Vikan - 20.11.1995, Blaðsíða 104
GJUGG I BORG
NÝ HERFERD FLUGLEIÐA
í HELGARFERDUM HL REYKJAVÍKUR
Höfuðborgin hefur upp á margt að bjóða. Hún er skemmtiborg, matarborg, menningarborg, verslunarborg og sögu-
borg, eins og segir í bæklingi sem ferðalangarnir fá í upphafi ferðarinnar.
TEXTI:
SVAVA
JÓNS-
DÓTTIR
Megintilgangurinn er
að bjóða íslend-
ingum búsettum
úti á landsbyggðinni upp á
skemmtilega og ógleyman-
lega helgi í Reykjavík og
byggja upp nýja og ferskari
ímynd af helgarferðunum til
borgarinnar," segir Gunnar
Már Sigurfinnsson, sölu- og
markaðsstjóri innanlands-
deildar Flugleiða. Fyrirtækið
hefur boðið upp á sambæri-
legar helgarferðir í fjölda ára
en sú herferð sem nú er haf-
in er sú mesta hingað til.
„Kostnaðurinn hjá okkur er
um sex sinnum meiri en áð-
ur og höfum við þjálfað
starfsfólk okkar vel. Við höf-
um sent bækling um helgar-
ferðirnar í hvert einasta hús
á sölusvæðunum auk þess
að vera með getraunaleiki
og ýmis atriði til að vekja at-
hygli á þessum pakka.“
Markaðsherferðin hófst
fyrsta október, fólk getur far-
ið á fimmtudegi og verið
fram á laugardag eða farið á
föstudegi og farið heim á
sunnudag. . ., og síðustu
ferðalangar þessa tímabils
fara til Reykjavíkur um miðj-
an maí á næsta ári. Helgar-
ferðirnar verða í sama bún-
ingi næstu þrjú árin og hefst
sölutímabil hvers árs í sept-
ember. „Þetta er hressilegur
pakki, fólk spyr um hann og
ferðirnar hafa selst ágætlega
hingað til,“ segir Gunnar
Már. Hugmyndina að heitinu,
Gjugg í borg, er fengin úr
samnefndu Stuðmannalagi.
„Lagið er táknrænt fyrir það
sem við viljum að endur-
speglist í þessu átaki en það
er léttleiki og undirtitillinn hjá
okkur er að það sé gaman í
Reykjavík."
Verkefnið er samstarfs-
verkefni Flugleiða og
Reykjavíkurborgar auk þess
sem fleiri hagsmunaaðilar
taka þátt í því. Ellefu hótel í
Reykjavík eru ( boði, en
hvert hótel verðleggur sig
sérstaklega, og tæplega
fjörutíu fyrirtæki gefa farþeg-
um Flugleiða afslátt á þjón-
ustu sinni. Þeim fyrirtækjum
á eftir að fjölga. Það eru ekki
einungis verslanir sem veita
afslátt heldur einnig veitinga-
staðir, leikhús, listasöfn og
fleira. „Viö viljum meina að
Reykjavík sé orðin jafn mikil
stórborg og flestar þær ná-
grannaborgir sem íslending-
ar heimsækja. Við erum líka
fullviss um að vöruverð í
Reykjavík sé orðið mjög
hagstætt." □
HtfiS
acalimD
NÝTTTÖLUBLAÐ
MEÐAL EFNIS í nýjasta tölublaði H&H er innlit
til hjónanna Sævars Karls og Erlu. Einnig heim-
sótti blaðið tónlistarmanninn Rabba og fjölskyldu
hans, en þau búa þar sem áður var blikksmiðja.
Litskrúðugt heimili í fjölbýlishúsi í Njarðvík var
heimsótt og sömuleiðis „loft“ milljónamærings í
New York, en hann fékk Björn Björnsson til að
innrétta íbúðina og búa hana húsgögnum. Loks
má svo geta upptalningar á þeim helstu sem
selja borðstofuhúsgögn og borðbúnað.
104 VIKAN 11.TBL.1995