Vikan


Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 63

Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 63
TEXTI OG UÓSM.: EGILL EGILSSON ÍSLENSK FYNDNI Hallgrímur les um uppana úr bók sinni frá síðasta ári viö góöar undirtektir. að bar vel í veiði eitt sumarkvöld fyrir skemmstu síðast í ágústmánuði þegar drunga- legir höfuðborgarbúar gátu lyft sér upp með þvi að hlýða annarsvegar á íslenska sviðsgrínara og hinsvegar innfluttan bandarískan sviðs- grínara. Hallgrímur Helgason, myndlistarmaður og rithöf- undur, tróð upp í sjálfu höf- uðvígi Kvennalistakvenna, Hlaðvarpanum, þar sem Kaffileikhúsið er til húsa. Hér var ekki um fyrsta skipti Hall- gríms að ræða, heldur þriðja skipti vegna síendurtekinna óska. Þegar Vikan leit þar inn var húsið orðið troðfullt af fólki, þekktu sem óþekktu. Og þegar Hallgrímur tók til máls var hann nánast óstöðvandi í tvo tíma, ef frá er talið stutt kaffihlé. Og Hallgrímur kom víða við, flutti eigin verk, með við- komu í ættarmótum íslend- inga erlendis; Heimir Steins- son og Rúv, Uxi og ný al- sæla fyrir karlmenn voru meðal efnis og það að taka inn nógu mikið af getnaðar- varnarpillum og fría ríkið undan meðlagsgreiðslum. . . í lokin fór hann á kostum þegar hann lýsti óborgan- legri tilraun til að reyna við kvenréttindakonu á balli. Lýsingarnar voru slíkar að um sumar konur í salnum fór hrollur og ekki var laust við Jón Baldvin og fjölskylda klappa Hallgrími lof í lófa fyrir upplesturinn. að brosið frysi á einstaka kven(réttinda)manni. Og enn aðrir sviðsgrínarar heilluðu höfuðborgarbúa þetta kvöld, því vestast í Vesturbænum í hinu nýinn- réttaða leikhúsi þeirra Lofts- manna, Loftkastalanum, voru sviðsgrínarar einnig á ferð. Fyrstir á svið voru Benedikt Erlingsson og Hilmir Snær Guðnason. Þeirra atriði fjallaði um „vin- áttu“ karla á frekar bein- skeyttan og opinskáan hátt með kímni í farteskinu. Eitt- hvað reru menn sér í sætun- um undir þessu en tóku þó heldur betur við sér þegar Radíusbræður, hinir sívin- sælu, stigu á stall og bættu um betur með sínum vafa- sömu neðanmálsbröndurum. Eitthvað virðast vinsældirnar hafa stigið þeim til höfðus því þeir voru lengst á svið- inu, í tæpan einn og hálfan klukkutíma. Loks steig á sviðið bandaríski sviðsgrín- arinn, Dorothea Coelho. Ein- hvern veginn náði hún ekki góðu taki á hláturtaugum landans með sínu banda- ríska innflutta gríni um stór- stjörnur heimalands síns. Henni tókst þó að fá einn gest til að hlæja viðstöðu- laust nánast allan tímann sem hún var á sviðinu. Nema hann hafi ekki verið búinn að jafna sig eftir þá Radíusbræður/Elvisbræður. Loftkastalamenn eiga þó þakkir skildar fyrir þetta framtak sitt i að lyfta upp leikhúslífi landans á nýtt plan og skemmtilegra. Lokapunkturinn í þessu rölti var svo að kíkja á dag- skrá í Iðnó á vegum Óháðu listahátíðarinnar. Dagskrá sú var um karla sem lásu úr verkum sínum um karla og tilfinningalíf þeirra. Dagskrá- in hét Kóngur rís og satt að segja var lítið ris yfir dag- skránni, nema þá lofthæð hússins sem reis yfir allt saman. Aftur á móti á Kaffi Reykjavík var suðræn stemmning með salsa og mambó stæl og tveimur íðil- fögrum fljóðum sem tókst svo um munaði að breyta landanum í alsælan kónga- dansara, með trukki og dýfu. Tilefnið var eins árs afmæli Kaffi Reykjavíkur. □ Benedikt Erlingsson og Hilmir Snær Guönason túlka „vináttu“ karla á sinn hátt í Loftkastalanum. Radíusbræöur í viöeigandi Elvisgervi sungu um reynslu sína af Hamborg. Leikþáttur í flutningi Vals Freys Einarssonar á Kóngur rís. 9. TBL. 1995 VIKAN 63 SKEMMTANALIFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.