Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 32

Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 32
TONLISTARMENN LEYNDARDÓMAR APPLE Brian Epstein var um- boðsmaður Bítlanna og hommi sem sá ekki sólina fyrir John. Hann hjálpaði Bítlunum upp á tindinn en þegar að samningagerð kom átti hann ekki roð í EMI og samdi af þeim. Þegar Epstein dó af of stórum lyfjaskammti 1967 varð allt vitlaust í herbúðun- um. „Það var eins og pabbi væri dauður og þeir ættu loks alla aurana sjálfir," sagði maður sem vann með Brian Epstein á árum áður. Bítlarnir notuðu Apple sem leið inn í útgáfu og tískuversl- un. Flest uppátæki þeirra á þessum tíma voru gersam- lega glötuð og tapið gerði loks að verkum að John sannfærði George og Ringo um að nauðsynlegt væri að kalla til fjármálasérfræðing. Fyrir valinu varð Allan Klein - eitilharður Ameríkani. Hann knúði fram betri samninga en ráðning hans leiddi til biturra deilna og varð loks til þess að hljómsveitin leystist upp. Það er kald- hæðnislegt en það var ekki fyrr en hljómsveitin var hætt sem peningarnir fóru að streyma inn. Maðurinn á bak við það var Neil Aspinall. Neil hefur verið kallaður „fimmti Bítillinn" og er eini maðurinn sem þekkir alla fjármálasögu Bítlanna. Hann gaf endurskoðunarnámið upp á bátinn til að vera með hljómsveitinni sem borgaði honum eitt pund fyrir að aka sér á milli hljómleikastaða. Undanfarin 20 ár hefur Neil Neil Asp- inal, sem hér sést með þeim Paul og John áriö 1968, hef- ur oft ver- iö kallaö- ur fimmti Bítillinn. Hann er eini maö- urinn sem er sagöur þekkja alla fjár- málasögu þeirra. þó verið þögli maðurinn við kjarna Eplisins. Sagan segir að Neil hafi fengið eina milljón punda fyr- ir að greiða úr fjármálaflækju Bítlanna forðum. Hann tók einnig að sér að stilla til frið- ar en er þó ekki einu sinni forstjóri fyrirtækisins sem hann hefur rekið í svo mörg ár. Hann er nú 54 ára og tal- ið er að hann hafi um 15 milljónir ISK í árslaun. Fátt eitt er vitað um Neil Aspinall en hann er þó þekkt- ur fyrir tvennt - derhúfuna, sem hann gengur með til að fela skallann, og þá stað- reynd að hann hefur ekki veitt eitt einasta viðtal í 27 ár. ALLT BREYTIST í GULL Ólíklegustu hlutir verða að gulli þegar fjórmenningarnir frá Liverpool eiga í hlut. Sumir aðdáendur eru svo illa haldnir af Bítlaveirunni að þeir kaupa hvaðeina sem tengist hljómsveitinni. Fyrsti umboðsmaður þeirra, Allan Williams, lánaði þeim 15 pund til að kaupa svartar rúllukragapeysur hjá Marks & Spencer. „Þeir endurgreiddu mér aldrei," segir hann, „en það gerir ekkert til. Ég seldi pólskum náunga skuldavið- urkenninguna fyrir 1000 pund árið 1974.“ Sérfræðing- ar segja að áritun fjórmenn- inganna á einni síðu sé 700 punda virði. Sé áritunin á tónleika- prógrammi, plötuumslagi eða mynd er hægt að fá 1000 pund fyrir hana. Eigandi poppmenjafyrir- tækisins Tracks, segir mikla eftirspurn eftir Bítlamenjum. „Bítlarnir eru enn góð söluvara, jafnvel eftir öll þessi ár. Minjagripir sem tengjast þeim eru þeir sem auðveldast er að selja og fyrir þá fæst alltaf gott verð. Við eigum plaköt sem auglýsa fyrstu tónleika þeirra í Liverpool og fyrir þau fáum við 1500 pund eða meira," segir hann. Og ekki nóg með það - hálfétið, ristað brauð' Georges Harrison og einn sígarettustubba Ringos hafa verið seld á uppboði. Paul McCartney - Makki heldur því heimafyrir Talið er að Paul eigi um 580 milljónir punda og hann hefur verið metnaðarmikill síðan Bítlarnir fóru hver sína leið. Brian Epstein ásamt Ringo og John áriö 1965. Þegar hann dó úr ofneyslu lyfja tveim árum síðar varð allt vitlaust í herbúöum Bítl- anna. . . Paul hefur aldrei verið eyðslusamur og hefur reynt að halda lífsstílnum jarð- bundnum. Börn hans gengu í ríkisskóla. Linda, kona hans, og fjöl- skylda hennar, hafa haft mik- il áhrif á hann. Faðir hennar sá um fjármál Pauls þar til hann lést og John, bróðir hennar, er forstjóri margra Bítlafyrirtækja. Hlutur Pauls í Apple og MacLen er um 165 milljóna punda virði og hann á einnig MPL Communica- tions, fyrirtæki staðsett í Soho. Linda hefur einnig séð sæmilega fyrir sér, m.a. með örbylgjufæði. Meðal fasteigna Pauls eru sveitasetur í Sussex, upp- tökuver og heimili í London, Arizona og í Skotlandi. George Harrison - Góði Guð, þetta er fjársjóður George fékk tækifæri til að koma í Bítlana eftir að hafa tekíð hæfileikapróf í strætó. í dag á hann 100 milljón pund. Þrátt fyrir orðróm um að hann sé kominn „niður í sfð- ustu 10 milljón pundin" á hann þó 1/4 af Eplinu, sem er 75 milljón punda virði, og hlutur hans í MacLen er tíu milljóna punda virði. George á tónlistarfyrirtæk- ið Harrisongs hf. en ágóðinn frá því er uppurinn vegna mikils taps Handmade Films, sem George átti helminginn í og framleiddi m.a. Life of Brian Monty Pyt- hon hópsins. Stef- gjöld velta þó stöð- ugt inn, af lögum á við My Sweet Lord. George á sex milljón punda höll nálægt Oxford og safn kappaksturs- bíla. Ringo Starr - Trommaði saman 105 millj- ónum punda Ráðgjafar Ringos slógu ekki feiltakt við vinnuna. Tal- ið er að Ringo eigi 30 millj- ónir punda, aðallega í bönk- um á bresku Jómfrúreyjun- um. Fjórðungshluti hans í Apple er metinn á 75 millj- ónir punda og hluti hans í MacLen er tíu milljónir punda sem gerir eigur hans rúmlega 105 milljónir punda. Ringo fékk eina og hálfa milljón punda í stefgjöld frá Apple á síðasta ári. Fyrirtæki hans, Startling tónlist, hefur greitt honum 151 þúsund pund í ágóða undanfarin níu ár. Ringo á fimm milljóna punda hlut eða átta prósent í sjónvarpsframleiðslufyrir- tækinu Britt Allcroft. Hann er kvæntur Barböru Bach og á heimili í London, Los Angel- es og Monte Carlo. Yoko Ono Lennon ímyndið ykkur allt þetta fé Cynthia Lennon, fyrri kona Johns, hafði varla efni á að kaupa bíl eftir að hafa selt Bítlaminjagripi sína. Ekkja Johns, Yoko Ono, situr nú við stjórnvölinn í dánarbúi sem er rúmlega 380 milljóna punda virði. Fjórðungshlut- inn í Apple og 40% í MacLen væru um 165 milljóna punda virði ef kaupandi kæmi fram á sjónarsviðið. Mismunurinn kemur inn af plötusölu og stefgjöldum fyrir lögin sem Lennon og McCartney skrif- uðu. Eigin smellir Johns, á við Imagine, bæta einnig klinki í kassann. í fyrra borgaði MacLen Yoko 1.1 milljón punda og Apple greiddi henni 1.5 milljónir. Fasteignabrpsk, nautgriparækt og stöku plötur fyrir Apple bæta örlitlu við hjá henni. □ 32 VIKAN 1. TBL. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.