Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 40

Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 40
KVIKMYNDIR UM HVAÐ FJALLAR JUMANJI? JUMANJI er nafn á hættu- legu og dularfullu spili sem býr yfir yfirnáttúrulegum kröftum. Þeir, sem leika leik- inn, þurfa að vera undir það búnir að mæta hættum sem eru ekki af þessum heimi. Hér þýðir ekkert hálfkák og þrautirnar eru margar. Hér má ekki slá slöku við. Þeir, sem leika leikinn, þurfa að klára leikinn þótt það taki 23 ár eins og hjá söguhetjunni, Alan Þarish, sem leikinn er af einum besta gamanleik- ara heims, Robin Williams. Þess má geta að Robin Williams er í essinu sínu í myndinni og er þetta ein besta myndin hans og þá er góðu við að jafna. Skelf- ingu lostin kona undir stýri! Hvernig yröí þér líka viö ef þú mættir dýra- hjörö úr frum- skógum á haröa- spretti í annars friðsælu íbúöar- hverfi? Myndin hefst árið 1969 þegar persóna Roþins er 12 ára. En þar sem honum tókst ekki að Ijúka leiknum verður hann fórnarlamb JUMANJI spilsins. Hann innilokast í heimi handan þessa heims og þarf að berjast gegn alls konar hættum og ógnum sem leynast í frumskógi ein- um sem uppfullur er af hindr- unum sem hetjan þarf að yfir- stíga. JUMANJI spilið er síð- an falið af kærustu hetjunnar. En 23 árum síðar uppgötvast hið dularfulla og ógurlega spil, JUMANJI, af annarri söguhetju, Judy, sem leikin er af Kirsten Dunst sem við sáum síðast í „Interview with a Vampire" og „Little Wom- en“. Judy, ásamt vini sínum Peter, kastar JUMANJI spila- teningnum og opnast þeim þá ný vídd sem skilur þennan heim frá sérstökum frum- skógarheimi sem búinn er að vera heimkynni Alans, pers- ónu Robins Williams. Alan hefur elst um 23 ár en er feg- inn að fá hinn óvænta liðs- auka. Gömul kærasta Alans mun líka skerast í leikinn. Og saman leggja þau til atlögu við bandbrjálaðan apa, Ijón, nashyrninga, fíla og fleiri óg- urleg dýr sem við skildum ekki mæta á förnum vegi. Nánar verður ekki farið út í dýrategundirnar en þær eru margar og mjög hættulegar ef ekki er að gætt. Geysimik- ið er lagt í myndina. Tæknilið myndarinnar er hið sama og sá um risaeðlusköþunina í stórmyndinni „Jurassic Park“. Allskonar frumskógardýr eru lygilega vel endursköpuð. Fyrir utan alla spennuum- gjörðina er myndin hlaðin tæknibrelluatriðum. Myndin hefur verið líkt við „Indiana Jones“ myndirnar vegna þess að það er hvergi neinn dauður punktur í frá- sögninni, hraði og spenna eru helsti drif- kraftur JUM- ANJI. Aðstandend- ur JUMANJI sjá til þess að halda okkur við efnið og tekst það með end- emum vel. Enda má geta þess að hand- ritshöfundur myndarinnar er hinn magnaði og skotheldi Jonathan Hensleigh sem skrifaði handritið að „Die Hard 3: With A Vengeance“. Við eigum því eftir að sjá hasarspennu og gaman í bland. Já, við fáum spennu- grínið beint í æð. Góða veiði. AÐSTANDENDUR MYNDARINNAR JUMANJI ROBIN WILLIAMS þarf varla að kynna. Hann hefur leikið í vinsælum myndum á borð við „Mrs. Doubtfire11, „Hook“ og „Nine Months". Hann gerði líka Aladdin and- ann ódauðlegan með rödd sinni. Robin Williams lærði leiklist við Julliard School í New York, einn þekktasta og vírtasta listaskóla heims. Hann byrjaði sem sviðsgrín- ari á áttunda áratugnum og þar með hófst frægðarferill hans. Hann hefur þrisvar sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna en það var fyrir leik hans f myndunum „Good Morning, Vietnam", „Dead Poet’s Society" og í „The Fisher King“. 140 VIKAN 1. TBL. 1996 Robin Williams er og verð- ur sígildur gamanleikari kvik- myndasögunnar og á nóg eftir. BONNIE HUNT, sem leik- ur kærustu Robins í JUM- ANJI, er þekkt gamanleik- kona. Við höfum séð til hennar í myndunum um Beethoven hundinn en auk þess lék hún á móti Marisu Tomei í rómantísku gaman- myndinni „Only You“. Hún fór líka með lítil hlutverk en eftirminnileg í myndunum „Dave“ og „Rain Man“. Hún hefur nýlokið við að leika í myndunum „Now and Then“ og „Getting Away with Mur- der“. Þar fyrir utan hefur hún verið með sinn eigin gaman- þátt fyrir CBS sjónvarpsstöð- ina. Hún er kostuleg í JUM- ANJI og kemst oft í hann krappann. KIRSTEN DUNST er ung og efnileg leikkona sem væntanlega á eftir að sjást mikið til. Hún er aðeins 12 ára en hefur þegar haslað sér völl í kvikmyndum eftir ógleymanlega leiktúlkun ungu blóðsugunnar í mynd- inni „An Interview with a Vampire11 þar sem hún lék á móti stórstjörnunum, Tom Cruise, Brad Pitt og Antonio Banderas. Við sjáum líka til hennar í myndinni „Little Women“ þar sem lék á móti Wynona Ryder og Susan Sarandon. í JUMANJI leikur hún hina ungu Judy sem þarf að taka á honum stóra sínum. Leikstjóri JUMANJI, JOE JOHNSTON, byrjaði sem tæknibrelluhöfundur víð- frægra stórmynda á borð við „Star Wars“ myndirnar og „Indiana Jones" myndirnar. Fyrsta leikstjóraverk hans var tæknibrellumyndin „Hon- ey, I shrunk the Kids“ sem hann gerði árið 1989. Mynd- in „The Rocketeer11 fylgdi í kjölfarið tveimur árum síðar. JUMANJI er talin besta mynd hans til þessa, enda sparaói hann ekki kraftana við kvikmyndagerðina. Joe Johnston hefur líka leikstýrt fyrir sjónvarp og hef- ur mikið komið nálægt sjón- varpsþáttunum um fyrri ár Indiana Jones eða „The Young Indiana Jones Chron- icles". Sem fyrr sagði er það JONATHAN HENSLEIGH sem skrifar handritið að JUMANJI. En hann á allan heiðurinn að „Die Hard With A Vengeance" sem sló eftir- minnilega í gegn um allan heim síðastliðið ár. Hann hóf feril sinn sem lögfræðingur en skipti um starfssvið þegar á leið og snéri sór að því að skrifa handrit fyrir kvikmyndir. Hann hefur skrifað mörg handrit að „The Young Indi- ana Jones Chronicles11 sjón- varpsþáttunum. Núna er Jonathan Hens- leigh að þróa fjölmörg hand- rit, svo sem handrit að vænt- anlegum kvikmyndaverkefn- um á borð við „The Saint" (Dýrlingurinn), „Captain Blood" og „Red Tails“. TÆKNIBRELLURNAR eru í höndum tveggja sterkra risa á tækniundrasviðinu í Bandaríkjunum. Um er að ræða hið gamalreynda fyrir- tæki George Lucas, IN- DUSTRIAL LIGHT & MAGIC („Star Wars“, trílógfan, „Radiers of the Lost Ark", „Casper11, o.fl.) og fyrirtækið AMALGAMATED DYNA- MICS sem hlaut Óskarinn fyrir tæknivinnuna í myndun- um „Death Becomes Her“ og „Wolf“. Þetta eru tveir risar sem sameina krafta sína, enda afraksturinn eftir því. JAMES HORNER sér um tónlist í kvikmyndinni JUM- ANJI. Hann hefur m.a. verið tilnefndur til Óskarsverð- launa fyrir tónlist sína sem hann samdi fyrir myndirnar „Aliens11, Field of Dreams11 og „An American Tail“. Það var mjög annasamt hjá honum í fyrra því þá samdi hann tón- list fyrir stórmyndirnar „Braveheart11, „Óasþer11, „Legends of the Fall“ og „Apollo 13“. JUMANJI verður ein stærsta myndin á þessu ári. á þvf er enginn vafi. □ Lausn á krossgátu í slðasta blaði + + + + + + + + FÆ + Á + + H Æ + F + + + + + + HVAÐ 2 R T U A + + + + + + + ERI N D I + R I G S + + + + + + + RA + D A N G L + E S + +V+L + + ALV E G + N A R R A + DÆSA + ÖLD + M A K A + A A R ARNlKA + DUG I R + P E D + + MENNINGARA + + M A K L E G + P+ U + SÖR + R Ö M A + L E I R HARMA + SVAN N I + T U G T I + + Ö + NATAN + S L 0 R + T U Ð MALANDINN + A L P A R + R K ELTUR+ + U + E + I N N A + B A + LAG1TAR + G A + A S K A R + + A + UK + N + AN N H R + A F A R FRAMINN + LA D A + I R I S + + PP+L1TUR + H V E R + + A K GÖLTU R + TÖL V A + P A + R A + DAUNÆRAN + E N Ð A + V I N + DÓ+DÐ + HG + R A U N S Ö N N GUÐLAUN + +Æ F + G + I N N A + R + ARRAR + F 0 R N ö L D + + ANDÓF + FÓKU S + A R F + Þ 0 + AURANA + ÁR T 1 Ð Æ R N I R ARNÓR + RELL + L I F I 1 N A KLESSUMALA R l|+ I Ð U N N Lausnarorð: K L E S S U M Á L A R I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.