Vikan


Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 11

Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 11
Ef maður ætlar að ná langt sem módel þarf maður að vera öruggur með sjálfan sig. Það er ekki aðalatriðið að vera fallegur því oft er verið að leita að mönnum með sérstakt útlit, einhverjum séreinkennum." GUÐJÓN VILHJÁLMS- SON, sem er aðeins 19 ára, hlaut eldskírnina sem módel í sumar. Hann dvaldi í fimm vikur í Mílanó, borg fyrirsæt- anna, þar sem samkeppnin er gífurlega hörð. Fyrir réttu ári sótti Guðjón, ásamt unnustu sinni, nám- skeið hjá Módelsamtökunum og tók þátt í sýningu á veg- um þeirra. Skömmu síðar fékk hann boð um að spreyta sig hjá Globe módel- skrifstofunni í Mílanó þar sem hann öðlaðist dýrmæta reynslu. Núna starfar hana fyrir nýjustu módelskrifstof- una á íslandi, Eskimo models. Hann taldi meiri möguleika á fá verkefni hjá þeim en Módelsamtökunum. „Það kom mér í opna skjöldu hvað fólk á Ítalíu var opið. Allir heilsuðu með því að kyssa mig á báðar kinnar en það tók nokkra daga að venjast þessu og hreinlega inn er komið því stílisti sér um allar stöður. Það eina, sem maður þarf að geta, er að setja upp ákveðið „look“ og vera afslappaður. Er eitthvað ákveðið útlit vinsælla en annað? Er til dæmis kostur að vera Ijós- hærður og bláeygur fremur en dökkhærður og þrekinn? „Þótt ég sé frekar grannur var ég beðinn um að fara í megrun til að kinnbeinin yrðu meira áberandi. Það er kost- ur að vera langleitur og þótt kinnbeinin séu þokkalega áberandi er andlitið yfirleitt farðað til að undirstrika lín- urnar enn frekar. Á Ítalíu eru módel frá Norðurlöndunum mun vinsælli en ítölsk módel því þau þykja of venjuleg. Norræna útlitið, Ijóst hár og blá augu, er yfirleitt vinsælt. Framleiðendur þekktustu fatamerkjanna eru nánast alltaf með ákveðnar skoðan- ir um hvaða módel henti best til að auglýsa fötin. Og oft er verið að segja ákveðna sögu með myndun- um. Ég myndi ekki henta í hvaða sögu sem er, ef út í það er farið. Annars er það oft spurning um heppni hvort maður fær „Flest módel ganga í bæði störfin og mér finnst kostur að gera hvorutveggja. Við það öðlast ég reynslu og fæ tilbreytingu. Sýningarnar í Mílanó eru tvisvar á ári og standa yfir f viku í senn. Hönnuðirnir óska þá eftir að fá að skoða ákveðin módel sem þeir skoða vandlega. Yfirleitt er þetta mjög ópers- ónulegt því maður er látinn ganga einu sinni til tvisvar fyrir framan þá og síðan eru þeir álitlegustu beðnir um að koma aftur. Ég komst inn á tvær sýningar og þótt ég hafi verið stressaður í upphafi fannst mér þetta lærdóms- ríkt. Hlutirnir þurfa að ganga svo hratt fyrir sig baksviðs og maður er eins og hengd- ur upp á þráð. Buxurnar eru kannski nældar saman og ef ég beygi mig til að reima skóna getur allt sprungið ut- an af mér.“ Hagnaðist þú fjárhagslega af dvölinni í Mílanó? „Nei, ég tapaði á henni en mér finnst það ekki aðalat- riðið svona í upphafi. Um- boðsskrifstofan erlendis fær helming allra greiðslna en hún greiðir móðurskrifstof- unni 10% af þeim hlut. Skatt- „Líklega við Armani eða Versace. Það er draumur- inn.“ Kom þér eitthvað á óvart á Ítalíu? „Það er alveg Ijóst að þeg- ar maður er ungur og óreyndur er fólk í þessum bransa að reyna að notfæra sér mann. Bæði skrifstofan úti og aðrir. Svo eru margir hommar f kringum þetta á ít- alíu. Mér var t.d. einu sinni boðið far en þegar ég af- þakkaði reyndi maðurinn að draga mig inn í bílinn. Fé- laga mínum var boðin góð vinna ef hann yrði „sam- vinnuþýður". Maður verður að vera varkár í þessu eins og öðru.“ Hvaða möguleika áttu úti í hinum stóra heimi? „Ákaflega litla um þessar mundir því ég er svo ungur. Þeir kölluðu mig bambínó á Ítalíu. Ég verð bara að bíða og sjá hvernig andlitið eldist. Þegar ég verð orðinn 25 ára get ég frekar velt fyrir mér einhverjum möguleikum en ég held að ég verði aldrei stórt nafn í þessum bransa. Ég ætti kannski möguleika á að lifa af þessu en ég legg ekki mikið upp úr því. Módel- co O > 70 CO —I o 70 MIG BAMBÍNÓ' M taka upp þetta háttalag. Ég átti ekki nema fimm eða sex; myndir í möppunni minni þegar ég fór út en þær höfðu verið teknar á íslandi. ítölun- um fannst myndirnar gagns- lausar því þeir vilja hafa ákveðna stemmningu í myndum. Globe sendi mig því í myndatöku og ein af myndunum verður á forsíðu þýska tímaritsins Envelope. Ég fæ reyndar ekkert borgað fyrir það en lít á það sem kynningu. Það dugar ekki að mæta ( eigin persónu í viðtöl og reyna að koma sér þannig á framfæri því þetta snýst um það hvernig maður myndast, hvort maður er afslappaður fyrir framan vélina. Það er ekki öllum gefið. Annars er maður í rauninni eins og ómótaður leir þegar á hólm- eitthvað að gera. Það tók mig tima að komast inn í rú- tínuna og vita við hvern ætti að tala til að koma sér á framfæri. Ég var svo hepp- inn að kynnast Ijósmyndara sem hjálpaði mér töluvert. Ég leigði íbúð, ásamt þremur öðrum módelum, á vegum Globe en ég var sá eini sem fékk einhver verkefni. Þarna var til að mynda strákur frá Danmörku sem hafði verið á forsíðum helstu tímarita í heimalandinu en hann fékk ekkert að gera á Ítalíu. Hafi maður áhuga á að ná sér í góðar myndir eru London og Mílanó besti vettvangurinn en New York og Japan eru kannski helstu staðirnir fyrir þá sem eru komnir með góða möppu.“ Er það sjálfgefið að módel gefi sig Ifka f sýningastörf? urinn fær um 20% og þá eru 30% eftir handa módelinu.“ Hver eru laun karlmódela miðað við fyrirsæturnar? „Þau eru mjög lág en aftur á móti eru laun bestu og þekktustu fyrirsætanna stjarnfræðileg. Ekkert karl- módel verður nokkurn tím- ann eins frægt og Cindy Crawford, svo ég nefni dæmi. Ég spurði eitt sinn hver væri frægastur og við- komandi spurði til baka hvort ég meinti frægastur eða rík- astur. Sá frægasti hefur ekki efni á að koma á sýningarn- ar í Mílanó þvf hann vinnur mest fyrir tímaritin sem borga illa. En sá ríkasti býr líklega í Þýskalandi og fæstir vita hver hann er.“ Við hvaða merki vildir þú helst láta tengja andlit þitt sem módel? bransinn er ekki sá heimur sem mig langar til að lifa í því þar er komið fram við mig sem útlit frekar en pers- ónu. Fólk vill breyta manni miðað við þau verkefni sem eru fyrirliggjandi og það verður þreytandi til lengdar. Ég stefni á að Ijúka námi í FB næsta vor og síðan ætla ég í læknisfræði. Því námi gæti ég lokið 26 ára gamall og þá ekki óhugsandi að reyna að vinna fyrir sér sem módel samhliða framhalds- námi í útlöndum. En ég gæti alveg hugsað mér að vinna við þetta næstu sumur því það gefur mér tækifæri til að skoða heiminn. Núna er ver- ið að reyna að útvega mér samning í Japan en námið gengur alfarið fyrir." □ m X xr o 70 o 7X1 70 xr 70 >' z CO co o z 9. TBL. 1995 VIKAN 1 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.