Vikan


Vikan - 20.11.1995, Page 36

Vikan - 20.11.1995, Page 36
I— i S L L N S K ÞJÓOfRÆÐ I | 'mW % íslenskar tilvitnanir FLEYGl.'STU ORÐ OG 1 R-U.l >Tl í ll SVOR ISLENDINÍ.A I ELLEFU ÍIUNDRLD AR AsAMT KUNNUSllJ 1II VITNUNUM l lhlMSBÓKMUNN l'ANNA L J Islendingar hafa jafnan haft gaman af því sem vel er sagt. Til eru ótal fleyg orö og fræg tilsvör úr sögu þjóðarinnar og bókmenntum og ekki síöur úr samræðum manna í milli. Og þrátt fyrir að við íslendingar séum orðsnjallir í meira lagi, þá hafa þó nokkrir útlendingar látið hafa eftir sér snjalla hluti. Dr. Hannes H. Gissurarson, dósent við Háskóla ís- lands, hefur undanfarin ár safnað saman fleygum setningum, innlendra manna og erlendra, og nú fyrir jólin lítur afrakstur- inn Ijós í nýrri, rúmlega 500 blaðsíðna bók. Erlendis hefur lengið tíðkast að gefa út fleygorðabækur sem þessar sem jafnan njóta mikilla vinsælda. Ekki síst vegna þess að þær innihalda mikla speki og eru mjög fróðleg lesn- ing. Vikan gluggaði í bókina og tíndi til nokkrar tilvitnanir les- endum til fróðleiks. Ambrose Biercde 1842-1914 Ef maður gæti nú fallið í faðminn á konu án þess að falla í hendur hennar um ieið! Árni Þórarinsson 1860- 1948 prófastur Síðan ég heyrði söguna af Þórði bónda í prestakalli mínu, hef ég nefnt þennan hugsunarhátt þórðargleði og þann mann þórðarglaðan, sem kætist yfir því, er öðrum gengur illa. Ævisaga Árna prófasts Þórarins- sonar, I. bindi (1969, 2. útg.). Hjá vondu fólki, 343. bls. Þóröur haföi vart komiö upp oröi fyrir hlátri þeg- ar óvenju vætusamt geröist á Noröuriandi svo aö ötl hey grotn- uöu niöur. Eftirfarandi tilvitnanir rák- umst við á að væru í Grett- issögu: Vinur er sá er ills varnar. Fleira veit sá er fleira reynir. Það er satt sem mælt er að öl er annar maður Satt er það sem mælt er, lengi skal manninn reyna. Slyngt yrði þér um margt frændi ef eigi fylgdu slysin með. Svo skal böl bæta að benta á annað meira. Eigi er sopið þó að í ausuna sé komið. Trú þú engum svo vel að þú trúir eigi best sjálfum þér. Enginn er alheimskur ef þegja má. Sé eg nú, ekki tjáir að letja þig en satt er það sem mælt er að sitt er hvað, gæfa eða gjörvugleikur. Divine Brown (Stella Thompson) f. 1972 gleðikona í Los Angeles Who the hell is Hugh Grant? Hver í andskotanum er Hugh Grant? / yfirheyrslu hjá lögreglunni I Los Angeles sumariö 1995. Hún haföi veriö handtekin ásamt hinum kunna breska leikara Hugh Grant fyrir lostafullt athæfi þeirra í bíl leik- arans. Halldór Laxnes Þegar öllu er á botninn hvolft þá er lífið þó umfram alt salt- fiskur en ekki draumaríngl. 7. kafli. Salka Valka. Hannes Hafstein 1861-1922 lögfræðingur og skáld, ráð- herra íslands 1904-1909 og 1912-1914 Taktu’ekki níðróginn nærri þér. Það næsta gömul er saga, að lakasti gróðurinn ekki það er, sem ormarnir helst vilja naga. „Staka" (1915?). Lauslega þýdd. Lífið er dýrt, dauðinn þess borgun. Drekkum í kveld, iðrumst á morgun. „Lán. “ Jón Thoroddsen 1818-1868 sýslumaður og skáld Gróa bjó á þeim bæ, sem heitir á Leiti. . . . Hún var og vitur kona og svo fróð um alla hluti, að hún vissi fyrir víst, hvað skammtað var hvert mál á flestum bæjum [ öllu því byggðarlagi. Aldrei trúði hún meir en einum í senn fyrir trúnaðarmálum, og svo var hún orðvör, að aldrei greindi hún sögu- mann. Var það jafnan orð- tæki hennar, er hún sagði frá einhverju: „Ólyginn sagði mér, en hafðu mig samt ekki fyrir því, blessuð." Ávallt vissi hún að haga svo orðum sínum, við hvern sem hún talaði, að hverjum fyrir sig virtist sem Gróa ætti engan betri vin hér á jörðu en sig og að hún væri engum trú nema sér einum. Pittur og stúlka (1850). 37.-38. bls. (Útg. 1942). Einar Hjörleifsson Kvaran 1859-1938 rithöfundur og blaðamaður í Reykjavík Sumir menn eru haustsálir og aðrir vorsálir. . . . Haust- sálirnar eru alltaf að búa sig undir einhvern vetur. Þær eru alltaf að verjast einhverj- um illviðrum. . . . Vorsálirnar eru alltaf að fagna sumrinu. Þær breiða yfir allt, trúa öllu, vona allt, umbera allt. Sögur Rannveigar, I. (1919), „Haustsálir og vorsálir". Ásvaidur Þorsteinsson viö frú Hardal skóla- stjóra. Benjamín Franklín Guð bjargar þeim er sér sjálfur bjargar. Morgun stund gefur gull í mund. Snemma að hátta og snemma á fætur! Það hress- ir sál og líkama. Zsa Zsa Gabor Ríkur maður er aldrei Ijótur. Ed Gardner 1901-1963 bandarískur skemmtikraftur Ópera er það að manni, sem stunginn er í bakið, blæði ekki út, heldur hefji hann upp raust sína og syngi hástöf- um, án þess að nokkurt blóð renni. Duffy’s Tavern (bandarískir út- varpsþættir á fimmta áratug). SAMÚEL GOLDWYN Kvikmyndir eru til að skemmta fólki; menn ættu að senda skilaboð sín í sím- skeytum. Einar Benediktsson 1864-1940 skáld og fjáraflamaður Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. René Descartes Heilbrigð skynsemi dreifist jafnast allra gæða, því að allir eru sannfærðir um, að þeir hafi nóg af henni. Cicero (Marcus Tullius Cicero) 106-43 f. Kr. rómverskur stjórnmálamaður og heimspekingur Ekkert er svo fráleitt, að ein- hver heimspekingur hafi ekki orðið til að segja það. De Divinatione, 2. bók, 119. kafli. Appius Claudius Ceacus Hver er sinnar gæfu smiður. Sverrir Stormsker (Ólafsson) f. 1963 söngvari og hljómlistarmað- ur Oft slettist upp á vínskápinn. 36 VIKAN 11. TBL. 1995
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.