Vikan


Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 29

Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 29
Það sem ég er í raun og veru að læra er hvernig á að stjórna og stýra útvarps- og sjónvarpsstöðvum, auk þess sem ég læri einnig grund- vallaratriði í starfi innan þessara miðla. Þetta er því afar fjölbreytt nám sem nær yfir mörg svið og nemendur geta svo seinna sérhæft sig á því sviði sem þeir kjósa. Meginmarkmið skólans er að mennta nýja kynslóð þeirra er vilja starfa innan og stýra þessum miðlum. Fyrir þá sem vilja t.d. eiga við gæðaframieiðslu fyrir sjón- varp af einhverri alvöru, ekki bara einbeita sér að gerð poppmyndbanda, þá held ég að þetta nám sé mjög gott. Að þessu námi loknu lang- ar mig að mennta mig enn frekar í þessari grein, eða annarri henni tengdri. Það heillar mig að starfa einhvers staðar á meginlandinu í framtíðinni. Ég er nú ekki nema 27 ára þannig að það getur verið spennandi að kanna hvað aðrar þjóðir hafa uppá að bjóða. Hins vegar er það á langtímaáætluninni hjá mér að reyna að fá gott starf við þetta fag á íslandi. Það lítur út fyrir að ég muni fá tækifæri til að gera heim- ildarmynd um Sviss, en skól- inn hefur hvatt mig til þess. Ég ætla að reyna að selja efnið til sjónvarpsstöðva og t.d. hefur sjónvarpsstöðin ARTE lýst yfir ákveðnum áhuga á verkefninu. Það er því óneitanlega hvetjandi þegar ég fæ svona stuðning og í raun er óg byrjaður að leggja línurnar og starfa að þessu verkefni", segir Ragn- ar Halldórsson. ÞÖRFIN VAR BRÝN. Aleksandar Todorovic er skólastjóri útvarps- og sjónvarpsakademíunnar. Todorovic, sem er Serbi, á að baki langa reynslu við sjónvarpið í Belgrad, en um árabil gegndi hann einnig formennsku hjá tækninefnd Sambands evrópskra sjónvarps- stöðva. Hvað segir hann um stofnun skólans í Montreux, hvers vegna var ákveðið að koma honum á laggirnar? „Hugmyndin að skólanum er komin frá Sambandi evr- ópskra sjónvarpsstöðva. Menn töldu að brýn þörf væri á að stofna faglegan skóla í Evrópu, sem byði uppá bestu aðstæður til útvarps- og sjónvarpsmenntunar. Fé- lagslegar og tæknilegar breytingar, auk breytts um- hverfis, hafa verið svo örar undanfarin ár í Evrópu að mönnum fannst vanta ein- hvern vettvang sem gæti þjálfað fólk í að takast á við þessar breyttu aðstæður. Út- varps- og sjónvarpsfólk framtíðarinnar verður að vera fært um að þekkja þá heild sem fjölmiðlun er hluti af, auk þess sem það verður á sama tíma að geta sérhæft sig á sínu sviði. Þetta eru þær meginhugmyndir sem liggja að baki skólanum í Montreux", segir Todorovic, skólastjóri útvarps- og sjón- varpsakademíunnar. „Samband evrópskra sjón- varpsstöðva styður dyggi- lega við bakið á okkur og tekur þátt í að þróa starf- semina, sem miðar að því að útskrifa kynslóð fólks sem er reiðubúið að stýra og taka þátt í að móta útvarp og sjónvarp. Fólk með þá menntun sem við bjóðum uppá á, að okkar mati, að geta fengið góða vinnu í framtíðinni. í Evrópu hafa átt sér stað miklar breytingar á fjölmiðlamarkaðnum þar sem margar stórar stöðvar hafa iitið dagsins Ijós. Það hefur sýnt sig í Ijósi þeirrar reynslu að það er leitun að vel menntuðu fólki innan þessa geira, enda reyndust allir sammála því að bregð- ast við þörfinni með því að setja akademíuna á stofn,“ segir skólastjórinn. „Við erum afskaplega ánægðir með þá reynslu sem komin er nú þegar fyrsta starfsárið er hálfnað. Allt hefur gengið að óskum og við höfum fengið afar áhugasama nemendur til liðs við okkur. Við gerum okkur þó fyllilega grein fyrir því að næstu 2-3 árin fara í að koma hlutum í fastari skorður og meta það sem betur má fara. En við erum bjartsýnir á að skólinn sé kominn til að vera“. □ Ragnar í einu af tækjaher- bergjum skól- ans. „Enn vant- ar eitthvað uppá tækniað- stöðu, en mað- ur veit að þetta tekur 2-3 ár aö veröa endan- lega tilbúiö.“ Glæsileg skólabygging. „Verndarar skólans eru allir nafntogaóir einstaklingar úr heimi sjónvarps og útvarps. Eru I þar nöfn á borö við Peter Ustinov, Quincy Jones, Walter Cronkile og Akio Morita". 9. TBL. 1995 VIKAN 29 NAM ERLENDIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.