Vikan


Vikan - 20.11.1995, Blaðsíða 12

Vikan - 20.11.1995, Blaðsíða 12
LEIKLIST lags Reykjavíkur á Hamlet, sem sett var upp áriö 1988. Þar lék Guðrún Geirþrúði drottningu og Sigrún var f hlutverki Ófelíu. Þá var ekki eins mikið um samleik að ræða og í „Hvað dreymdi þig, Valentína?" „Mér finnst voðalega gaman að mæta Sigrúnu núna af því að ég finn hvað mikið hefur gerst hjá henni sem leikkonu,“ segir Guðrún. „Mér finnst hún á skemmtilegu stigi sem leikari og það er gaman að fylgjast með henni vinna. Þessi sýning hefur þess vegna verið dýrmæt. Á æfingunum fukum við stundum upp og ég man eftir því að þá kom ég alltaf hingað heim og klagaði í Ragnar ef mér fannst Sigrún vera full upp- vöðslusöm. En ég endaði alltaf þessar kvartanir mínar með því að segja: En hún er rosalega flink, stelpan. Ég held að við séum mjög iíkar. Við verðum óskap- lega ákafar ef okkur finnst eitthvað. Ég er hrædd um að það hafi ekki alltaf verið þægilegt fyrir leik- stjórann þegar okkur fór að finnast eitthvað of mikið. En hann hafði gott lag á að sigla á milli skers og báru.“ Hvað viðvíkur samstarfi þeirra mæðgna segir Sigrún að þegar til tals hafi komið að þær ættu að leika saman hafi hún orðið vör við tvenns konar tilfinningar. Annars vegar hafi henni þótt spenn- andi að leika svona stórt og viðamikið hlutverk á móti móður sinni og hins vegar hafi hún orðið hrædd. „Ástæðan er sú að leikara- vinna er mjög náin. Og þeg- ar maður þekkir manneskju svona vel eins og móður sína þá verða oft átök. Sam- band mæðgna er nefnilega allt öðruvísi í einkalífinu heldur en þegar farið er að vinna að listsköpun. Bæði hlutverkin eru mjög krefj- andi, við förum allan tilfinn- ingaskalann og hötumst meiri partinn af sýningunni. Þegar við fórum að vinna saman skynjaði ég hvað við erum miklar vinkonur vegna þess að við getum haft and- síður. Hún hafði verið með yf- irlýsingar um að hún kæmi aldrei til með að leggja fyrir sig þessa vitleysu sem henni fannst leikarastarfið vera og Guðrún frétti það utan úr bæ að hún hefði farið í inntöku- próf. „Það þurfti nú ekkert rosalegt ímyndunarafl á þessu heimili til að láta sér detta í hug að fara í skólann," segir Ragnar sem hingað til hefur ekki tekið þátt í samræðun- um. „Mér þótti það rosalega fínt,“ segir móðirin. „Þó svo að hún hefði aldrei orðið leikkona en samt farið í gegnum leik- best. „Stór,“ segir hún kímin og lítur á móður sína sem skellir upp úr. „Þetta er alveg hárrétt hjá stelpunni. Því stærri því betri.“ „Ég vil fást við sem ólíkust verkefni og oft eru bestu hlutverkin þau sem maður heldur að henti manni ekki. Þá verður glíman við þau meira ögrandi," segir Sig- rún. Guðrún segir, meira ( gríni en alvöru, að sér henti best að leika óskaplega góðar og greindar konur sem segi eitthvað gott á hverjum morgni. Svo bætir hún við: „Það var einhver útvarpsmað- Mæögurnar í leikritinu Hvað dreymdi þig Valentína? Þar leika þær einmitt mæögur. listarskólann hefði hún eign- ast eitthvað sem aldrei yrði tekið frá henni. Leiklistarnám nýtist manni f svo mörgu. Skoðaðu bara æðstu stöðurn- ar í þjóðfélaginu. Margt af þessu fólki hefur byrjað að læra leiklist." GÓDAR OG GREINDAR KONUR Rætt er um leiklist og vinnu leikarans. „Þetta er eins og að segja sögur,“ segir Guðrún. Sigrún samsinnir móður sinni. „Það að segja sögur á ein- hvern hátt er „element" sem alltaf hefur fylgt manninum,11 segir hún. „Ef maður vill segja sögu og láta hlusta á sig fer maður að leika persónurnar sem verið er að segja frá.“ Guðrún bætir við að það sé undir leikurum komið hvort sá sem hlustar á söguna fer ekki bara að hugsa um eitthvað annað. Sigrún er spurð að því hvernig hlutverk henti henni ur sem sagði við mig að hon- um fyndist ég vera þekktust fyrir gamanhlutverk. Mér þótti vænt um það. Það hefur aldrei verið minn draumur að vera eingöngu dramatísk. Ég hef þá teoríu að næstum allir leikarar geti leikið drarna.11 Sigrún hlær. „Finnst þér það ekki líka?“ segir móðir hennar. „Nei, ég hef séð rosalega fína dramatíska leikara sem ekki geta leikið kómík og svo öf- ugt.“ „Þetta er voðaleg della í henni,11 segir Guðrún. „Talaðu við þá sem eru reyndari. Við skulum til dæmis tala um Gísla Halldórsson. í mörg ár hvarflaði ekki að neinum að hann gæti leikið annað en súperdramatísk hlutverk. Svo fer hann allt í einu í kómískt hlutverk í Daríó Fó og allur bærinn ætlar að tryllast." ÁKAFAR BÁDAR TVÆR Síðast léku mæðgurnar saman í uppfærslu Leikfé- stæðar skoðanir án þess að fara í fýlu. Það held ég að sé vinátta. Og þessi vinna styrkti þær stoðir.11 SNÆFRÍÐUR ÍSLANDSSÓL OG LEIKHÚSROTTAN Karlmaðurinn leikur stórt hlutverk í leikritinu „Hvað dreymdi þig, Valentína?11 þótt leikendur séu þrjár konur vegna þess að þráin eftir nærveru karlmannsins er svo brennandi hjá þeim öll- um. „Það eru varla skrifuð betri hlutverk,11 segir Sigrún sem er á sviðinu allan tím- ann og leikur Valentínu. „Hún leikur á alla strengi sem hægt er að leika á og er dálítið galin.“ „Ég geri mér fullkomlega Ijóst að áður en ég teygi úr tánum og dey þá á ég ekki eftir að fá að leika mörg hlut- verk sem jafnast á við Nínu Petróvnu, segir Guðrún, „Það er setning sem Valen- tína segir í leikritinu: „Þegar enginn karlmaður er í húsinu þá finnur konan ekki fyrir lífi sínu. Við hefðum báðar átt að giftast.11 Þá segir mamm- an: „Gift þú þig þá, ef þú endilega þarft.11 „Það er eitt- hvað annað en við mæðg- urnar,“ segir Sigrún kímin. „Mamma hefur gift sig þrisv- ar og ég tvisvar. Mamma gifti sig í fyrravor og ég fór með henni í brúðkaupsferð til Ástralíu. Við skildum eigin- mennina eftir heima til að vinna fyrir visakortinu." Sigrún er byrjuð að æfa hlutverk Snæfríðar íslands- sólar í leikgerð Bríetar Héð- insdóttur sem hún nefnir „Hið Ijósa man“ en frumsýn- ing verður eftir áramót. „Ég vona að uppáhaldssetningin mín úr Snæfríði íslandssól sé í þessari leikgerð,11 segir Guðrún. Sigrún vill vita hver hún er. „Þegar Snæfriður segir við fyllibyttuna, eigin- mann sinn: Margt gæti ég fyrirlátið þér Magnús minn hefðir þú ekki látið berja úr þér þessar tvær framtennur í fyrra.“ Guðrún er að æfa hlutverk leikhúsrottu ásamt tveimur öðrum leikurum og er verkefni þeirra að sýna nemendum barnaskólanna Borgarleikhúsið. „Ég hugsa að það geti orðið jafn gaman hjá þér í hlutverki Snæfríðar ís- landssólar eins og hjá mér í hlutverki leikhúsrottunnar,11 segir Guðrún við dóttur sína.D 12 VIKAN ll.TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.