Vikan


Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 26

Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 26
KVIKMYNDIR „Ef ég á að vera heiðar- legur þá er það ein hlið af orðspori hans sem maður gæti óttast ef maður þekkti hann ekki en hann lætur skynsemina ráða í flestu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Undir yfirborðinu liggja djúpar tilfinningar og þegar maður hefur einnig kynnst því hvers hann er megnugur sem leikari þá fyll- ist maður aðdáun. Þegar hann fer hins vegar að flækja hlutina eitthvað fyrir „Næst þegar ég ætlaði aö skrá mig inn á þetta hótel sagði hótel- stjórinn viö mig: „Herra Rourke. Við myndum mjög gjarnan vilja aö þú veldir þér annað hótel“. sér þá verður útkoman alger hryllingur - en ég, sem leik- stjóri, hef mikla trú á honum sem leikara ef maður getur sneitt fram hjá ruglinu, sem ég held að ætti að vera hægt, sérstaklega vegna þess hversu nátengt þetta verkefni er honum sem ein- staklingi. Ég held að það verði mjög spennandi að vinna að þessu með hon- um.“ Hefur Mickey breitt hæfi- leikasvið sem leikari? „Já, ég myndi segja það og hann leggur töluverða vinnu í undirbúning og hugs- ar verkefnið til enda.“ VERÐ AÐ LEIKA f „FJÖLDAFRAM- LEIÐSLUMYND" TIL AÐ BJARGA FRAMANUM Mickey kom nú aftur inn og tók sér sæti í sófanum og við héldum áfram að spjalla. Hefur verið mikið að gera hjá þér hér í Cannes? „Já, það má segja það en það er nokkuð öðruvísi en þegar ég var hér fyrir nokkr- um árum þar sem ég var stöðugt í því að verja Micha- el Cimino, leikstjóra myndar- innar „Year of The Dragon", og gerði í rauninni ekkert annað. Ég varð svo æstur og reiður í sérhverju viðtali að það tók mig nokkur ár að komast yfir það.“ Hvernig finnst þér hátíðin nú? „Þetta er allt annað. Núna er fólk yfirvegaðra og spyr gáfulegra spurninga - allir nema Bandaríkjamenn - og mér er fúlasta alvara." Hvað geturðu sagt mér um framhaldsmynd „9 1/2 Weeks“? „Þetta er mynd sem kemur til með að heita „September" og er i rauninni ekki fram- haldsmynd „9 1/2 Weeks“. Kim Basinger leikur ekki í myndinni þrátt fyrir að hún fjalli um þennan sama ná- unga, John. Það er, að mínu mati, ekki rétt að tala um framhaldsmynd þar sem Kim er ekki í henni. Myndin lifir einnig sínu eigin lífi og sögu- sviðið er París.“ Nú virðist þú ríða tveimur hestum samtímis; annars- vegar „Bullet" og hinsvegar þessari myndinni „Septem- ber“, sem virðist líklegri sölu- vara. „Já, ég verð að gera það til að bjarga frama mínum. En samt er alls ekki loku fyrir það skotið að „Bullet" verði mjög vinsæl þar sem hún ætti að höfða til þessa MTV-, hip-hop áhorfendahóps, þessa hóps sem kann að meta þessa svokölluðu svörtu menningu. Hljómsveitin „House of Pain“ og fleiri álíka koma til með að sjá um tónlistina og ég held að myndin eigi eftir að ná til breiðs hóps. Ég vona að Marky Mark, Ted Lavin og Kevin Dillan komi til með að taka þátt í þessu með okkur. Orkan, sem þessi mynd mun koma til með að gefa af sér, verður alveg sérstök og um leið og ég segi þetta reyni ég að líta þetta allt eins hlutlausum augum og ég get.“ BANNAÐUR Á HÓTELI Í NEW YORK „Fyrst og fremst er þetta samt saga um hina furðu- legu gyðingafjölskyldu í Queens sem á fáa sína líka. Hún er til dæmis öll meira og minna tattóveruö og hvort sem þú trúir því eða ekki er ekki heimilt að jarða tattóver- aðan gyðing í kirkjugarði fyrir gyðinga. Brian, sá geggjaði, hefur ekki farið út úr her- berginu sínu árum saman og það er eins og hann sé að koma út úr fangaklefa. Hann er aðeins þrjátíu og þriggja ára og það er eins og fúll dragsúgur fylgi honum þegar hann kemur út. Hann er tannlaus, með hár niður á bak, er í ógeðslegum nær- buxum með gulum blettum að framan, slær öskuna af sígarettunni á gólfið, vill ekki borða venjulegan mat. Það eina, sem hann gerir, er að fara inn í eldhúsið, í Isskáp- inn og fá sér köku. Þetta allt saman hata hinir bræðurnir en verða umbera þar sem hann er geðveikur og er á lyfjum.“ Mickey tók nú til við að segja mér undan og ofan af öllum söguþræði myndarinn- ar sem verður lesendum Vik- unnar Ijós þegar þeir fara og sjá myndina með eigin aug- um. Hann lifði sig virkilega inn í atburðarásina þar sem hann hafði upplifað alla þessa hluti sjálfur og meðal annars kom fram að hann hafði þekkt, Brian, geðveika bróðurinn, vel. „Hann heldur sig hafa bar- ist í Víetnamstríðinu," segir Mickey, „klæðist sem her- maður, fer inn í hættulegustu hverfi New York borgar, vopnaður hnífi og byssum, og ef hann er ekki með slík tól við höndina er hann með illvígan varðhund með sér. Hann talar við fólk eins og hann sé að ávarpa heila her- deild. Hann sagði einu sinni við mig að hann vissi um nokkra dópsala og svertingja á horni 42. strætis og Broadway sem hann ætlaði að heim- sækja og láta fá fyrir ferðina með hnífi og öðrum vopnum. Hann settist oft niður, hélt um höfuðið og var fullur af hatri. Ég hef verið útilokaður frá einu af betri hótelunum í New York hans vegna og það er eitt af mínum upþá- haldshótelum. Ég var þar í um þrjár vikur með honum og herbergið var eins og skotgröf á eftir. Hann setur upp í sig sígarettu," segir Rourke um leið og hann stendur upp og leikur Brian, „og talar við mann í leiðinni, tekur hana síðan óreykta aft- ur úr munninum, fleygir henni frá sér, treður á henni- og að sjá sófana og um- hverfið, það er næstum ólýs- anlegt. Næst þegar ég ætlaði að skrá mig inn á þetta hótel sagði hótelstjórinn við mig: „Herra Rourke. Við myndum mjög gjarnan vilja að þú veldir þér annað hótel." Hvaða hótel var þetta? „Þetta var „The Low HoteP' á Madison Avenue, sem ég sakna mjög, og núna verð ég að vera á öörum hótelum sem mér líka ekki eins vel og eru jafnvel mun dýrari. Einu sinni þegar ég var sofandi á Low heyrði ég eitt- hvað skrýtið hljóð úr næsta herbergi þar sem Brian, eða Combatman eins og við köll- uðum hann, var. Þar sváfu um sex náungar og höfðu þeir látið hann sofa I sófan- um. Ég fór inn í herbergið og þar sat hann við skrifborð og sagði við mig að helvítis hálfviti hefði rænt sig og nú ætlaði hann að dreþa alla, sem í herberginu væru, því hann léti ekki nokkurn mann komast upp með að ræna sig. Hann var ekki að tala við mig og í rauninni engan. Hann var búinn að fara í huganum til Suður-Ameríku, eða eitthvert annað, og var viss um að einhver tík hefði rænt hann öllum efnunum sínum og peningum. Að sjálfsögðu hafði enginn rænt hann. Hann hafði týnt ein- hverjum efnum en það hafði enginn rænt hann og hann hafði eytt öllum þessum tíma í að tala um það við engan.“ Hefurðu eitthvert sam- band við hann nú? „Já, óg hringi til hans stöku sinnum en þessi sím- töl snúast alltaf um það sama; kvartanir um allt mögulegt, hatur hans á heiminum og Gibber, sem hann elskar, enda er hann líka bilaður." segir Mickey Rourke, þessi kraftmikli og skrautlegi persónuleiki að lokum. Eftir stendur mynd í huga blaðamanns af manni sem greinilega hefur farið nokkuð hastarlega eftir krókóttum vegi frægðarinnar. □ 26 VIKAN 9. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.