Vikan


Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 13

Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 13
UNG LEIKKONA FULL AF ANDSTÆÐUM SEM MÓTLEIKKONA KEANU REEVES í KVIKMYNDINNI „SPEED" SÍDASTLIDID SUMAR LÉK HIÍN HEILLANDI OG HUGDJARFAN RÚTUBÍLSTJÓRA OG VAKTI MIKLA ATHYGLI. NÝJASTA MYND HENNAR, „WHILE YOU WERE SLEEPING", SEM NÝLEGA VAR FRUMSÝND HÉR Á LANDI, HEFUR HINS VEGAR GERT HANA AÐ STJÖRNU. Sandra Bullock er eng- inn nýliði í kvikmynda- leik; bíófíklar muna ef- laust eftir henni í fjölmörgum aukahlutverkum undanfarin ár. Hún var til dæmis grafin lifandi í „The Vanishing“; og sýndi frábæra takta sem gamanleikkona á móti Syl- vester Stallone í „Demolition Man“. Þaö var einmitt hæfi- leiki hennar til að leika skarpar, hnyttnar kvenhetjur sem gerði leik hennar í „Speed“ svo eftirminnilegan. Eftir frammistöðu sína í þeirri mynd fóru handritin að streyma inn - handrit að myndum þar sem henni voru ætluð aðalhlutverk en ekki aukahlutverk. Þó að það væri á allra vit- orði að aðalhlutverkið í „Whi- le You Were Sleeping" var upphaflega ætlað Demi Moore, sem gerði of háar kaupkröfur, lét Sandra það ekki á sig fá og sýnir í mynd- inni sinn besta leik til þessa. Þessa dagana er hún að vinna að gerð myndarinnar „The Net“ en það er tækni- þriller sem fjallar um eitt af helstu áhugamálum Söndru, samskipti fólks á tölvuneti. Og fleiri spennandi verkefni eru í deiglunni. Á tökustað myndarinnar „The Net“ tekur Sandra á móti blaðamanni með þéttu handabandi og geislandi brosi. Á næstu grösum má sjá 25 ára gamla systur hennar, sem les í makindum sínum undir próf í lögfræði, og andrúmsloftið er óþving- að og tilgerðarlaust. Tveimur dögum síðar er Sandra hins vegar horfin skýringalaust, í ekta Garbo-stíl, en lætur síð- an vita af sér aftur þremur dögum síðar - í símanum. Og þegar viðtalið getur loks- ins byrjað mætir hún blaða- manni ógreidd, afslöppuð og hirðuleysislega til fara, i hjól- hýsinu á tökustaðnum. Á hurðinni er stór mynd af hundinum hennar. HUNDAR OG FÓLK 77/ að byrja meö: Afhverju er mynd af hundinum á huröinni? Þetta er hann Luigi minn. Einhver stal honum um dag- inn fyrir utan hús vina minna. Allir í nágrenninu kannast við hann svo að við erum búin að setja upp plaköt út um allt. Ég vona innilega að einhver finni hann. Hann er svo yndislegur að ég kalla hann „Sendiherra kærleik- ans“. Stundum finnst mér ég alveg eins og asni þegar ein- hver spyr mig hvað sé að og ég svara: „Hundinum mínum var stolið. . .“ En fólk, sem ekki á hunda, skilur ekki hvað þetta getur verið sárt. Einu sinni drap flugfélag fyrir mér hund og ég hélt að him- inninn ætlaði að hrynja yfir mig. Hvernig fara flugfélög að þvi að drepa hunda? Ég var með tíkina í búri og einhver hafði sett búrið alveg við útblástursrörið á farang- ursfæribandinu. Hún fékk eitrun og ég var lengi að ná mér. Nú verð ég að fara að finna lífi mínu ein- hvern annan tilgang en ást á hundum! Þú hiýtur nú aö finna huggun í starfinu - ekki síst með huggulegum mótleikurum. Kemur gott sam- band afsjálfusér eöa þarf aö vinna að því? Það er svo misjafnt. Gott samband milli samleikara getur verið ýmist kynferð- islegt eða bara persónulegt og hvort heldur sem er gerir það starfið - og þar með myndina - ánægju- legt og lifandi. Fyrir mér er mikilvægast að viðkomandi hafi svipaða kímnigáfu og ég. Þannig var það til dæmis með Bill Pullman (í „While You Were Sleeping"). Okkur kom vel saman frá upphafi. Þetta virðist auðvelt. Það er það ekki alltaf og það er oft erfitt að horfa á mótleikarann og ímynda sér að maður sé ástfanginn. Hvernig er ástfangið fólk í framan? Með Bill gekk það upp vegna þess að ég virði hann sem manneskju og sem leikara. Hann á yndis- lega fjölskyldu, er fyndinn og skemmtilegur og ég átti ekki í neinum erfiðleikum með að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.