Vikan


Vikan - 20.11.1995, Blaðsíða 39

Vikan - 20.11.1995, Blaðsíða 39
Ivenær beitir þú of- beldi? - Verður þú að nota orðið ofbeldi? Mér finnst ég ekki vera ofbeldisfullur. Eiginlega er ég mjög friðsam- ur en þegar ég verð æstur fyllist ég örvæntingu! Kamilla getur æst hvern sem er upp á móti sér! Hún viðurkennir það meira að segja sjálf, segir Martin sem er 27 ára gamall. - En hvers vegna að berja Kamillu? Er ekki betra að leita sætta og ræða hlutina við hana og ef þú getur það ekki er þá ekki betra að fara bara í burtu? Það ert bara þú sem getur náð yfirhend- inni í slagsmálum! - Það skiptir miklu máli að við gerum ekki of mikið úr þessu! Þetta gerist ekki svo oft! Við ræðum málin og ríf- umst svona eins og gengur og gerist um flest fólk. Ég hef aðeins lamið Kamillu svona þrisvar sinnum undanfarið ár. Og ég meiði hana nú ekki í raun og veru. Nokkrum sinn- um hefur hún meira að segja sjálf átt upptökin. Hreint og beint ráðist á mig. - En þú ert sterkari! - Já, og ég verð að gera mér betur grein fyrir því. Þegar ég gef henni utanun- dir eða geri eitthvað annað álíka hef ég ekki stjórn á því hversu þungt höggið verður. Ég bara lem frá mér á því augnabliki. Ég vil helst að rifrildið hætti. Oft er þetta vegna þess að hún hefur áhuga á einhverju sem ég vil ekki að hún sé að hugsa um. Og þegar hún svo heldur endalaust áfram . . . Allt í lagi, víst bregst ég rangt við, en við sættumst alltaf á eftir. Það eina, sem ég geri, er að slá hana utanundir eða ýta við henni - ég bregst bara svona við þessu. Reyni að binda enda á það sem er að gerast. - í hvaða tilfellum „lyftir þú hendinni"? - Einu sinni kom hún heim um miðja nótt. Hún hafði verið úti að skemmta sér með nokkrum vinkonum sín- um og hún var svo sannar- lega ekki ódrukkin. Þá varð ég öskureiður. Við fórum að rífast og þetta endaði með því að ég réðist á hana. Hún lét sig nefnilega ekki og fór að telja uþþ öll þau skipti sem ég hefði verið úti á lífinu með strákunum. Nú væri röðin komin að henni. Þegar við strákarnir bregðum okkur út erum við aftur á móti bara saman í hóp. Við ræðum um hitt og þetta - við erum ekki að eltast við aðrar konur. Þær Kamilla höfðu hitt ein- hverja stráka sem þær fóru með á næturklúbb. Er eitt- hvað skrítið þótt maður verði reiður? Ég hefði helst viljað segja henni að taka saman draslið sitt og koma sér út! - En þess í stað barðir þú hana? - Já, en ekki til að byrja með. Ég veit vel að þetta leysir engan vanda en óg varð svo sár og þetta æsti mig svo upp. Og svo gerðist þetta allt í einu - en ég sló hana ekki sérlega fast. Já, en svo hefur Kamilla reyndar stundum viðurkennt að hún eigi þetta skilið. Martin veit að við höfum líka talað við Kamillu. Og hann hefur á réttu að standa. Kamilla hefur aldrei rætt um hversu miklu ofbeldi hún hafi verið beitt - aðeins að hún hafi verið slegin utan undir af og til og að stundum hafi hún átt það skilið. auk þess sterkari en ég þar til ég var orðinn tólf eða þrettán ára gamall og þá fór ég líka að taka á móti - Lamdir þú konurnar sem þú varst með áður en þið Kamilla fóruð að vera sam- an? Hann svarar ekki strax og verður síðan svolítið fjar- rænn þegar hann svarar. Hann verður órólegur, augnaráðið flöktandi og spurningin virðist ekki vekja með honum skemmtilegar minningar. ISLENSKIR PUNKIAR - ÚR FYRIRLESTRI UM KARLAOFBELDI • Karlanefnd jafnréttisráðs hefur að undanförnu látið töluvert til s(n taka í baráttunni gegn karlaofbeldi. Nefndin efndi til átaksviku í september, gaf út veggspjöld, setti auglýsingar í blöð, stóð fyrir greinaskrifum og sitthvað fleira. Þetta er góð byrjun en margir telja bráðnauðsynlegt að hægt verði á næstunni að koma hér upp ein- hvers konar meðferðarstöð fyrir ofbeldisfulla karla. • Hér á landi munu það vera karlar sem beita ofbeldi f 88% tilvika þar sem ofbeldi er beitt inni á heimilum. Hundruð kvenna leita á hverju ári til Stígamóta vegna ofbeldis sem þær verða fyrir. • Mörgum þykir merkilegt að karlar virðast iðulega stýra höggum og spörkum á þann hátt að áverkar verði ekki augljósir eftir á og geti dulist undir fötum eða slæðum. Bendir það ef til vill til þess að of- beldinu sé beitt vísvitandi? • Sagt er að karl skilji við konu sína þegar hann sé búinn að finna sér aðra konu en kona skilji við karl sinn þegar hún hafi fundið sjálfa sig. • í Osló er starfandi miðstöð fyrir karla sem beita ofbeldi og fá þeir þar aðstoð við að breyta hátterni sínu. Meðferðin fer fram í hóþum. I Stokkhólmi er ofbeldisfullum körlum einnig veitt aðstoð. Enn er hér engin slík miðstöð en sumir telja að jafnvel yrði til góðs ef íslenskir karlar gætu hringt í símanúmer - eins konar neyðarlínu - og leitað þar aðstoðar vegna ofbeldishvata sinna þar til sett hefur verið hér upp svipuð stöð og þær sem starfræktar eru í Osló og Stokkhólmi. - Varstu sjálfur barinn - sem barn? Hann brosir og er Ijúfur á svipinn rétt eins og þetta sé helst til of mikil einföldun og í raun barnalega sagt. - Nei, ég var ekki barinn en ég hef alltaf slegist mikið við bræður mína - á þann hátt einn kemst maður af í hópi fimm bræðral! Strákar slást í skóla, á götunni og á leikvellinum, á barnaheimil- inu og í strákaherbergjunum. Ég sló líka systur mína - og hún sló mig aftur! Hún er þremur árum eldri og var SEGIR HINN 27 ARA GAMLI MARTIN - Já, en. . . Hún var fyrsta raunverulega kærastan mín - og við vorum saman í tvö ár. Við höfðum hugsað okkur að flytja saman en ekkert varð úr því. Ég trylltist í eitt skipti. - Og hvers vegna? - Hún fékk bílinn minn lánaðan, keyrði á og skemmdi hann mikið á ann- arri hliðinni. Það varð að rétta hann og sprauta upp á nýtt og við áttum hvorugt peninga. Ég varð ansi æstur. Hún hélt því hins vegar fram að þetta væru bara smá- munir og ég ætti að gleðjast yfir því að hún væri lifandi! Þetta var ekki svo alvarlegt 11. TBl. 1995 VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.