Vikan


Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 28

Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 28
ALÞJOÐLEGA UTVARPS- OG SJONVARPS- Glæsileg, hvít bygging í hjarta borgarinnar Montreux í Sviss minnir helst á rándýrt hótel. Byggingin er á besta stað í þessari vinsælu borg og útsýnið heldur ekki ama- legt; glæsilegir Alparnir á aðra hönd, á hina spegils- létt og fagurt Genfarvatn- ið. í nágrenninu búa margir heimsþekktir leikarar og lista- menn á borð við David Bowie, Quincy Jones, Nastössju Kinski, og Peter Ustinov. En hér er þó ekki um að ræða hótel heldur al- þjóðlegan skóla fyrir þá er vilja læra allt um starfsemi útvarps og sjónvarps, sem og um fjölmiðlun og blaðamennsku ýmiss konar. Alþjóðlega útvarps- og sjón- varpsakademían í Montreux sem hér um ræðir var sett á laggirnar haustið 1993, en um eins árs strembið nám er að ræða. Fyrstu nemendurnir, 12 talsins, hófu þar nám haustið 1994, en meðal þeirra er íslendingurinn Ragnar Halldórsson. Ragnar, sem er 27 ára, hóf fjölmiðlaferil sinn sem umsjónarmaður unglingaþátta hjá Sjónvarpinu, en síðan hefur hann aðstoðað við upptökur, auk þess sem hann hefur gert eigin sjónvarpsþætti. Nýjasta afurð Ragnars eru sjónvarpsþættirnir íslenskir hugvitsmenn. En hvað hefur útvarps- og sjónvarpsakademían upp á að bjóða og hvers vegna kaus Ragn- ar að fara þangað til náms? Blaðamaður hitti Ragnar að máli í Montreux og ieitaði svara við því. ■FYRIR| UTVARPS- varpsvinnu. Tvær náms- greinar í senn séu teknar fyrir í tvær til þrjár vik- ur og OGSJÓNVARPS- FÓLK FRAM1ÍDAR- u m leið og ég heyrði, af því að verið væri að stofna skólann varð ég mjög spenntur fyrir því námi sem þar stóð til boða. Ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á að mennta mig frekar á þessu sviði og því fannst mér þessi skóli al- veg kjörinn fyrir mig, þar sem mikil áhersla er lögð á starf og stjórnun innan fjöl- miðla. Ég er auðvitað með- vitaður um að ég er á fyrsta starfsári skólans, en því fylgja bæði kostir og gallar. Þannig hef ég fylgst með því hvernig skólínn er að mótast og eitt er víst að það er al- vörufólk sem bæði starfar við og stendur á bak við hann. Maður finnur að það er verið að koma einhverju á fót og það er afar áhugavert að vera þótttakandi í því. Hins vegar eru ekki allir hlut- ir starfseminnar smurðir ennþá, það hefur t.d. vantað uppá tækniaðstöðu, en mað- ur veit að þetta tekur 2-3 ár að verða endanlega tilbúið", segir Ragnar Halldórsson. SKÓLI FYRIR AUÐKÝFINGA? Ragnar segir að þó að bestu skólar í útvarpi og sjónvarpi séu e.t.v. í Bandaríkjunum, þá sé skólinn í Montreux sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum, sem kenni allar hliðar útvarps- og sjón- kennaraliðið samanstandi af fólki, hvaðanæva að úr heimin- um, sem standi mjög framar- lega f greininni. Þannig séu kennar- ar ekki hefðbundnir háskólaprófessorar heldur fólk sem miðlar af reynslu sinni í útvarpi og sjónvarpi og kemur með hið raunverulega and- rúmsloft inn í skólann. Það sem vanti svo uppá geti nemendur fundið í gögn- um sem þeim sé vísað á. Ragnar bætir því við að Skólastjórinn Aleksandar Todorovic. nám við útvarps- og sjón- varpsakademíuna sé gífur- lega dýrt, árið kosti tæpar tvær og hálfa milljón. Ragnar tekur það hins vegar fram að nám við þennan tiltekna skóla henti ekki fyrir alla. En hvað með atvinnumögu- leika að svona dýru námi loknu? „Það er eflaust sama hvert maður fer utan að læra, það bíður allra mikil óvissa um það hvað tekur við. Það er hins vegar slæmt ef menn fá ekki góða vinnu eftir dýrt nám. í mínum skóla er lögð áhersla á tengsl við fólk og fyrirtæki innan þess ramma sem skólinn nær yfir og því opnast þar strax leiðir fyrir nemendur að kynna sig og koma sér á framfæri. Svo er það eitt af markmiðum aka- demíunnar að hún leggi sig fram við að hjálpa nemend- um sem útskrifast að fá vinnu, ef því er að skipta. Skólinn er þegar í nánum tengslum við sjónvarps- stöðvar í Evrópu og t.d. má nefna að helsti samstarfs- aðilinn er einmitt Samband evrópskra sjónvarpsstöðva í Genf. Ég er því nokkuð viss um að ég fái aðstoð skólans við að leita mér að starfi í Evrópu, ef svo ber undir. Kennarar kynnast nemend- um mjög vel, þeir eru fljótir að sjá hvar hæfileikar fólks liggja og leggja sig fram við að ýta undir og hvetja nem- endur í því sem þeir gera. Ég held að lykiliinn að ár- angri sé áhugi og ýtni. Með slíkt í farteskinu er auðvelt að fá veittan stuðning til að koma sér áfram innan þessa geira“. En telurðu að það hafi hjálpað þér í náminu að hafa þegar öðlast ákveðna reynslu af sjónvarps- starfi? „Já, það finnst mér. Við vorum einmitt í einu fagi þar sem kennd voru undirstöðu- atriði í sjónvarpsþáttagerð. Það var frekar einfalt vegna þess að ég þekkti til, en engu að síður þurfti ég að læra mikið því það var búið að pakka saman alls konar upplýsingum sem ég hafði ekki sjálfur rekist áður á. Námið í skólanum er reynd- ar mjög fræðilegt, en það sem gerir það praktískt er nærvera kennaranna sem starfa innan geirans. Maður fær það einhvern veginn á tilfinninguna að þetta fræði- lega hljóti einnig að vera mjög praktískt. 28 VIKAN 9. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.