Vikan


Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 49

Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 49
 :rp ~Y7 “\ nS 1 'l Sól skín í heiði yfir Kirkjubæjarklaustri og í fjarska liggur jökull- inn fram á lappir sínar. Tony situr fyrir framan matartjald tónlistarfólksins sem kemur fram á Uxa. Hann er í góðu skapi ( dag. „Ég hef skemmt mér kon- unglega hér um helgina," segir hann brosandi. „Við, breska tónlistarfólkið, þekkt- umst flest öll áður en við komum hingað og sum okk- ar gefa út hjá sama plötufyr- irtækinu. Okkur finnst mjög gaman að hafa fengið tæki- færi til að koma til íslands, skemmta okkur saman og leika tónlist." Tony spilar aðallega á dansklúbbum í London og hafa vinsældir hans sífellt verið að aukast. Fyrir skömmu náði lag hans Mani- ak til að mynda miklum vin- sældum. Hann sagði í viðtali við Extrablaðið, sem gefið var út rétt fyrir Uxahátíðina, að ein af ástæðunum fyrir því að hann ynni fyrir sér sem plötusnúður væri sú að honum þætti svo gott að fá að sofa út á morgnana. Fyrir nokkrum árum lenti hann í alvarlegu bílslysi í London einmitt vegna þess hve van- svefta hann var. „Slysið varð snemma morguns þegar ég var á leið heim úr vinnu. Ég ók á fleygiferð eftir hraðbraut; hafði ekki sofið í tvo sólar- hringa og var dauðþreyttur. Ég sofnaði undir stýri og áð- ur en ég vissi af ók ég út af brú. Til allrar hamingju var ekki mikil umferð og því lenti bíllinn ekki á neinum öðrum bílum fyrir neðan brúna.“ Auk annarra meiðsla hlaut Tony þungt höfuðhögg og lá í dái í á þriðju viku. í fyrstu var honum ekki hugað líf og var búist við að hann myndi deyja innan 40 klukku- stunda. Það fór hins vegar betur en á horfðist. „Ég rankaði við mér þegar verið var að flytja mig í sjúkra- bfl á milli sjúkrahúsa. Það fyrsta sem ég sá var faðir minn sem laut yfir mig. Ég spurði hann hvar ég væri eig- inlega staddur og hann sagði mér að ég hefði verið í dái í nærri því þrjár vikur. Mér fannst eins og það hefði verið svindlað á mér. Ég hafði misst af öllum þessum tíma.“ Tony segir hluta af heilanum hafa bólgnað upp og hefði það lýst sér í ofsóknarbrjálæði. „Ég var mjög æstur og skammaðist út í allt og alla. Einn daginn var ég skyndi- lega aftur orðinn eins og ég átti að mér að vera.“ Tony neitar því að dáið hafi haft áhrif á tónlistina, sem hann leikur, en hún er mjög hörð og hröð. „Tónlistin mín hefur dáleið- andi áhrif,“ segir hann og setur upp mjög dularfullan svip. „Mér finnst teknótónlist yfirhöfuð upplifgandi og það er endalaust hægt að lesa eitthvað nýtt út úr henni. Ég er mjög hrifinn af bandarískri teknótónlist og sú breska er óneitanlega farin að bera keim af henni." Tony telur teknótónlistina komna til að vera. „Henni eru engin takmörk sett,“ segir hann með þungri áherslu. Svo hlær hann og bætir við: „Venjulega er ég frekar leiðinlegur í viðtölum og segi ekki mikið. Sýran hefur hins vegar orðið til þess að ég hef sagt þér heil- mikið.“ □ ÓLÍKAR Tuttugasta og áttunda september næstkom- andi kemur út geisla- diskurinn Litir með Kristínu Eysteinsdóttur sönkonu og lagasmið. Útgáfutónleikarnir verða svo í Þjóðleikhúskjall- aranum fimmtudagskvöldið nítjánda október. Kristín gef- ur sjálf út diskinn sem hljóð- ritaður var f Studio Hljóð- hamri og sá Páll Borg um upptökuna. Á diskinum eru tíu lög. Þau eru öll eftir Krist- ínu og samdi hún alla text- Teknótónlistarmaöurinn Tony Sapiano þeytti skífum á Uxa '95 um verslunarmannahelgina. Fyrir fáeinum árum lenti hann í bílslysi með þeim afleiðingum að hann lá í dái í þrjár vikur. ana fyrir utan einn. Lögin voru öll samin á gítar en út- setningar eru ólíkar en um þær sáu þau Kristín og Orri Harðarson. Kristín ákvað að þessi fyrsti geisladiskur hennar innihéldi ólíkar hliðar tónlistar og á honum má finna róleg kassagitarlög, djasstónlist, rokklög auk létt pönkaðra og fönkaðra laga. Kristín syngur og spilar á gít- ar, Orri Harðarson spilar á gítar og bassa, Jón Bjarki Bentsson spilar á bassa í einu lagi, um trommuleik sér Ingólfur Sigurðsson, Elísa Geirsdóttir spilar á fiðlu og Ólöf Sigursveinsdóttir á selló. Kristín er búin að koma sam- an hljómsveit sem mun fylgja plötunni eftir. □ 9. TBL. 1995 VIKAN 49 TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.