Vikan - 20.01.1996, Síða 51

Vikan - 20.01.1996, Síða 51
FRH. AF BLS. 48 verið á þrjátíu metra dýpi. Eini staðurinn, sem hægt er að lenda í þessu hér á landi, er á Þingvöllum og þá sér- staklega í gjánum.“ ÖNNUR VERÖLD Ævintýraþráin réð því að Guðjón fór að stunda köfun og segir hann það vera ríkt í flestum að komast eitthvað lengra. Hann bendir á að um það bil sjötíu prósent hnatt- arins sé haf og að stór hluti þess sé ókannaður. „Maður kemur inn í nýja veröld sem stundum er ólýsanleg." Al- gengustu staðirnir, þar sem kafað er í nágrenni Reykja- víkur, eru uppi á Kjalarnesi, í hrauninu fyrir sunnan Hafn- arfjörð og í nágrenni Straumsvíkur. Fyrir nokkrum árum lét Slysavarnafélag ís- lands sökkva skipi uppi í Kollafirði og þar hafa kafarar afdrep. Valið var ákveðið dýpi sem þeir geta verið þokkalega lengi á og þar geta þeir gert ýmsar æfingar. Misjafnt er hve kafarar eru lengi undir yfirborðinu en þeir eru með ákveðið reikni- iíkan sem segir til um hvað þeir geta verið lengi á ákveðnu dýpi. Margir halda að kafarar andi að sér súr- efni en það er ekki rétt. Þeir anda að sér venjulegu lofti sem þrýst hefur verið á kúta. Kúturinn á bakinu er þungur og segir Guðjón að ef miðað sé við fiska eða seli séu kaf- arar ákaflega klunnalegir. „Við reynum að vera straum- Ifnulagaðir, syndum rólegum sundtökum og eyðum sem minnstri orku. Það getur ver- ið geysilega erfitt, sérstak- lega ef við lendum í straumi. Þegar allt er talið með, kútur, blýbelti, sem þarf til að sökkva sér niður, hnífur og galli, þá hleypur þetta svona á fjörutíu kílóum á þurru landi. Ég, persónulega, er yf- irleitt með svona fjörutíu og eitt kíló á mér þegar ég kafa. En þegar í sjóinn er komið verður maður þyngdarlaus og finnur ekkert fyrir öllum þessum kílóum. Kafarar eru með vesti á sér sem þeir geta blásið upp þannig að þeir stoppa á ákveðnu dýpi. Þeir þurfa þess vegna ekki að eyða orku í að halda sér á floti.“ DJÚPHAFSGLEÐI Sjórinn er kaldur og segir Guðjón að fyrst þegar farið er út í sé það vont og svo versni það smám saman. „Ef menn eru lengi niðri er fynd- ið að hlusta á samræður þeirra þegar þeir eru ný- komnir upp úr en þá eru kjálkarnir orðnir fastir sam- an. Menn eru smá stund að jafna sig en þetta er alveg þess virði. Ég var að lesa um daginn að rannsókn hefði leitt í Ijós að köfun or- sakaði minnisleysi. At- vinnukafarar voru rannsak- aðir þannig að ég er ekkert hræddur ennþá. Þrýstingur- inn hefur áhrif á þá, sem kafa á allt að tvö hundruð metra dýpi, þannig að eitt- hvað af heilasellunum deyr smátt og srnátt." í húsakynnum Landhelgis- gæslunnar er afþrýstiklefi Margir kafar- ar gefast upp á leitarköfun og Guðjón segir það vera skilj- anlegt en álag- ið er mikið við að leita að drukknuðu fólki. sem notaður er þegar menn fá köfunarveiki. Guðjón og félagar hans hafa prófað að fara í klefann þó ekki hafi þeir verið með köfunarveiki. „Klefinn var stilltur eins og við værum að fara á fimmtíu metra dýpi. Við vorum komn- ir með einkenni djúphafs- gleði en um er að ræða eitr- un þegar heilinn fær of stór- an skammt af köfnunarefni. Á ákveðnu dýpi fer manni að líða ákaflega vel og þegar við erum komnir á fimmtíu metra dýpi og ef einhver segir lélegan brandara er hlegið í fimm mínútur. Það er einkennilegt að finna hvernig heilinn fer að virka. Ein- hverju sinni fengu nokkrir fé- lagar mínir einfalt reiknings- dæmi og það var ótrúlegt hvernig þeir gátu klúðrað því. Svo er mjög gaman að heyra menn syngja þegar þeir eru komnir á það sem jafngildir fimmtíu metrum því þeir tala eins og Andrés önd. Sá fyrsti, sem talar, verður að athlægi. Ef menn eru í rauninni niðri í sjónum á þessu dýpi og eru í þessu ásigkomulagi getur það orð- ið hættulegt. Það hefur kom- ið fyrir að menn hafa tekið út úr sér öndunarbúnaðinn og boðið hann fiskunum og hver öðrum. Talið er örugg- ast að menn séu með hjálma eða grímur sem þeir geta ekki tekið af sér. Að öllu jöfnu verðum við að vera með öndunarbúnaðinn uppi í okkur.“ Í ALMANNAÞJÓNUSTU Margir kafarar gefast upp á leitarköfun og Guðjón segir það vera skiljanlegt en álag- ið er mikið við að leita að drukknuðu fólki. Eftir leitir hefur hann hugsað með sér að þetta vilji hann aldrei gera aftur. „Ég hef fálmað mig áfram á svarta myrkri og ekki einu sinni séð hendurn- ar á mér. Oft þýðir ekki einu sinni að vera með Ijós því skyggnið er stundum svo slæmt að það blindar mann. Ég hef lent í það slæmu skyggni í leit að ég sá ekki einu sinni Ijósið. Ég setti það á gleraugun og það var eins og sprittkerti þarna fyrir framan. Það er (dví oft betra að reyna að venjast myrkr- inu og fálma sig áfram. Það tekur verulega á taugarnar og maður er alltaf viðbúinn þvi að fá eitthvað í fangið. Stundum er leitað í tvo tíma og þegar upp er komið og maður fær sér kaffibolla er eins og það sé stungið á blöðru. Maður lekur alveg niður og þarf kannski að jafna sig í tvo tíma áður en farið er út í aftur.“ Guðjón segir að oft hugsi hann um tilgang þess að vera í leitarköfun en þegar hann setur sig í spor að- standenda gerir hann sér grein fyrir því að ef hann stæði í þeirra sporum mundi hann vilja að sá drukknaði fyndist og hann væri hægt að jarða. „Það hlýtur að vera hræðileg tilfinning að missa einhvern nákominn sér og sjá hann aldrei aftur. Það er það sem rekur mig áfram þótt þetta reyni geysilega á taugarnar. Þetta er bara ákveðið verkefni sem maður tekur að sér og maður bara klárar það. Það er þess vegna nauðsynlegt að taka á því ef aðstæður eru slæmar. Þá verður bara að fá hjálp og tala sig út úr því.“ □ TRYGGVIfbrlhsa^ inn á togara þegar honum bauðst innganga á Kunstakademiet í Kaup- mannahöfn eftir að senda þangað málverk. Síðan eru 34 ár og Tryggvi hefur haft búsetu í Kaupmannahöfn frá þeim tíma. I nógu er að snúast hjá vinsælum listamanni. Nú er yfirstandandi sýning á nokkr- um verkum Tryggva á Amos Anderson-listasafninu í Helsinki og sjálfur er hann nýkominn þaðan. „Þeir selja myndirnar ef einhverjir vilja kaupa þær, en að öðru leyti er aðallega heiður að fá að sýna þarna,“ segir Tryggvi. Þar að auki eru tólf grafík- myndir Tryggva á sýningu í Brussel og hann á myndir á yfirstandandi sýningu í Óð- insvéum. Afahlutverkið er Tryggva kært. „Mér finnst voða gam- an að troða upp sem afi, er alltaf að kaupa eitthvað handa þeim og senda þeim póstkort með einhverri dellu, svo þau geti hlegið að afan- um,“ segir hann og gortar góðlátlega af því að hafa viðurnefnið „afi bullari" hjá hópnum. Frá Finnlandi sendi Tryggvi krökkunum mynd af Lappastrák með hreindýr í bandi og skáldaði með sögu um hvernig Lappabörnin hafa það. Þar er komin landafræði, mannkynssaga og fantasía, sem Tryggvi segir nauðsynlega, því nóg sé af lógík á öllum öðrum sviðum. Tryggvi finnur fram mynd af geispandi flóðhesti, sem hann ætlar að senda næst- elsta barnabarninu og búa til sögu um hvers vegna hann sé svona syfjaður. Hugsan- lega verður næsta bók Tryggva litabók fyrir full- orðna, þótt hann segi hæversklega að útgáfustarf- semin sé bara grín. Skemmtilegt og skapandi grín, engu að síður. Eins og Tryggvi segir: „Það fyrirfinn- ast allt of margar barnabæk- ur þar sem Nonni litli vaknar á blaðsíðu eitt og sofnar á blaðsíðu 30 eftir uppeldis- fræðilega kórréttan dag. Bókin mín kennir hvorki á form né liti. Það er til nokkuð sem er betra en kennsla og það er leikur!" □ 1. TBL. 1996 VIKAN 51 LISTGREINAR

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.