Vikan


Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 47

Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 47
STJÖRNUSnÁ FYRIR OKTÓBER HRÚTURINN 21. mars - 20. apríl Eðlilegur fylgifiskur umbreyt- inga eru sveiflur í sjálfsmyndinni. Stundum finnst þér þú vera sjálfs- traustið uppmálað en síðan fer allt á hvolf og efasemdir ryðja sér til rúms. Á slíkum stundum er mikilvægt að þér þyki þú ekki þurfa að ákveða neitt eða aðhafast í fljótfærni og sért meðvituð um það. Fullt tungl þann 8. og nýtt tungl þann 24. benda til ring- ulreiðar sem endurspeglar á sinn hátt þína eigin óvissu. Með réttu viðhorfi ættirðu að geta notið þessara at- burða, aðalatriðið er að þú skuldbind- ir þig ekki til neins í mánuðinum þrátt fyrir margvísleg og freistandi gylliboð. NAUTIÐ 21. apríl - 21. maí Allskyns átök liggja í loftinu og þér gæti virst óumflýjanlegt að dragast inn í þau. Svo er þó ekki, átökin hafa engan tilgang og þú skalt forðast allt af slíkum toga. Taktu ákveðna afstöðu alltaf þegar þörf er á því en ræktaðu síðan þinn eigin garð; bæði gagnvart öðru fólki og í vinnunni. Til að svo megi verða þarftu að beita töluverðum sjálfsaga en uppskerð svo sem til er sáð eftir þann 23. þegar sólin kemur inn í nautsmerkið. Fyrir þolinmæði og liþ- urð munu aðrir kunna þér þakkir. TVÍBURARNIR 22. maí - 22. júní Staða sólarinnar felur í sér skemmtun, afslöppun og jafnvel ást- arævintýri en einnig að talsverðum fjölda spurninga þurfi að svara. Það gæti ef til vill stafað af því að þú haf- ir breytt um lifnaðarhætti. Að minnsta kosti ertu komin að vendip- unkti í lífinu og þrátt fyrir að þú sért í óvissu um framtíðina þá skaltu ekki gefa eldri drauma og þrár upþ á bát- inn. Þetta kann að reynast óþægi- legt en er engu að síður ómissandi hljómur í forleiknum að tónverki framtíðarinnar. KRABBINN 23. júní - 23. júlí Loks sér fyrir endann á þeim hindrunum sem hafa staðið í vegi fyrir frama þínum undanfarið. Fram- undan eru betri tímar, annað hvort í einkalífinu eða í vinnunni. Þangað liggur þó ekki beinn og breiður veg- ur heldur bæði ójafn og krókóttur. En gefstu ekki upp þrátt fyrir það. Um síðir muntu snúa öðrum á sveif með þér og eiga þar af leiðandi auð- veldara með að ráða fram úr ýms- um vanda. LJÓNID 24. júlí - 23. ágúst Þú munt standa frammi fyrir alíerfiðum sþurningum í mánuðinum og þeim verður ekki fljótsvarað svo vel megi vera. Taktu þér tíma til þess að meta stöðu þína, skoðanir og viðhorf til annarra. Fyrir áhrif sól- ar og Úranusar áttu eftir að koma auga á farsælar úrlausnir vanda- mála þrátt fyrir að þær virðist fyrst í stað fáránlegar. Það getur haft í för með sér að þú þurfir að gera upp við fortíðina eða líferni þitt þessa dag- ana sem síðan gæti leitt til framfara á tilteknum sviðum. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Fjármálin þessa dagana snúast ekki aðallega um krónur og reka á reiðanum. En þú skalt flýta þér hægt því fullt tungl í merkinu þendir til að ýmsar breytingar verði brátt á högum fólks í kringum þig. Gættu að því hverjum þú treystir best og leyfðu þeim að ráða ferðinni um sinn. SPORÐDREKINN 24. okt. - 22. nóv. _ Átakamáninn Mars og ráð- andi stjarna þín, Plútó, mætast í okt- óbermánuði og nýtt tungl fylgir í kjöl- farið. Þessi atburðarás veitir þér tækifæri til þess að gera upp við for- tíðina. Hugmyndaauðgistjarnan Merkúr stuðlar siðan að því að þú sérð ýmsar sjálfsblekkingar í eigin fari og hugmyndum. Þegar þú gerir þér grein fyrir þessu þykir þér að nú getirðu loks um alfrjálst höfuð strok- ið. Leyfðu síðan hverju atviki fyrir aura. Veltu fyrir þér i hvað pening- arnir fara frekar en hversu miklu þú eyðir. Gætirðu nýtt fjármuni þína betur en notið þeirra engu að síður? Með fullu tungli þann 8. verða straumhvörf og ýmis sund opnast sem þangað til eru lokuð. Engu að síður þarftu að taka erfiðar ákvarð- anir og sætta þig við þau takmörk sem þér eru sett. VOGIN 24. sept. - 23. okt. Með sólina og Venus í vog- armerkinu hefurðu tiltekið forskot og þá er freistandi að Ijúka ýmsum mál- um sem hingað til hafa verið látin viðfangsefni af öllu tagi. Staða stjarnanna bendir síðan til þess að um þessar mundir láti þér ekki endi- lega best að láta hendur standa fram úr ermum. Allt hefur sinn tíma og framundan eru svo miklar breyt- ingar að orrustur unnar núna munu síðar ekki verða metnar að verðleik- um. STEINGEITIN 22. des. - 20. janúar l októbermánuði verða um- talsverð tímamót í ferli endurskipu- lagningar á lífi Steingeita. Þá munu margir hvetja þig til þess að láta nú til skarar skríða en sem vitur og var- kár Steingeit veistu að kapp er best með forsjá. Taktu eitt skref í einu. Svo margt, sem þú átt aðild að, er að taka breytingum sem þú þarft að fylgjast með gaumgæfilega. Til þess þarftu að sá talsverðu magni af þol- inmæðifræjum en munt síðan upp- skera samkvæmt því. Mundu að láta ekki óvænt og óútreiknanleg at- vik raska sjálfstraustinu. Þegar til lengri tíma er litið mun það einmitt vera hið óvænta og stuðningur ann- arra sem veita til þín tækifærum til hamingju og velfarnaðar. VATNSBERINN 21. janúar - 19. febrúar Mánuðurinn verður allfjörug- ur. Settu upp uppgötvunargleraugun því margt nýtt mun skjóta upp kollin- um þar sem þú ferð og taktu mark á nýjum hugmyndum að námi eða ferðalögum. Þú þarft að ákveða þig áður en nýtt tungl (sumartungl) verður þann 24. í Sþorðdrekamerk- inu, merki umbreytinga. Það sem nú er að gerast er í einhverjum tengsl- um við stöðu mála þegar nýtt tungl varð fyrir hálfu ári síðan (vetrar- tungl), þann 29. apríl. Þú ert nú reiðubúin til þess að kveðja fortíðina og halda ótrauð inn í framtíðina. sig að leiða þig inn f nýja tíma. Og staða Venusar felur í sér umtals- verðar líkur á því að ástin verði þar í stóru hlutverki. BOGMAÐURINN 23. nóv. - 21. des. Meginmálefni mánaðarins eru mismunandi skoðanir þínar og annarra á þvf hvað geti talist mögu- legt. Merkúr er hnígandi fram til 14. og gæti valdið því að þangað til reynist þér erfitt að binda endahnúta í erfiðum málum. Mars kemur síðan inn í Bogmannsmerkið þann 20. og þá áttu auðveldara með að nálgast FISKARNIR 20. febrúar - 20. mars Þig langar mikið til þess að réyna eitthvað nýtt þessa dagana en þrátt fyrir það skaltu fyrst ganga frá þeim fjármálum sem tengjast einhverjum nákomnum þér. Fullt tungl þann 8. bendir til þess að snurða hlaupi á þann þráð og lausn finnist ekki fyrr en um miðjan mán- uð. Þú skalt leyfa þeim tíma að líða án þess að hafast mikið að því ým- islegt mun gerast þangað til sem hefur áhrif á endanlega útkomu. Þá geturðu skýlaust sett fram hug- myndir þínar. STJÖRNUSPÁ Á FRÓÐA-UNUNNI: 9041445 Þar getur þú heyrt iiliiia'lisdagtisjjá og mmantíslui sj)á Verð 39,90 niúiútan. 9. TBL. 1995 VIKAN 47 STJORNUSPA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.