Áttu eitthvað af málverk- um eftir hann? „Ég á næstum öll hans verk og alltaf, þegar ég yrki Ijóð, málar hann myndir við þau á pappír.“ Gerirðu mikið af því að yrkja og um hvað? „Þegar þú hittir Rubinstein segir hann þér frá því.“ ÞARF AD VINNA UPP ALMENNINGSÁLITIÐ Mickey Rourke þurfti að bregða sér aðeins frá og á meðan spjallaði ég við leik- stjóra myndarinnar „Bullet" sem hafði verið í íbúðinni á meðan viðtalið fór fram en hafði ekki kynnt sig. „Ég heyrði að þú varst að spyrja hann um textagerð" segir leikstjórinn. „Ég get sagt þér að þeir hjá Warner bræðrum hringja oft í Mickey ef þeir eru í vandræðum með texta, sem leikararnir eiga að segja, og oftar en ekki kemur hann með frá- ■ „Ég þurfti að finna sjálfan mig, sjálfsvirðinguna og markmið til að vinna að en ég hafði misst sjónar á öllu þessu." bærar línur sem falla svo vel að efninu að það er eins og þær hafi alltaf átt þar heima. Það, sem kemur frá honum, ber þess keim að hafa ekki farið í gegnum sfu markaðs- hyggjunnar því oftast þekkir hann reglur leiksins." Hefur þessi mynd „Bullet" einhverja sérstöðu í huga Mickey? „Já, ég held að þessi mynd sé mjög mikilvæg fyrir hann persónulega því hann hefur sagt að núna sé sá tími runninn upp að hann sé kominn til baka fyrir fullt og allt til að starfa á sfnu sviði sem kvikmyndaleikari. Sá hjalli, sem hann þarf að komast yfir, er það viðhorf sem fólk hefur gagnvart hon- um þannig að það getur ver- ið á brattann að sækja. En þessi mynd er nokkuð sem hann leggur sál sína alger- lega í og hún jaðrar við að vera fjölskyldumál fyrir hann. Mickey hefur einnig vakið áhuga margra góðra leikara á að taka að sér hlutverk í myndinni." Geturðu nefnt ein- hver nöfn? „Það er ekki búið að ganga frá samn- ingum við neinn en við höfum mikinn áhuga á að Tony Curtis og Sally Wint- ers verði ráðin til að leika foreldrana og Teddy Beans, sem lék fjöldamorðingjann og skinnskraddarann í „The Silence of The Lambs“, leiki geðveika bróð- urinn en ekki er alveg búið að finna fólk í öll hlutverkin." Mickey er greinilega mað- ur sem ræður yfir mikilli orku og virðist vera skapmaður. Er það eitthvað sem skiptir máli og þarf jafnvel að ótt- ast? Mættur til viðtals við blaöamenn utandyra - skrautlegur í meira lagi. 9. TBL. 1995 VIKAN 25 KVIKMYNDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.