Vikan


Vikan - 20.11.1995, Blaðsíða 10

Vikan - 20.11.1995, Blaðsíða 10
LEIKLIST meölætið leynist á milli postulínsins og silfursins. Í BÆTTUM GALLABUXUM OG AFGÖNSKUM BRÚÐARKJÓLUM Sigrún er þrjátíu og sjö ára og segir Guörún aö hún hafi verið alveg æði þegar hún var barn. „Ég er ekki að skrökva. Ég á þrjú börn og hún var það þægasta. Fyrirgefðu, Ragnar minn,“ segir hún svo við það yngsta sem gæðir sér á með- lætinu. „Þú jafnaðist ekkert á við Sissu hvað það snertir. Þegar hún var lítil hafði maður ekki barnfóstru á hverju strái og þegar ég var á æfingum niðri í leikfélagi gat ég haft þessa títlu með. Hún sat úti í sal og var svo lítil að það rétt svo sást í slaufuna upp fyrir áhorfendabekkina. Svo þegar leikstjórinn stoppaði til að segja okkur til hljóp hún upp á sviðið, settist í fangið á mér og hlustaði á hann.“ Þegar hún var spurð að því hvort hún ætlaði að verða leikkona eins og mamma neitaði hún því. Einu sinni trúði hún þó móður sinni fyrir draumi sín- um: Hún ætlaði að verða fyndin þegar hún yrði stór. „Ég var ekkert fyndin þegar ég var barn,“ segir Sigrún, „því ég var svo alvarlega þenkjandi." „Þú varst dálítið lýrísk," segir Guðrún. „Ég á margar sögur af þér þegar þú varst að velta fyrir þér guðdóminum. En þú varst ekkert fyndin.“ Hvað varðar þá staðreynd að algengt sé að börn leikara feti í fótspor þeirra segir Guð- Lrún að börnin sjái að foreldrar þeirra séu ham- ingjusamt fólk. „Leikarar hlakka til að fara I vinn- una og á heimil- um þeirra er eft- irvænting í loft- inu. Ég er ekkert hissa á því að krakkarnir skynji þetta og hugsi að þetta hljóti að vera gaman fyrst foreldrarnir séu svona ánægðir.“ Eru þeir alltaf svo ánægðir?" spyr Sigrún. að vera alltaf ' vaöandi inn á henn- ar heimili. En þegar ^ við hittumst höfum við jafn gaman af hvor ann- arri.“ Guðrún á tvö önnur börn, tölvufræðinginn Leif og unglinginn Ragnar sem er í MR og hljómsveitinni Kósý. Hann sest líka við eldhús- borðið þar sem Ijúffengt TEXTI: SVAVA JÓNSDÓniR UÓSM,: BRAGIÞÓR JÓSEFSSON Guðrún stendur í eld- húsinu með svuntu þegar mætt er til viðtalsins. Eldhúsborðið er uþþdekkað; máfastellið og silfurhnífaþörin komin á sinn stað. Hún segir þær mæðgur vera í megrun, er að baka sykurlausa klatta, ber fram vínber og osta og býður svo blaðamanni upp á hitaein- ingaríka hjóna- bandssælu. Heimili Guð- rúnar er á Granda- vegi, nánar tiltekið á Bráðræðisholti, og var húsið byggt fyrir tæpum níutíu ár- um. Það segist hún hafa fengið á tombóluprís árið 1970. Þá uxu njólar og hvönn í garðinum og fyrri eigendur hússins ræktuðu þar kartöfiur sem þeir seldu. í suðurglugganum voru ræktaðar rósir sem húsmóð- irin seldi bæjarbúum. í þá daga var engin blómabúð í Reykjavík en fólk vissi af rósunum í Stóra Skipholti. Húsmóðirin, sem þá bjó f húsinu, notaði rósapening- ana til að kaupa fallega kjóla á dóttur sína. Sigrún bætist í hópinn. Hún er með fléttu og í stuttu pilsi. Manni verður hugsað til þess að þó að hún hafi í fyrravetur leikið hina ellefu ára gömlu Ronju ræningja- dóttur virðist hún í vetur fara létt með að leika miðaldra konu í „Hvað dreymdi þig, Valentína?" Þótt mæðgurnar séu nán- ar og á milli þeirra séu ekki þræðir heldur langir kaðl- ar, eins og Sigrún segir, fara þær ekki reglulega í heimsókn hvor til annarrar. „Okkur finnst það engin skylda að vera alltaf að hitt- ast,“ segir Guð- rún. „Hvað þá að mér finn- ist það vera mitt hlutverk 10 VIKAN „Nei, nei,“ segir móðir henn- ar.“ Stundum er maður á al- gjörum bömmer þegar krítík kemur og maður er rassskellt- ur í bak og fyrir. Þá er farið í þunglyndi." Sigrún segist tilheyra leyf- unum af hippakynslóðinni; hafi komist á mótþróatímabil sem unglingur og fundist öll gildi foreldranna vera síðasta sort. Á þessum árum þurfti engu að eyða í föt á hana og hún gekk í bættum gallabux- um og afgönskum brúðarkjól- um. „Það var svo sem enginn heimskonublær á klæðaburð- inum.“ „Hérna í kjallaranum bjó gömul kona,“ segir Guð- rún. „Einu sinni þegar Sigrún kom heim úr skólanum horfði nágrannakonan agndofa á hana og sagði: Gunna, mér þykir leiðinlegt að segja það en dóttir þín lítur út eins og „something the cat brought home“.“ Mæðgurnar hlæja. „Ég hef oft velt því fyrir mér,“ segir Sigrún, „hvort ég ætti að senda mömmu bakreikning. Það kostaði hana ekki neitt að gera mig út í þessum druslum miðað við þann kostnað sem fer í að klæða ungling I dag. Svo hefði ekki verið úr vegi að hún hefði einhvern tímann sent mig til útlanda eins og gert var við prestsdætur í skáldsögum þegar þær voru að æða út í einhverja vit- leysu." Sumarið sem Sigrún var sextán ára vann hún í fiski f Vestmannaeyjum og það sumar var henni boðið aðal- hlutverkið í bíómynd. Hún neitaði. „Þú hefur ábyggilega verið skotin,“ segir Guðrún. „Nei, ástæðan var sú að ég hefði misst af þjóðhátíðinni í Eyjum,“ segir Sigrún, „og á þeim tíma voru slíkar uppá- komur mér meira virði en leik- listarbrölt. En það breyttist nú.“ Nokkrum árum síðar var Sigrún að fletta Morgunblað- inu og sá auglýsingu frá Leik- listarskóla íslands sem þá var nýstofnaður. Umsækjendur voru um hundrað, hún bjóst ekkert við því að fá inngöngu en hana fékk hún engu að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.