Vikan


Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 62

Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 62
SALRÆN SJONARMIÐ FRH. AF BLS. 60. ast. Það er alltaf rangt að áreita aðra. Þegar svo áreit- ið tekur á sig jafn óþægileg- ar myndir og það hefur gert í Steilu tilviki, þá er auðvitað eðlilegt að sá, sem fyrir því verður, missi þolinmæðina og ákveði að finna leiðir út úr ástandinu. Stella hefur sagt manninum að hún óski ekki eftir frekara áreiti en hann lætur sér ekki segjast. Hún á ekki annarra kosta völ en að segja til hans. TENGDAMAMMA OG EIGINMAÐUR Það er auðvitað óþægilegt fyrir Stellu að þurfa að segja manninum sínum og tengda- móður frá þessu áreiti, en hún verður að gera það. Það er einfaldlega rangt að hún geri það ekki. Tengdamóðir hennar á heimtingu á að fá að vita að maðurinn hennar er að fara á bak við hana á þennan hátt. Hann vanvirðir traust hennar og trú á heið- arleika hans. Eins er áríð- andi að maðurinn hennar geri sér grein fyrir siðblindu föður síns. Það er ömurlegt fyrir þau bæði að faðir og eiginmaður skuli fara með þessum hörmulega hætti á bak við sitt fólk. SVIKAMYLLA OG EINKAMÁL Vissulega verður þetta ekki gert áfalla- og þrauta- laust. Það má búast við að allt fari upp í loft og það myndist mikil spenna í fjöl- skyldumynstrinu. Málið er þó bara það að það á enginn að komast upp með svona svikamyllu án þess að það upplýsist og viðkomandi sé látinn taka einhverjum afleið- ingum af framkomu sinni. Það er óraunhæft og alrangt að Stella sitji ein og óstudd uppi með þessa óþægilegu staðreynd, enda er þetta ekki einkamál hennar. Þetta er mál hinna líka, ekkert síð- ur en hennar. SIÐBLINDA OG DÓMGREINDARLEYSI Stella spyr hvort það geti verið að tengdapabbi hennar sé eitthvað bilaður. Hugsan- lega má kalla þetta bilun, en varla þegar dýpra er skoðað. Málið er að þegar persóna beitir aðra þvingun, sem ásetningur liggur á bak við, þá er framkvæmdin meðvit- uð og venjulega vel út hugs- uð. Líklegt er að maðurinn sé siðblindur og greini ekki mun á réttu og röngu og þess vegna sjái hann ekkert athugavert við framkomu sína. Maðurinn er frekur og er auk þess dómgreindar- laus. Þess vegna er áríðandi að Stella segi frá hegðun hans og sé ekki að kljást við þennan vanda alein. Hún hefur engu að tapa. FÓRNARLÖMB OG SJÁLFSÖRYGGI Það er alveg Ijóst að þeg- ar við erum að kljást við sið- blindingja þá þurfum við ekki sjálf að bjóða upp á neina þá hegðun sem skýrir hvers vegna viðkomandi gengur yfir okkur. Valdníðingar hafa tilhneigingu til að velja fórn- arlömb sem þeir álíta að hafi lítið viðnám og takmarkað sjálfstraust. Ef sjálfsmat Stellu og tiltrú á eigin pers- ónu er léleg þá er útgeislun hennar viðkvæm og óörugg. Það gæti freistað siðblind- ingja. Hann myndi síður þora að beita sér við einstakling sem er sterkur og sem rignir upp í nefið á vegna sjálfsör- yggis og vissu um eigið ágæti. Slíkt gæti verið of áhættusamt að hans mati. SÁLFRÆÐINGUR OG SÁLRÆN STYRKING Stella ber ekki ábyrgð á hegðun mannsins og getur ekki sakast við sjálfa sig þótt maðurinn sé svona nauða- ómerkilegur. Hann velur þetta atferli sjálfur og dregur hana nauðuga inn í það. Hún mætti hins vega athuga þann möguleika að fá hyggi- lega og uppbyggilega sál- ræna styrkingu hjá góðum sálfræðingi. Sérstaklega til þess að fyrirbyggja sitt eigið óöryggi og til þess að fá endanlega úr vissu fyrir því að hún þurfi ekki að vera óeðlileg þótt hún lendi í að- stöðu sem þessari. Það er einfaldlega maðurinn sem hegðar sér afbrigðilega og rangt en ekki hún. SEKTARKENND OG RANGHUGMYNDIR Hvað varðar sektarkennd- ina þá er ósköp eðlilegt að hún láti á sér kræla. Sérstak- lega vegna þess að Stella er með svo lágt sjálfsmat. Eins er það staðreynd að þegar við leynum hegðun sem þessari þá sköpum við veru- leg innri óþægindi hjá okkur sem erfitt er að uppræta og útlista hvernig hegða sér. Ósjálfráð sektakennd og skammartilfinning Stellu hafa þó trúlega áhrif á að ýta undir ranghugmyndir hennar um eigið ágæti. Þess vegna m.a. sér hún ekki svo auð- veldlega leið út úr þessu grófa og óviðkunnanlega áreiti sem hún er að kljást við af völdum tengdaföður- ins. Sálfræðingur myndi skýra þetta fyrirbæri óþægi- legra tilfinninga í kjölfar áreit- is betur út fyrír Stellu ef hún sneri sér með vanda sinn til hans. LÚMSKUR OG ÓSKAMMFEILINN Ef við íhugum framkomu mannsins lítillega, þá er aug- Ijóst að hann sér ekkert at- hugavert við hegðun sína. Hann heldur áfram að trufla líf Stellu þrátt fyrir aðfinnslur hennar. Hann er að brjóta á henni, syni sínum og eigin- konu sinni með framferði sínu. Hann fer á bak við þau og lætur sem allt sé eðlilegt þótt hann sé á lúmskan og óskammfeilin máta að grafa undan hamingju þeirra og til- finningum. Við höfum engan rétt til þess að troða okkur inn í líf hvert annars, með því t.d. að neyða hvert ann- að til samskipta, hvort sem okkur fellur við þau eða ekki. AÐÞRENGD OG ILLA STEMMD Til þess að Stella geti beitt kröftum sínum á eðlilegan hátt, verður hún að taka á sig rögg og láta ekki staðar numið. Hún á lífið framund- an og þarf mikla orku til þess að geta sinnt börnunum sín- um og heimili á eðlilegan hátt. Eins og hennar lífi er háttað í dag er hún að- þrengd og illa stemmd og lifir í stöðugum ótta við það að tengdafaðir hennar nái fram neilægum vilja sínum gagn- vart henni. Þetta eru að- stæður sem eru óviðunandi og þess vegna mikilvægt að takast á við ástandið og leysa það. TENGDAFAÐIRINN OPINBERAÐUR Auðvitað, eins og áður sagði, má búast við spreng- ingu þegar hún segir frá þessu. Við því er ekkert ann- að að gera en að takast á við þær óþægilegu tilfinning- ar og hugsanir sem geta komið í í kjölfar þess að við opinberum framferði eins og þetta. Það er þó betra að takast smátt og smátt á við óþægindin en að vera yfir sig hræddur og illa að- þrengdur vegna þess að við erum að fara í gegnum at- ferli sem okkur fellur ekki við og við kærum okkur ekkert um. Þetta er áríðandi að hafa í huga. AFLEIÐINGAR RANGRA FRAMKVÆMDA Hegðun hans er mjög nið- urlægjandi fyrir hin tvö sem tengjast framferði hans. Það er því áríðandi að þau séu látin vita hvað er í gangi. Það er það mikilvægt að það er full ástæða til að það sé gert strax. Hin tvö verða að takast á við svik hans á sinn hátt. Stella á ekki að sleppa manninum við afleiðingar framkvæmda sinna með því að bera þetta ástand ein innra með sér án þess að segja þeim sem málið er líka viðkomandi frá sannleikan- um. Tengdafaðirinn á barna- börn sem eiga sinn rétt og hann er jafnframt öðru að grafa ranglega undan þeirra lífsforsendum með þessari hegðun sinni. Hann íþyngir móður þeirra og veldur því að hún getur ekki um frjálst höfuð strokið. Hann ögrar öllu fjölskyldumynstrinu án trega. NEI ÞÝÐIR EKKI JÁ Samskiptasjónarmið mannsins eru alvarlega brengluð og valda því á ein- hvern hátt tjóni fái þau líf. Við getum ekki byggt ham- ingju okkar á óhamingju annarra. Eða, eins og unga konan sagði eitt sinn af al- varlega gefnu tilefni: „Elsk- urnar mínar, við erum að viðhalda vanþroska hvert annars ef við látum ófull- komið fólk komast upp með það að troða á okkur. Við eigum að segja nei þegar það á við. Það þarf ekkert hugrekki til þess að gefa eftir á vitlausum stöð- um, en það þarf töluvert hugrekki til að segja nei þegar það á við og muna að nei þýðir aldrei já.“ Með vinsemd, JÓNA RÚNA 62 VIKAN 9. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.