Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 14

Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 14
VIKAN I DANMORKU 200 börn sóttu um inn- göngu í ballett- skólann síó- astliöiö vor og á meöal þeirra voru tveir íslensk- ir drengir. Þaö kann aö vera stutt í aö viö fáum heimsókn lít- ils ball- ettflokks til íslands frá Danmörku. BOURNONVILLE- HEFÐIN Ballett hefur verið að þró- ast síðan á endurreisnar- tímabilinu, sem stóð frá 1300 til 1600. Balletttækni saman- stendur af stílfseruðum hreyfingum og stöðum sem hafa gegnum aldirnar mótast í vel afmarkað en þó sveigj- anlegt kerfi sem nefnist „danse d’école.11 Franska er alþjóðlegt ballettmál, vegna þess að sporunum og stöð- unum var fyrst gefið nafn f Frakklandi. Staða dansks balletts á al- þjóðlegu ballettsviði er fyrst og fremst Ágústi Bournonvil- le að þakka. Verk Bournon- ville eru mikilvægur hlekkur í balletthefðum fyrri alda og það er Bournonville-hefðin sem gefur konunglega, danska ballettinum sérstöðu sína og gerir að verkum að dansflokkurinn er þekktur um allan heim. Bournonville var sonur dansahöfundar og fæddist ( Kaupmannahöfn 1805, sama ár og Hans Christian Andersen. Ágúst lærði hjá Auguste Vestris í París og fyrir utan að leggja stund á ballett, lærði hann einnig um myndlist og tónlist og var þannig vel menntaður ungherra. Bournonville dansaði við óperuna í París í átta ár en frá 1830 til 1877 var hann dansahöfundur konunglega, danska balletts- ins, og samdi fyrir hann rúm- lega 50 balletta, gerði kór- eógrafíu við óperur og lagði grunn að Bournonville-skól- anum, eða því hvernig kennslunni á konunglega skyldi vera háttað. Anne-Marie segir um Ágúst Bournonville, að hann hafi verið stórkostlegur leik- húsmaður. „Hann áleit að listin ætti að vera jákvæð og tilgangur hennar sá að stuðla að innra jafnvægi mannfólksins. Hann stóð fyr- ir öllum umbótunum á kon- unglega ballettinum, ekki einungis faglegum, heldur einnig listrænum og félags- legum,11 segir hún. „Hann út- vegaði dönsurum góð laun og stofnsetti eftirlaunasjóð, til að tryggja þá, og við búum að öllu þessu í dag. Hann hækkaði það stig sem bail- ettinn stóð á, og skapaði hefð fyrir karldansara. Fyrir allt þetta getum við þakkað Ágústi Bournonville.11 Bournonville, sem alla ævi barðist fyrir því að fá félags- lega viðurkenningu fyrir ball- ettinn og dansarana, hefði trúlega grátið af gleði, hefði hann upplifað það 1991, þegar Margrét Danadrottn- ing hannaði búninga við ball- ett hans „Folkeeventyr11, sem var sviðsettur af Anne Marie, eiginkonu sitjandi dansks forsætisráðherra. Ballettar Bournonvilles eru frægir fyrir léttleika og fegurð, auk þess sem hann var jafnréttissinni og gaf kven- og karlhlutverk- um jafnt vægi. Margir sam- tímamanna hans köfuðu í öfga mennskra tilfinninga en Bournonville, sem lagði áherslu á mýkt og lipurð í verkum sínum, sýndi mann- legt eðli í meira jafnvægis- Ijósi. „Bournonville er dansað um alian heim og það hefði hann trúlega ekki látið sig dreyma um, þrátt fyrir að hann hafi verið sjálfumglað- ur maður og vitað hvers virði hann var,“ segir Anne Marie, sem hefur gert Bournonville- dans að sérgrein sinni, þótt hún kenni einnig ensk- rússneskan stíl. Hvarvetna á göngum má sjá börn allt niður í fimm ára á leið milli tíma. „Fólki finnst stórkostlegt að börnin okkar skuli vera hér í húsinu," segir Anne Marie. „Hér er skólinn, hér fer danskennslan fram, hér eru sýningarnar og á göngunum eru stjörnurnar þeirra. Þetta er alger gjöf og það má maður aldrei skemma," segir skólastjórinn og titrar af ákafa. Hún bætir við að nú sé mikil þræta í gangi vegna þess að fólk vilji leggja meiri áherslu á bók- legu fögin. Til þess að það nái fram að ganga þarf þó að fá einkaskóla í ná- grenninu til að kenna þau. „Um leið og skólinn fer úr húsinu, er öll meiningin með því að börnin séu hérna, hrunin. Hérna sjá þau einmitt uppi á töflu: „Nei, í dag er æfing á Svanavatnínu á milli eitt og tvö,“ og geta svo hlaupið yfir í bóklegu fögin aftur. Öll hugsjónin, hefðin og andrúmsloftið er fyrir bí ef börnin verða flutt úr húsi. All- ir útlendingar sáröfunda okk- ur af því að geta haft ball- ettskólann hér í húsinu. Ég held nú að lausnin verði sú að einkaskólakennararnir komi hingað og kenni og ég er svolítið leið yfir því. Þá þarf að taka upp skólagjöld, en hugsjón Bournonvilles var sú að allar þjóðfélags- stéttir ættu að geta komið hér inn. Þá verðum við að veita styrki, en mér finnst heldur ekki að börnin ættu að vita hverjir séu á styrkjum og hverjir ekki.“ Á næstunni stendur því fyrir dyrum breyting á þess- ari 250 ára gömlu hefð að konunglegi ballettskólinn sé nemendum og foreldrum þeirra að kostnaðarlausu. í dag er konunglegi danski ballettinn meðal virtustu dansflokka veraldar. Aðrir þekktir dansflokkar eru Bols- hoi og Kirov-ballettinn, New York City ballettinn og kon- unglegi ballettinn í Bretlandi. Konunglegi ballettinn er al- hliða dansflokkur með 86 meðlimum fyrir utan börnin. Ballettinn á annríkisár fyrir höndum þegar ár Kaup- mannahafnar sem menning- arborgar Evrópu 1996 gengur í hlað. Ballettinn er þrátt fyrir allt ein helsta skrautfjöður Dana á menningarsviðinu og hefur verið um langan aldur. Anne Marie er alveg á því að nú sé komin tími til að lítill Bournonville-flokkur heim- sæki ísland. Til þess að það geti gerst, verður ballettinn þó að fá boðsbréf. Og þá er það leikhússtjóranna eða framkvæmdastjóra Listahá- tíðar að senda það bréf. □ Andri, Anne Marie og Hrafn æfa Bourneville, sem nú er dansaó um allan heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.