Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 13

Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 13
Á KONUNGLEGA í K0BEN en hann er meö í uppsetn- ingu Lisu La Cour á Eldfær- unum eftir H.C. Andersen. Björn Wiinblad hefur hannað búningana á litlu dansarana en aldursforseti sýningarinn- ar og sá sem dansar aöal- hlutverkiö, er aðeins fimm- tán ára. Bekkurinn sem Hrafn er í er einn sá fámennasti og tel- ur aðeins fimm, en annars eru allt niöur í tvö börn í bekk. Fámennið hefur sína kosti því þaö má segja að hvert barn fái einkakennslu í svo fámennum bekk. TILRAUN EN ENGIN TÍMASÓUN Besti aldurinn til aö hefja ballettnám er átta til tíu ára fyrir telpur; drengir geta byrj- að svolítið síðar. Yngri börn geta skaðast vegna þess lík- amlega álags er ballettnámi fylgir og eldri börn missa smám saman þann sveigj- anleika sem þarf til að ná ár- angri. Sé ballettnám hafið seint á unglingsárum er trú- lega óraunsætt að vonast eftir glæstum frama í faginu. „Foreidrarnir vita að heil- mikið þarf að leggja á sig til að komast alla leið og skilja líka að við höfum börnin að- eins eitt ár í einu. Það getur alltaf eitthvað komið upp, rétt eins og hjá fullvöxnum döns- urum. Þau verða ekki dans- arar á því einu að koma hingað, þótt við vonum vitan- lega að þau verði öll dansar- ar. Þetta er tilraun en með áhersluna á það að það er engin tímasóun að vera hér. Mjög margir þeirra, sem ekki halda áfram í ballettinum, verða leikarar. Þau læra hér ýmislegt um listir og menn- ingu, fyrir utan það að bera sig rétt og glæsilega, standa á sviði og taka þátt í sýning- um, sem þau hafa mikla ánægju af að vera með í,“ segir skólastjórinn. „Komist fólk síðan að þeirri niðurstöðu að námið skili sér ekki verðum við að segja nei við áframhaldandi skólagöngu en veitum þá gjarnan ráðgjöf um fram- haldið. Hér læra þau, fyrir ut- an dansinn, að fólk getur ekki alltaf gert nákvæmlega það sem það langar til, þau læra aga og að taka tillit til annarra. Hér f húsinu er mjög mikilvægt að kunna að taka tillit til annarra," segir Anne Marie, sem sjálf er ballettbarn í tvöfaldri merk- ingu orðsins; foreldrar henn- ar voru dansarar og hún var sjö ára þegar hún hóf nám við skólann sem hún stýrir í dag. „Við dansarar gerum meira en að horfa á okkur sjálf í spegli allan daginn; við lærum að bera virðingu fyrir leikhúsinu og hvert öðru. Ég hef tekið eftir því að mörg börnin hafa afskaplega gott af því að læra það. Sem kennari er það líka skylda mín að benda þeim ýtnustu á að stinga nú nefinu ekki of langt fram, þrátt fyrir að við gerum okkur góða grein fyrir því að alltaf er einhver hæfi- leikameiri en aðrir. En maður þarf líka að læra að bera hæfileikana og börn eru mjög slæm með að monta sig hvort við annað. Ég lærði ótrúlega mikið um það hve grimm börn geta verið, vegna þess hve mikiö ég var notuð í leikhúsinu sem barn. En þannig er það einnig í hinu raunverulega lífi," bætir hún við hress í bragði. „í. því andrúmslofti, sem viö leggj- um áherslu á hér, er tími fyrir börnin okkar, það er tekið tillit til þeirra og þau læra aö bera virðingu fyrir sínu starfi og vera öguð gagnvart því. Ekki hef ég liðið fyrir það að hafa ekki gengið í venjulegan skóla og ég er búin að vera hérna í húsinu frá því ég var sjö ára,“ segir Anne Marie. Anne Marie segir Ágúst Bourne- ville hafa hækkaö þaó stig sem ballettinn stóó á og skapaói hefó fyrir karldans- ara. l.TBL. 1996 VIKAN 13 VIKAN I DANMORKU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.