Vikan


Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 24

Vikan - 20.09.1995, Blaðsíða 24
KVIKMYNDIR Þaö var meö erfiöismun- um aö Rour- ke gæti kom- ist til aö spóka sig í nokkrar sek- úndur á ströndinni sökum aö- gangshörku aðdáenda. Lilian Cavianai, og „Johnny Handsome", „Wild Orchid", „Harley Davidson and The Marlborough Man“ og „Desperate Hours“, sem líka var fyrir Cimino, „White Sands" með Willem Dafoe og Mary Elizabeth Mastran- tonio, myndinni „HBO“ og vestranum „The Last Out- law“ áður en hann gat tekið tii við að vera í þeim hlut- verkum sem hann hafði samið sjálfur. Rourke er nú að vinna að öðrum vestra sem byggður er á sögu sem hann byrjaði á með Serg- io Leone. Hann kemur síðar á þessu ári til með að byrja á tökum á annarri mynd sem heita mun „The Ri- der“ og verður saga um hann sjálfan og bróður hans, Joey, sem Rourke og Michael Davis munu skrifa saman. LÍKAÐI EKKI ÞESSAR STÖÐLUDU FORMÚLUR „Ég er orðin þreyttur á þessu alþýðlega efni, sem gert er fyrir stóru kvikmynda- verin,“ segir Rourke. „Mig langar til að búa til kvik- myndir, sem mér finnst sjálf- um þess virði að gera, og það að vinna að „F.T.W.“ með Michael Karbeinikoff, þeirri mynd, sem hann hefur hvatt mig til að gera, er æð- islegt. Mér finnst frábært að vinna með þessum ungu leikstjórum sem eru fullir af innri krafti og hafa ekki orðið fyrir þessum iðnaðaráhrifum sem virðast vera að heltaka stóran hluta af kvikmynda- iðnaðinum. Ef maður getur ekki gefið af sér þann hluta, sem er hvað þroskaðastur, verður maður bara að ein- hverju dauðyfli." SKAMMAÐIST MÍN FYRIR AÐ VERA LEIKARI Þú hefur ekki verið mikið í sviðsljósinu sfðustu árin? „Nei, ég hef aðallega legið á sálfræðingabekknum þennan tíma - smágrín! Ég hætti alveg að leika og sneri mér alfarið að boxinu. Ég var haldinn mikilli sjálfseyðingar- hvöt þannig að ég var að lokum kominn á þann tíma- punkt að þurfa að gera það upp við mig hvort ég ætlaði að gera út af við mig eða gera eitthvað róttækt f mál- unum. Ég var farinn að hata að vera leikari og allt sem því viðkom. Það eina, sem ég gat snúið mér að, var eitt- hvað sem mér fannst gaman að og kunni. Ég þurfti að finna sjálfan mig, sjálfsvirð- inguna og markmið til að vinna að en ég hafði misst sjónar á öllu þessu. Ég hafði í raun ekki farið af mótorhjól- inu síðustu sjö árin áður en ég fór að leika á ný. Ég hataði kvikmynda- bransann á þessum tíma það mikið að ég kom mér út úr húsi hjá flestum kvik- myndaverunum. Ég hafði haft mjög barnalegar hug- myndir um leiklist og kvik- myndaleik yfirhöfuð og eins fannst mér virðingin, sem þessir háu herrar höfðu fyrir góðum leik, vera nokkuð brengluð. Mér líkaði heldur ekki þessar stöðluðu for- múlur fyrir myndum, sem áttu að teljast góðar og verða vin- sælar, og öll þessi yfir- borðsmennska í kring- um þessa hluti. Þetta varð til þess að ég skammaðist mín fyrir að vera leikari. Maður þarf ekki annað en að líta á listann yfir tfu bestu leikara heims þessu til stað- festingar. Maður sér til dæm- is ekki nöfn á borð við Richard Harris og Terence Stamp sem báðir eru frá- bærir leikarar. Það var þetta sem var alveg að fara með mig og meira en það. Eftir þetta tfmabil mitt í boxinu get ég nú horfst f augu við leiklistariðnaðinn eins og hann er en ekki eins og ég vildi hafa hann. Ég er ekki lengur reiður en það tók mig langan tíma og mikið átak að sætta mig við þetta allt saman.“ Þú ert sem sagt hættur að hlaupa á veggi. „Já, ég sé núna hvernig þessir hlutir eru og ég ætla mér að taka þeim þannig því þetta er nokkuð sem ég get ekki sigrast á.“ Þú talaðir áðan um að þú hefðir haft barnalegar hug- myndir um leiklistina. Get- urðu útskýrt það aðeins nán- ar? „Þegar maður er í skóla og ætlar sér að verða eitthvað, eins og til dæmis læknir, þá vill mað- ur, að loknu námi, verða eins góður læknir og hægt er. Sama var með mig, ég ætlaði mér aldrei að verða einhver meðalleikari, heldur frábær; ætlaði mér að gera góðar skurðaðgerðir. Þeg- ar ég hafði lokið leiklistar- námi komst ég að því að þessi heimur snerist ekkert um leiklist heldur um pólitík og markaðsfræði. Ég hafði þessar hrikalega barnalegu hugmyndir um öll þessi mál þegar ég útskrif- aðist úr leiklistarskólanum og þegar ég komst að sann- leikanum tók ég honum mjög illa og viðbrögð mín urðu mjög sterk; ég hagaði mér mjög óyfirvegað og hreint brjálæðislega. Ég varð að komast út úr þessu umhverfi því annars hefði ég gert al- gerlega út af við mig.“ Nú naust þú töluverðrar velgengni eftir að þú fórst að leika. Hafði það engin áhrif á þig? „Ef maður lítur á hvað kom fyrir Harold Flynn og Mont- gomery Clift, Steve Mc- Queen og jafnvel fleiri þá sér maður hvernig þessi bransi hefur skemmt þá andlega og hvernig þeir eyðilögðu sjálfa sig á sinn eigin hátt. Ég sá sjálfur hvernig þeir hlupu á veggi.“ Þýðir þetta að það, sem við sáum í „Homeboy", hafi verið einhvers konar uppgjör við þetta allt saman? „Ég skrifaði handritið að „Homeboy" sjálfur og það tók mig sjö ár. Mig langaði ekki til að láta einhvern „fjöldaframleiðsluleikstjórann" leikstýra myndinni heldur fékk ég yfirmann kvikmynda- töku, sem einnig er lærður leikstjóri, til að taka að sér leikstjórn. Með þessu var ég í raun að segja þessum venjulegu Hollywood leik- stjórum að fara til fjandans, sem var kannski nokkuð sem ég hefði ekki átt að gera, - en ég hafði þarna góðan kvikmyndatökumann sem leikstjóra. Þetta var kannski nokkuð áhættusöm ákvörðun en mér fannst hún frábær." BOXIÐ GAF MÉR SJÁLFSVIRÐINGUNA Hvað geturðu sagt mér um „Bullet"? Er það ekki líka nokkuð persónuleg mynd? „Jú, „Bullet“ er óneitanlega persónuleg mynd. Ég er með mjög reynt fólk mér til aðstoðar og það segir kannski við mig ’Mickey þú skalt frekar gera þetta svona en hinseginn’ og það er nokkuð sem mér líkar. Sá, sem verður leikstjóri minn, er náungi sem mér líkar mjög vel við. Við hugsum mjög líkt og höfum svipuð við- horf til lífsins þannig að þetta verður bara rokk og ról!“ Þess má geta að hann var þarna í næsta herbergi og fylgdist grannt með viðtalinu og kom inn í það þegar Mickey þurfti að bregða sér frá. Hvað er það við boxið sem hefur hefur hjálpað þér að ná áttum í lífinu? „Það er sá sjálfsagi sem maður þarf að beita til að verða ekki kýldur í kaf strax í upphafi. Maður þarf að stunda það vel og mæta á æfingar daglega. Ég þurfti, og þarf reyndar enn, að hlaupa reglulega og gera þær æfingar sem nauðsyn- legar eru til að standa mig ( þessari íþrótt og það gerði ég í stað þess að hanga ein- hvers staðar með strákunum og gera ekki neitt eða dingla mér á mótorhjólinu mínu. „Ég er ekki leng- ur reiður en það tók mig langan tíma og mikið átak að sætta mig við þetta allt saman." \ 24 VIKAN 9. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.