Vikan


Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 18

Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 18
UFSREYNSIA FRH. AF BLS. 16 Hjjprnig var æskan þín? g man voða lítið eftir æskuárunum þar til ég er orðinn svona 7-8 ára, hitt er bara svona „biank“. Ég var mjög erfiður sem barn. Ég fékk strangt uppeldi og móðir mín var mjög hörð en samt réttlát að mörgu leyti. Faðir minn er sjómaður og þegar hann kom heim var hann alltaf full- ur. Ég man alltaf eftir spenn- unni þegar pabbi kom, þá fór allt í „kaos“ og þá gat maður falið sig á bak við það og gert það sem maður vildi. Þetta varð aðallega til þess að ég hlakkaði til að hann kæmi i land. Móðir mín tók sína vanlíðan út á okkur systkinunum þegar hann var farinn. Ég fór að heiman tólf ára og eftir svona hálfs árs vist á götunni fór ég á upptöku- heimilið á Kópavogsbraut 17. Ég fór sjálfur og talaði við forstöðumanninn, Kristján Sigurðsson, og fékk inni á Kópavogsbrautinni. Og þar var ég var í mikilli uppreisn, kveikti í húsinu og var rekinn þaðan. Þá var ég sendur á Breiðuvik og kynntist göml- um Kristjaníu-hippum sem unnu þar. Ég fékk mjög gott uppeldi þarna og þroskaðist mikið. Þetta voru gamlir hippar sem gáfu mér hass og rauðvín. Og ég man eftir því að ég var eini krakkinn sem fékk að vera hjá þeim yfir jólin, það má eiginlega segja að ég hafi átt marga feður í gegnum ævina. Þegar ég var fimmtán ára gamall fór ég frá Breiðuvík og á sjóinn í heilt ár. Þá var ég ekki farinn að skynja neitt vandamál en samt var alltaf einhver vandræðagangur á mér. Ég skildi aldrei þessi vandræði, hélt að þetta væru bara bernskubrek og að óg væri kannski aðeins villtari en aðrir. Ég man líka eftir þvi að þegar ég kom í land biðu kunningjarnir á bryggjunni og mér þótti voðalega vænt um það en fattaði ekki að það var bara út af því að ég átti svo mikið af peningum. Maður var alltaf á svakalegu fylliríi í landi og vanalega var tekinn kassi með á sjóinn og drukkið. Maður var ekki tal- inn maður með mönnum nema maður tæki með sér kassa af brennivíni. Þetta var nú svolítið fyndið vegna þess að ég var messagutti þama og drakk alltaf með skipherranum og brytanum. En svo hætti ég á sjó og leiddist út í afbrot til þess að eiga fyrir víni. Sautján ára var ég sendur á Kvíabryggju. En ég var alltaf í skóla svona inn á milli. Ég hætti eftir fyrsta bekk í gaggó en þegar ég fór á Kvíaþryggju tók ég annan og þriðja bekkinn. Ég kláraði á fjórum mánuðum og fékk alveg glimrandi einkunnir. Ég ætlaði alveg virkilega að standa mig þarna og sá ekki að ég ætti við neitt alkóhó- lískt vandamál að stríða. Þegar ég var átján ára gam- all losnaði ég út og fór að vinna hjá Námsflokkum Reykjavíkur við að sitja yfir á seinna." prófum og þess háttar. Ég var alltaf í þíþunni á þeim tíma og drakk frekar lítið. Ég var aðallega að sulla í rósa- víni og i svona hippa-fílíng með eldra fólki. Þessi tími var í raun bara vinna, sukk og krimmaskapur, svona allt í bland en aldrei neitt alvar- legt. Þegar ég var tvítugur var mér fyrst stungið inn á Litla-Hraun í 6 mánuði, það var mjög slæmt. Ég man að þegar ég kom þaðan var ég orðinn frekar forhertur. Þá var mér nokk sama um allt og kenndi þjóðfélaginu um hvernig komið var fyrir mér. Mér fannst bara töff að vera svona, það er hlægilegt hvernig maður hugsaði. Þú hefur þá byrjað að drekka þegar þú varst á Breiðuvík 13-14 ára? Já, en þessir menn voru öðlingar, mjög góðir menn. Þeir áttu bara við alkóhólískt vandamál að stríða, trúðu á „flower þower“ og reyktu sitt hass, en voru aldrei í neinu veseni. Ég byrjaði að fikta við að reykja hass á Kópa- vogsbrautinnni en mín reglu- lega hassneysla byrjaði á Breiðuvík. Ég var alltaf með mola í vasanum, mér fannst mjög gott að reykja. Þetta aulagas var mitt dóp lengi framan af. Oft gekk ég marga kílómetra og hálfpart- inn sneri bænum við í leit að „stuði“. í dag sé ég hvað ég hef verið ofsalega sjúkur. Mér leið illa ef ég hafði ekki hass. Þetta var mín leið til þess að flýja raunveruleik- ann. Hvernig hefur neyslan þín verið? Hún hefur verið alveg öm- urleg. Ég byrjaði bara að fikta í brennivíni en svo kom hassið mjög fljótt í kjölfarið og mér fannst það mjög spennandi. Mér fannst mjög gott að reykja, það sá heldur aldrei á manni og mér fannst hass alveg nauðsynlegt. Ég var líka mikið í róandi töflum, en ég passaði mig samt á því að fara aldrei til læknis til þess að fá lyfseðla. Ég veit það ekki, en ég er kannski svolítið klofinn persónuleiki. Ég veit ekki hvort það er neyslunni að kenna eða hvort orsökin er önnur, en stundum er ég algjör heilsu- flippari en svo á hinn bóginn er ég algjör „low-down“ sukkari. Ég bruddi töflur, drakk brennivín og reykti hass, en spíttið kom inn í þetta töluvert seinna. Þetta gerði maður bara til þess að „krossa“ á þessu öllu og þá kom maður svona nokkuð eðlilegur út úr því, en samt með öll skilningavitin út þan- in. Ég held að það hafi verið á árunum ’83-’85 að ég byrj- aði að vera svona veikur fyrir hraðanum (amfetamíni) og þá fannst mér hass bara vera fyrir aumingja, en samt var gott að reykja það, bara upp á bragðið að gera. Neyslan einkenndist öll af einhverju „macho" kjaftæði og mér fannst mjög gott að taka í nefið, fá einhverjar töflur, drekka brennivín og reykja hass. Ég umgekkst mikið fólk sem var að sprauta sig og hugsaði með mér að þetta skyldi ég aldrei gera, og ég virkilega trúði því. Mér var svona nokkurn veginn sama þótt þau gerðu þetta en ég vildi ekki að þetta væri gert fyrir framan mig. Ég hef oft spáð í það af- hverju ég byrjaði ekki fyrr á þessu sjálfur þar sem ég var svo ofsalega mikið í kringum þetta. Ástæðan er kannski sú að ég átti marga vini og kunningja sem voru á nál- inni, margir þeirra eru nú dánir, og þeir vöruðu mig við. Mitt síðasta siðferðisvirki hrundi þegar ég fékk mér í æðina en það liðu nokkur ár þangað til ég fékk mér aftur. Svo endaði það náttúrulega bara með því að ég fór að sprauta mig daglega og varð alveg sjúkur í það. Ég var með skeiðar faldar í Ijósa- krónum á almenningsklós- ettum út um allan bæ, bara uþþ á að geta fengið mér næsta fix, það gekk allt út á næsta skot, maður var alltaf að vinna fyrir næsta slagi, en samt var maður sífellt uppiskropþa með efni. Hvaða áhrif hafði neysla þfn á fjölskyldu þína? Sambandið við foreldrana var ekki upp á marga fiska. Þau höfðu nú stundum sam- band við mig, aðallega á yfir- borðinu. Þau voru algerlega búin að gefast upp á mér. Ég var náttúrlega búinn að brjóta niður allt traust á milli okkar. Ég ienti i þeirri klípu að fara í fangelsi og þegar ég kom út fór ég beint í sukkið og ruglið í bænum en eftir einhverja mánuði í rugli ákvað ég að fara í afvötnun á Silungapolli '83, þá var ég búinn að sjá að það væri eitthvað meiriháttar að hjá mér. Og ég minnist þess sér- staklega að þegar ég var að keyra þarna uþþ eftir með föður mínum og bróður, ■ „Ég var erfiður sem barn . . ." ■ „Tólf ára fór ég að heiman og eft- ir svona hálfs árs vist á götunni fór ég á upptökuheimilið á Kópavogs- braut 17..." ■ „Á Breiðuvík kynntist ég gömlum Kristjaníu-hippum . . ." ■ „Sautján ára var ég sendur á Kvíabryggju." ■ „Þegar ég var tvítugur var mér fyrst stungið inn á Litla-Hraun í 6 mánuði. Það var mjög slæmt." ■ „Ég bruddi töflur, drakk brenni- vín og reykti hass. Spíttið kom 18 VIKAN 9. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.