Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 59

Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 59
„comptoir" og Comptoir d’ls- lande er því eitthvað í átt við þá sem sérhæfa sig í leið- angrum um ísland. En skyldi vera auðvelt að selja Island? „Nei, það er ekki auðvelt, það þarf að útskýra margt. ísland er mjög dýrt land og þess vegna þurfum við að sýna fólki fallegar myndir og segja því að ísland sé ein- stakt og heimur út af fyrir sig svo það sjái að það sé þess virði að eyða í íslandsferð.” Kemur sama fólkið aftur eða eru þetta nýir viðskiptavinir á hverju ári? „Viðskiptavinirnir eru lang- oftast nýir vegna þess að það er dálítið dýrt að fara til íslands og eftir að hafa farið einu sinni fer sama mann- eskjan ekki aftur fyrr en hugsanlega eftir fjögur eða fimm ár. Við veröum alltaf að sækjast eftir nýju fólki með auglýsingum og kynningar- starfi en það kemur þó fyrir að sama fóikið kemur aftur til að kaupa íslandsferð.“ Eru viðskiptavinir ykkar ríkir eða er þetta hið venjulega, franska fjölskyldufólk sem fer til íslands? „Það er alls konar fólk, t.d. stúdentar sem eiga litla þen- inga en þeir kaupa flugmiða og taka svo rútu út á land, aðrir sem taka bílaleigubíla eða fara í skipulagðar ferðir eru ríkari. Þeir skilja líka að það er óhætt að eyða pen- ingum í íslandsferð því eftir á hafa þeir notið landsins. Allir eru ánægðir þegar þeir koma til baka og það er besta auglýsingin fyrir okkur. Við hittum aldrei neinn óánægðan.“ ALDREI KVARTAÐ YFIR ÍSLANDSFERÐ Hvað vekur mesta eftir- tekt? „ísland er stórt land með fáum íbúum og miklum eyði- mörkum, þú getur gert það sem þú vilt, leigt bíl og stoppað hér og þar, það er hægt að keyra og ganga lengi án þess að sjá nokkurn og það er spennandi. Lands- lagið er mjög fallegt og fjöl- breytilegt, jöklar, eldfjöll og margt fleira.“ Er aldrei neitt neittkvætt sem fólk segir eftir að hafa farið til íslands? „Nei, aldrei" Ekki einu sinni um verð- lagið? „Ef ísland yrði ódýrt ferða- mannaland á morgun þá yrði kannski allt í einu allt of mik- ið af ferðamönnum. Síðast- liðin þrjú ár hefur verðið lækkað og fólk í ferðaþjón- ustu er farið að skilja það sem við höfum verið að segja. Á þeim tíma, sem er fyrir utan annatíma, á að bjóða lægra verð. Allt of margir koma í júlí og ágúst en ef við getum boðið gott verð i mars, apríl og septem- ber er hægt að lengja ferða- mannatímann. Margir halda að í september sé kominn hávetur á íslandi og það þurfum við að leiðrétta. Við segjum fólki að veturinn á ís- landi sé svipaður og í Ölpun- um. Þjóðvegur eitt er kannski ófær í einn eða tvo daga í einu en þá er rutt vegna þess að íbúarnir þurfa að komast leiðar sinnar." Hvernig ferðir eru í boði hjá Comptoir d’lslande? „Við erum með þrenns konar ferðir. Ein útgáfa er fyrir þá sem vilja ganga og þá er farangrinum ekið í bíl, í öðru lagi blandaðar ferðir með bíl en líka gönguferö- um. Einnig bjóðum við upp á ferðir á hestum. Við höfum allar útgáfur af svefnað- stöðu, svefnpokapláss hjá bændum, tjöld eða hótel, því þegar maður segist vera sér- fræðingur í íslandsferðum verður allt að vera í þoði. Vinsælast er að ferðast um hálendið og að skoða hveri. Þess vegna er Mývatn og nágrenni mjög vinsæll stað- ur. Við höfum reynt að skipu- leggja ferðir á Vestfirði en það er erfitt að útskýra að það sé mjög fallegt þar og áhugavert að skoða af því að þar eru engir hverir. Frakkar vilja líka gjarnan hitta (slendinga og tala við þá og því gista margir í bændagistingu. Frökkum finnst skrýtið að bóndinn sé ekkert öðruvísi á íslandi en borgarbúinn. í Frakklandi hef- ur bóndinn allt aðra líkams- byggingu en borgarbúinn og talar ólíka mállýsku." HENTU HÁKARLINUM Þegar hættur, sem geta leynst í náttúrunni á íslandi, eru nefndar segist Marc ekki líta á þær sem vandamál. Svona sé einfaldlega náttúr- an, fólk verði að kunna að haga sér og hann vill alls Marc Maillet, t.v., heldur hér á skilti meö merki fyrirtækis síns. Meó honum á myndinni er samstarfsmaður hans. Sökum þess hve l's- landsferö er dýr er tæpast vió því aö búast aó sami feróamaóur geti leyft sér aó sækja ísland heim nema á fjögurra eða fimm ára fresti, segja þeir félagarnir. ekki að staðir, sem geti hugsanlega verið hættulegir, séu girtir af. „Skilti á mörgum tungumálum á að duga til að vara fólk við og enginn ætti að stíga f hveri, það er hættulegt. Það er líka hættu- legt að fara yfir götu hérna fyrir utan ef þú fylgist ekki með bílunum. Fyrir mér er náttúran ekki hættuleg, mað- ur verður að skilja sín tak- mörk.“ Hefur ekki eitthvað skemmtilegt komið upp á f þessu stússi ykkar? „Einu sinni ætluðum við að flytja hákarl með okkur til Frakklands til þess að hafa eitthvað séríslenskt með okkur til að bjóða fólki en þegar eitthvað er flutt til landsins þarf að útskýra fyrir tollinum hvað það sé. Þegar þeir sáu að þetta var hákarl og fundu lyktina af honum hentu þeir honum í ruslið og héldu að hann væri skemmdur! Frökkum finnst hárkarlinn mjög sérstakur þegar að þeir smakka hann.“ Hann er nú kannski ekki það besta sem hægt er að reyna á íslandi. „Kannski ekki en þetta er hluti af ykkur og þið hafið varðveitt þessa hefð. Ég veit að það er margt bragðþetra ( boði en hákarl en þetta er partur af þjóðarhefðinni. Frakkar eru líka mjög áhuga- samir um álfa og tröll á ís- landi en það er erfitt að fá ís- lendinga til að tala um þá. Fólk heldur kannski að ef það viðurkenni að það trúi á álfa muni útlendingarnir halda að viðkomandi sé létt- ruglaður. Ferðamennirnir hafa heyrt sögur af því að vegir hafi verið færðir til vegna þess að ekki mátti sprengja kletta sem taldir eru álfabyggðir og þess vegna spyrja þeir um álf- ana,“ segir Marc Maillet. Álfatrú Islendinga hefur greinilega borist víða og er líklega ágæt viðbót við ann- að, sem hægt er að bjóða erlendum ferðamönnum á íslandi, og svona komum við útlendingum fyrir sjónir. □ 1. TBL. 199ó VIKAN 59 VIKAN í PARÍS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.