Vikan


Vikan - 20.11.1995, Blaðsíða 116

Vikan - 20.11.1995, Blaðsíða 116
TEXTI OG UÓSMYNDIR: ÞORSTEINN ERLINGSSON oo z < v > make up for ever egar biaöamaöur Vik- unnar var á ferö í París leit hann við í verslun þeirra hjóna Danielle Sanz og Jacques Waneph á rue La Boétie númer 5 en hún er staðsett á milli Sigurbog- ans, Champs Elysées, og Galeries Lafayette og ber nafniö MAKE UP FOR EVER en þar eru meöal annars til sölu samnefndar snyrtivörur. Búöin er í mjög gömlu og virðulegu húsi sem einna helst minnir á kastala. Hún sést ekki mjög vel frá götunni þar sem að ganga þarf inn um stórt hlið og inn á nokkurs konar torg sem er fyrir framan verslunina. Það var aðeins farið að rökkva þegar blaða- mann bar að garði og nutu því útstillingarnar í gluggun- um sín vel. Búðin sjálf er mjög glæsileg og ætti að fá hvern þann, sem áhuga hefur á snyrtivörum, til að galopna augun. Fyrir utan snyrtivörurnar sjálfar er þar að finna bursta, svampa og önnur áhöld af ýmsum gerðum, snyrtitöskur og fleira. Sagt hefur verið að atvinnumanneskja í faginu stoppi aldrei skemur en klukkutíma þarna. Mikið er um Ijósmyndir á veggjunum og bækur á borðum þar sem lærlingar í faginu, sem og aðrir, geta sest niður og feng- ið sér kaffisopa um leið og þeir fá svolitla innsýn inn í það nýjasta sem er að gerast í förðunarheimin- um. Það má segja að verslunin sé nokkurs konar samkomu- staður förðunarlista- manna. Það var árið 1985 sem fyrirtækið var stofnað af þeim hjón- um en það má segja að Danielle hafi verið driffjöðurin í því en að sjálfsögðu naut hún dyggr- ar aðstoðar eiginmanns síns. Nú hefur sonurinn, Sylvain, sem er lærður förðunarfræð- ingur, bæst í hópinn þannig að andrúmsloftið á staðnum er mjög heimilislegt þrátt fyrir að fagmennskan sé þar í fyrir- rúmi. Danielle er lærður listmálari og myndhöggvari. Á sínum yngri árum ferðaðist hún mik- ið um heiminn og upplifði alls konar hluti sem hafa sett mark sitt á hana sem lista- mann og persónu. Hún fékk síðar mikinn áhuga á förðun og lauk námi sem snyrtifræðingur. Það var síðan ekki síst vegna nálægðar hennar við leikhúsið og þá förðun at- vinnumanna, sem þar fer fram, að hún ákvað að drífa sig að læra förðunarfræði. Hún hafði mjög gaman af því að leið- beina öðrum um allt sem viðkemur förðun og því lá leið hennar í kennslu og varð hún skólastjóri hins þekkta Christian Chauveau förðunar- skóla í París sem hún starfaði við f þrettán ár. Samband hennar við nemend- urna gaf henni inn- sýn í marga fleti mannlífsins sem nýst hefur henni í starfi og opnað fyrir henni nýjar víddir í vöruþróuninni, en fyrir- tækið framleiðir allar sinar snyrtivörur sjálft. MAKE UP FOR EVER býð- ur upp á meira en átján hundruð vöruflokka af há- gæðavörum fyrir fagfólk og að sjálfsögðu einnig almenning. Nefna má allt frá mjög sér- hæfðum förðunarvörum fyrir fólk, sem starfar í leikhúsi, við kvikmyndir, sjónvarp og tísk- usýningar, íþróttafólk, her- menn (felulitir) til hágæða augnblýanta, varalita, meiks og púðurs. Það þarf vart að taka það fram að vörurnar eru framleiddar svo til í óendan- lega mörgum litbrigðum. ÓKU Á MÓTORHJÓLI INN í BÚÐINA „Þar sem vörurnar eru ætl- aðar fyrir svo fjölbreytta hópa þjóðfélagsins sem raun ber vitni þá fer ekki hjá því að mannlífsflóran innan- dyra sé oft á tíðum ansi fjöl- breytt," segir Jacques og brosir en við höfðum sest niður í kaffihúsi sem er hin- um megin götunnar en það segir hann vera sína aðra skrifstofu og sé hann stund- um lengur þar en á skrifstof- unni sinni, sem er inn af búðinni, því að á kaffihúsinu hafi hann frið fyrir síma og öðru til að vinna að mikil- vægum verkefnum. „Sem dæmi um skrautlegt mannlíf- ið í búðinni þá var leikkonan Madonna að versla hér fyrir tveimur dögum þegar stelpa og strákur úr ein- hverju mótorhjólagengi hreinlega óku á hjól- inu inn f verslunina og lögðu því þar. Á sama tíma voru förð- unarfræðingar úr leikhúsi að glugga í myndir hjá okkur og tveir klæðskiptingar að kaupa sérstakan farða til að hylja skegg- rótina." Kemur Madonna oft að versla hjá ykkur? „Já, það má segja að hún sé svo til fastagestur hérna. Förðunardama hennar byrj- aði á því að kaupa vörur hérna hjá okkur og Madonna kynntist þeim á þann hátt og líkaði svo vel að hún verslar mikið hjá okkur ásamt mörgu mjög þekktu fólki sem kemur hérna við þegar þaö á leið um borgina. Fólk eins og hún, sem er mikið á sviði í sterkum Ijósum og jafnvel í mikilli fjarlægð frá áhorfend- um, þarf bæði sterka liti og einnig farða sem er vatnsheldur því það fer ekki hjá þvf að söngvarar og leikarar svitni í öllum hamaganginum. Það eru mjög margir sem þurfa á vatnsheldum litum að halda. Við höfum til dæmis selt japönsk- um vatnsballettflokki vörur og hermönn- um, sem þurfa að hylja andlit sitt felulit- um, sem eru meðal annars þeim eigin- leika gæddir að drekka í sig Ijós, og sem þurfa að vera úti við alls konar veður- skilyrði. Við leggjum áherslu á að gæði vörunnar séu eins mikil og best verður á kosið og höfum við verið í sam- starfi við færustu rannsókna- raðila á þessu sviði. Nú er- um við að koma á fót okkar eigin rannsóknarstofum sem er mjög stórt verkefni en þar kemur til með að vinna fjöldi manns. Allar vörur okk- ar eru ofnæmisprófaðar og engar þeirra eru prófaðar á dýrum. Ekki hefur verið mikil áhersla lögð á að klæða framleiðsluna einhverjum glæsipakkningum heldur að MAKE UP FOR EVER vör- urnar séu aðlaðandi vegna hreinleika síns, fjölbreytni, mikilla gæða og síðast en ekki síst hagstæðs verðs. Vegna þess hversu ólíkum hópum við verðum að sinna þá þurfum við velja umboðs- aðila mjög vandlega. Við höfum aðeins þessa einu búð hér í Parfs en vörur okk- ar eru seldar víðsvegar um heiminn. Nefna má lönd eins og Belgíu, Spán, Finnland, írland, Portúgal, Austurríki, ftalíu, Tékkóslóvakíu, mörg Suðaustur-Asíulönd ásamt Mexíkó, Saudi Arabíu, fjöl- marga staði í Bandaríkjun- um og að sjálfsögðu ísland en þar fást þær meðal ann- ars í MAKE UP FOR EVER búðinni í Borgarkringlunni sem er f eigu fyrirtækisins Farða hf.,“ sögðu þessi við- kunnanlegu hjón að lokum. Blaðamaður hélt út í Parísarkvöldið og hafði svip- aða tilfinningu innanbrjósts eins og eftir heimsókn til góðra vina. □ 1 16 VIKAN 11. TBL. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.