Vikan - 20.11.1995, Blaðsíða 89
HÖNNUN OG EFNI FRÁ VÖLUSTEINI
Grænlenskur perlusaumur hefur um áratugi verið eitt
vinsælasta föndrið á Norðurlöndum. Saumurinn líkist
mjög hekli, og má segja að þeir, sem kunna að
hekla, séu fljótir að átta sig á aðferðum við perlusaum.
ALMENNAR LEIÐBEININGAR:
Lesið leiðbeiningarnar vandlega áður en hafist er handa.
EFNI: tvinni; bómullartvinni - Mercifil no.20
polyestertvinni - Serafil 40, Synton 40 eða Saba 50
nylontvinni - Barbobs.
Þessar tegundir henta allar vel.
Nálar: Mælt er með perlunálum no.10
Saumiö með tvöföldum tvinna. Gerið hnút ca. 8-10 sm
frá enda. Endarnir eru festir að lokum við perluverkið.
Haldið um perluverkið með þumal- og vísifingri.
Dreifið perlunum yfir samanbrotna handþurrku eða filt.
Bætið við tvinnann með því að binda endana saman.
Þegar bætt er við tvinnann: Bindið réttan hnút á hvorn enda fyrir
sig. Látiö hnútana skarast, þannig að aðeins annar hnúturinn fari
í gegnum hverja perlu. Ath. að tvinninn tvöfaldast undir nokkrum
perlum áður en endarnir eru klipptir af. Þessi hnútur ætti ekki að
rakna upp.
ÚTSKÝRINGAR Á TÁKNUM Í UPPSKRIFT:
í upphafi uppskriftar eru gefnir upp litirnir, sem notaðir eru í
fyrirmyndinni, og hver litur fær sinn upphafsstaf, t.d. h=hvítt,
r=bleikt, g=grænt, v=vaxperlur og þá er tiltekið að auki litur,
ef fleiri en einn litur af vaxperlum er í uppskriftinni.
T.d. 7 h/ er á við 7 hvítar perlur - saumið í gegnum miðperl-
una í næsta boga.
/ = saum.að í miðperluna á næsta boga. Saumið 2 perlur
fram í lok hverrar umferðar ef ekki er annað tekið fram.
UMSJÓN
ÁSDIS
BIRGIS-
DÓTTIR
UÓSM:
GUNNAF
GUNNAF
SON
11. TBL. 1995 VIKAN 89
w\n\\