Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 20

Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 20
LISTGREINAR TEXTI: ÞORDIS BACHMANN GULUN T ■ b |ryggvi Oiafsson list- málari er stór og bangsalegur og frá honum streymir hlýjan. Það á því einkar vel við að hann hefur nú snúið sér að barna- bókum en Tryggvi var að senda frá sér sína aðra bók, sem kemur út samtímis í Danmörku og á íslandi. Bók- in heitir „Stórt og smátt“ og á hverri opnu eru málverk í fimm skærum litum. í bókinni segir m.a. að „öll börn máli myndir en sumir haldi því áfram allt Iffið og þannig fólk nefnist málarar". Þótt textinn sé ekki langur er í honum heilmikið umhugsunarefni og hvatning, fyrir yngri sem eldri börn. Ég tek Tryggva tali á vinnustofu hans á Vester- brogade, þar sem hann mál- ar í takt við smelli fla- mencodansara á IRYGGVA neðri hæðinni. Hvernig kom til aö Tryggvi fór að senda frá sér barnabækur? „Ég setti mér þessa bók sem verkefni síðastliðinn janúar; maður þarf alltaf að komast f gegnum janúar ein- hvern veginn," segir Tryggvi. „Annars byrjaði þetta í sum- arbústað á Jótlandi, á jólum fyrir um áratug. Þangað tók ég með mér masónítplötur og lék mér að því að mála litlar landslagsmyndir á staðnum. Þrándur, sonur minn, sem þá var fimm ára, fékk að vera með og mála og þótti afar merkilegt þegar ég var að blanda litina. Þá útskýröi ég fyrir honum að litir væru heitir og kaldir, dökkir og Ijósir. Þetta skildi STónr og smátt hann vel og fór svo að gera hlutina rétt og gerði sér síð- an grein fyrir því að litaval er líka tilfinningamál. Þegar barnabörnin fóru svo að koma, varð úr því að setja þessar lita- og formhugleið- ingar á bók.“ EINS OG HAPPDRÆTTIS- VINNINGUR Barnabörnin eru orðin fimm og Tryggvi hefur málað málverk handa hverju þeirra. Hann segir barnabörnin hafa verið sér mikinn innblástur. „Börn hafa svo góða kímni- gáfu og næstum ótakmarkað fmyndunarafl," segir hann og bætir við að hann hafi sér- lega gaman af aö skoða barnaherbergi og sæki í það hvar sem hann kem- ur. „Ég hef svo gam- an af öllum söfnum, sama hvers kyns þau eru og hef fengið mik- ið myndefni út úr því að skoða söfn.“ Tryggvi segir barnaherbergi spegla annars vegar hvað börnunum sé gefið og hins vegar áhugamál þeirra sjálfra, sem vitan- lega séu áhugaverðust. Málverk bamabamanna eru þannig af uppáhalds- leikföngunum þeirra. Nú er komið hráefnið í mynd- ina fyrir það yngsta, en á henni verða tuskudýrin kútsins og tékkneskur sþrellikarl úr tré frá afa. „Þrjú þeirra eru alls ekki skyld mér, af því að Gerður, konan mín, átti strák fyrir. Ég hef þó verið uppeldispabbi hans og börnin hans líta á mig sem afa. Þessi strákur heitir Stfgur og er leiktjalda- málari á fslandi núna. Ég gleymi því aldrei, þegar ég fékk hann. Það var eins og að vinna í happdrættinu. Hann var þriggja ára þegar hann kom út til okkar og ég fór strax að hjóla með hann um alla Kaupmannahöfn. Amma hans hafði alið hann upp I guðsótta og góðum siðum, og þegar ég sýndi honum kirkjurnar, var hann alltaf að leita að Jesú. Ég átti voða erfitt með að útskýra fyrir honum hvar Jesú héldi sig. Við fllósóferuðum ógur- lega mikið á reiðhjóli I þá daga. Gígja, dóttir okkar Gerðar, fæddist svo ári eftir að Stígur kom hingað út. Stígur á þrjú börn í dag og Gigja tvö, svo þar eru komin þessi fimm barnabörn, sem ég kalla mín. Þau leyfa mér að vera afi þeirra og ég er ánægður með það,“ segir hann. KARAMELLA EÐA TÚKALL Leikföng eru Tryggva hug- leikin þessa dagana og hann minnist þess þegar faðir hans lét smíða bíla handa þeim bræðrum á Norðfirði í den, auk þess sem þau fengu blikkbíla eftir ferðir togaranna utan. „Við áttum meira að segja stigbíl, sem við gátum setið I og stýrt. Hann var svo fínn að við seidum aðgang að honum. Lægsta gjald var karamella eða túkall," segir Tryggvi og hlær. Hann var sjálfur kom- FRH. Á BLS. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.