Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 62

Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 62
Sóiariag. people, I very happy," segir Sebi eöa „þiö mjög ham- ingjusamar, ég líka ham- ingjusamur." Já lífið gæti ekki verið yndislegra. Eftir þriggja tíma siglingu er drep- iö á vélinni og netiö lagt. Við sitjum reyndar bara eins og fínar frúr og horfum á þá vinna. Kona Seba hefur út- búiö þetta fína nesti sem viö borðum meðan við njótum sólarlagsins. Hrísgrjón og nýjan, steiktan hákarl sem Marta og Magga láta fara vel um sig meöan beöið er eftir aö komast í land. bragöast konunglega þótt hann sé auðvitaö ekkert á viö hinn vestfirska. Við rekj- um garnirnar úr Seba um líf sjómanna á þessum slóöum og þeir lifa greinilega tiltölu- lega góðu lífi á indverskan mælikvarða. Aöalerfiöleik- arnir eru aö eignast bát. En þó að Sebi sé ekki nema þrí- tugur á hann þegar tvo. For- eldrar hans hjálpuðu honum aö kaupa þann fyrsta fyrir tíu árum. Síöan kynntist hann ít- ölskum manni sem gaf hon- um 95.000 rúpíur eða um 200.000 íslenskar krónur til aö kaupa nýjan bát, vél og net. Strax á fyrsta mánuöi náöi hann næstum því aö borga bátinn upp en sá ít- alski vildi ekki taka við pen- ingunum til baka. Sebi á því peninga í banka sem hann segist nota til aö endurnýja vél og veiðarfæri. Sebi segir að þaö sé gott að vera fiski- maður. Hann sé eigin herra og fari á sjó þegar vel fiskist, annars taki hann sér bara frf. Á sumrin, meöan á regntím- anum stendur, er ekki hægt aö veiða. Þá dyttar hann aö bátnum eöa fer í sumarfrí sem er meira en flestir Ind- verjar geta leyft sér. Kona Seba fer meö aflann og sel- ur hann á fiskmarkaði í næsta þorpi. Báturinn fær helming af andvirði aflans en afgangnum er skipt milli há- setanna sem eru þrír, einn í hverri ferð. Stærsti hluti Ind- verja er hindúatrúar og borö- ar ekki fisk en grundvöllur fyrir veiöum er góöur þarna á ströndinni þar sem tiltölu- lega mikið er af kristnu fólki í Góa fylki. Ferðamenn eiga þarna líka stóran hlut aö máli. Kílóverö á túnfiski hækkaði t.d. tífalt þegar hann varö vinsæll matur á veitingahúsum. ÞRÖNGT MEGA LÚNIR LIGGJA Nú er komiö aö háttatíma og þá fer gamanið aö kárna. Hásetinn verður aö engu og hniprar sig saman í skutn- um. Magga brýtur sig saman og leggst þvert yfir bátinn. Ég verö að láta mig hafa þaö að troöa mér í stafninn ásamt Seba. Ég dreg inn magann og sný mér aö borðstokknum. Þaö er mjög þröngt og Sebi notar tæki- færið og tekur utan um mig þegar hann leggst niöur. Nei, fjandakorniö, svo þröngt er nú ekki hérna, hugsa ég meö mér og geri honum skiljanlegt aö hann verði aö snúa sér í hina áttina sem hann gerir aö lokum. Karl- menn! hugsa ég. Þaö er ekki laust viö aö viö systurnar finnum fyrir sjóveiki þar sem báturinn liggur og vaggar en meö viljastyrk er hún kveðin niður. Nú er komið myrkur og þúsundir stjarna blika og sama tungliö og heima skín þó aö það snúi öðruvísi. Okkur byrjar að kólna en teppin þunnu bjarga því nokkurn veginn. Viö dormum til hálfþrjú þegar þeir byrja aö draga inn netin við kyndlaljós. Okkur systrunum líst ekki á. Allt bendir til aö viö séum fiskifælur, þrátt fyrir allt. Um fjögur er verkinu lok- iö og þá hefur lika ræst úr aflanum. Einn stórfiskur sem Sebi segir drýgindalega aö hann geti fengið 800 rúpíur eöa 1700 krónur fyrir. Þetta hljómar reyndar hálf ótrúlega þegar sex manna fjölskylda, sem viö hittum í fátækra- hverfi, þurfti að lifa á 600 rúpium á mánuöi. Annar minni fiskur er þarna sömu tegundar, einn sem þeir kalla „kingfish", tveir túnfiskar og krabbi. Viö siglum til baka í myrkrinu og sólin er aö koma upp yfir pálmatrén þegar við náum landi á ný. Stallsystur okkar tvær koma um svipaö leyti og þar hefur líka fiskast vel. „ÉG SIGLA MED YKKURSKOÐA HÖFRUNGA" Sebi, skælbrosandi: „Nú þiö fara sofa. Koma aftur klukkan 10:00. Ég sigla með ykkur skoða höfrunga. Kost- ar ekkert. Þiö vinir mínir. Þiö nemendur." Síöan réttir hann okkur annan túnfiskinn og segir okkur að fara meö hann á uppáhaldsveitinga- staöinn okkar og láta elda hann fyrir okkur þegar viö komum aftur. Sem viö gerum og ekki er hægt aö lýsa því með orðum hvaö hann er góöur. Viö förum svo allar meö þessum nýfengna vini okkar og sjáum höfrungana leika sér. Tilveran er dásam- leg. □ 62 VIKAN 1. TBL. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.