Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 25

Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 25
Pólverjar eru afar gest- risnir og okkur var tekiö meö kostum og kynjum. Hjónin tóku ekki annað í mál en að ganga úr rúmi fyrir gestina og hírast sjálf í sjónvarpssófanum. Mamman bar mat í okkur í sífellu og spuröi þess á milli hvort við værum ekki svöng. Og ég hélt að mér væri að misheyrast þegar brúðgum- inn spurði á sinni bjöguðu ensku hvað okkur langaði til að skoða daginn eftir. Ætlaði hann virkilega að fara með okkur í skoðunarferð á sjálf- an brúðkaupsdaginn sinn! En ég gat nú ekki betur séð en að hann yrði hálffeginn þegar við afþökkuðum þetta góða boð. I Póllandi er hefðin sú að brúðkaup standi í tvo daga. Giftingin fer fram í heimabæ brúðarinnar og veislan er síðan haldin heima hjá henni eða í leigðum sal. Þetta eru engin kampavínsboð, eins og maður á að venjast hér á íslandi, líklega vegna þess að þar er vodka ómissandi þáttur í veislunni. Öll ættin kemur saman og síðan er borðað, drukkið og dansað langt fram á nótt. Þá leggja gestirnir sig í nokkra tíma og fara svo heim til brúð- gumans mæta með hljóð- færaslætti og söng heim til hans og færa hann til brúð- arinnar. Á leiðinni er til siðs að stoppa brúðgumann og hans fylgdarlið með góðum óskum sem hann verður að launa til að fá að halda áfram. Yfirleitt með pening- um eða vodka. Að þessu sinni bjó brúðurin í 200 kíló- metra fjarlægð og því var leigð rúta til að flytja vini og ættingja á staðinn. Brúð- guminn þurfti hinsvegar að komast fyrr og við útlending- arnir og svaramaðurinn, bróðir hans, fórum með honum árla dags. En ekki fyrr en búið var að borða hefðbundinn brúð- Gleöimars leikinn eftir athöfnina heima hjá brúöinni. gumans og halda áfram þar á meðan orkan endist. ÁSTARJURT OG ÁRNAÐARÓSKIR Athöfnin hefst þegar svaramaður og vinir brúð- gilt fara menn til bæjaryfir- valda og það höfðu brúð- hjónin þegar gert, tveimur vikum áður. Kirkjubrúðkaup hafa ekki lagalegt gildi, þótt kaupsmorgunverð: Eggjaköku með sérstakri ástarjurt. LANGAR TRÚLOFANIR OG ÆVILÖNG HJÓNABÖND Til að hjónaband verði lög- nú standi til að breyta því. Flestir kjósa að láta einnig gefa sig saman í kirkju, frammi fyrir guði, þar sem Pólverjar eru almennt fremur trúræknir. Þeir eru kaþólskir og mér virtist sem þeir tækju þetta heit alvarlegar en gert er hérlendis. Ef fólk, sem hefur gift sig í kirkju, skilur líta margir svo á að það geti ekki gift sig aftur. Hjónaskiln- aðir eru fremur fátíðir og fólk gefur sér góðan tíma til að velja rétta makann. Yfirleitt eru trúlofanir því mjög langar og ekki tíðkast að fólk búi saman ógift. Það tíðkast heldur ekki að unga fólkið fari og gisti heima hjá ástinni sinni og þegar börn verða til utan hjóna- bands er þrýst á við- komandi að gifta sig í snatri. í þessu tilviki höfðu hjónaleysin ver- ið trúlofuð í fimm ár og beðið með aö gifta sig þar til þau lykju námi en þau kynntust i háskólanum. BLESSUN Á HEIMILI BRÚÐARINNAR Giftingin hófst á heimili brúöarinnar klukkan 17:00, á því að brúðhjónin tóku við blessun foreldra sinna áður en þau fóru í kirkjuna. Nán- ustu ættingjar voru komnir ásamt þremur hljóðfæraleik- urum og kvikmyndatökukonu sem síðan fylgdi brúðhjón- Brúöhjónin viö veislu- boröiö, ásamt svara- manninum og brúöar- meynni. „Eitthvaö finnst mér ég nú kannast viö þetta hné.“ Brúöguminn í mesta basli meö aö þekkja eiginkonuna frá veislu- gestum. unum eins og skugginn. Á tilsettum tíma birtist brúðurin í glæsilegum brúðarkjól en samkvæmt reglunum var til- vonandi eiginmaöur að sjá „Nei þetta er ábyggilega ekki hann.“ Brúöurin leitar aö sínum heittelskaöa. 1. TBL. 1996 VIKAN 25 VIKAN I POLLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.