Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 53

Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 53
bý til box um þrá, draumabox, vonabox, hugsanabox, alls kyns box sem tengjast daglegu lífi okkar. Núna er ég að byrja á nýjum verkum sem fjalla um tímann og fjarlægðina. Þetta eru veggmyndir þar sem ég ferðast um tímann - kannski sem sjávardýr, sem syndir í gegnum tímann, eða fugl sem flýgur í gegnum hann.“ Sýningarnar, sem Ragnheið- ur hefur tekið þátt í eða haldið frá því hún lauk skólanum, fylla nú nær tvo tugi. Samkeppnin er hins vegar hörð og mikil vinna á bak við hverja sýningu. „Ég er frekar léleg við að selja sjálfa mig. Svo tekur það hrein- lega tíma að læra á kerfið, hvernig maður eigi að bera sig að og ég er fyrst núna komin almennilega inn í listalífið hér í Strassborg. Ferlið frá því mað- ur sendir möppu og þar til sýn- ing er haldin er mjög langt - eitt til tvö ár. Ég reyni að taka þátt í öllum samkeppnum, sem ég kemst í og hef efni á, en þetta kostar allt peninga; að gera kynningarmöppu, taka myndir af verkunum o.s.frv. í mars í fyrra var ég með einkasýningu hér í Strassborg en nú er draumurinn að halda sýningu heima." Um þessar mundir er Ragnheiður að kanna möguleika á sýningum í Brussel og Zurich en hún hefur sýnt í Frakklandi, Belgíu, Þýskalandi, Sviss og á íslandi. Listhúsið í Laugardal og Kerta og gjafagallerí í Hafnarfirði hafa undanfarið haft verk hennar til sýnis og sölu. Seinustu fimm sumur hefur Ragnheiður unnið sem leiðsögumaður fyrir erlenda ferðamenn á íslandi. Á sumri komanda mun hún einnig sinna leiðsögumannastarfinu en að þessu sinni með íslenskum hópum í Túnis. Þótt því fylgi óneitanlega spenna að fara til svo framandi lands er Ragnheiður hálf hrædd um að hún eigi eftir að sakna ís- lenskra sumarnátta. „Mér finnst íslensk náttúra svo falleg - ég fæ hreinlega kraft af því að labba á fjöll. Landslagið og þessi sterka náttúra hafa einnig mikil áhrif á það sem ég er að gera, kannski sérstaklega á áferð verkanna minna og útlit. Ég vil að menn finni í þeim fyrir sólinni, hamingjunni og gleðinni og með boxunum mínum reyni ég að segja sögu, þess vegna heita sum verkin þjóðsaga af fjalli eða rigningu. Og svo þessi lykt. Mig langar til dæmis að taka með mér söl næst þegar ég kem frá fs- landi til að setja í boxin mín bara til að fólk finni þessa lykt.“ Kisi, eins og heimilskötturinn er einfaldlega kallaður, kemur inn í litlu stofuna þar sem við sitjum og kynnir sér gestina. Eftir að hafa hnusað og gengið í hringi um fætur stekkur hann upp í fang matmóður sinnar sem tekur á móti honum með nokkrum vel völdum íslenskum orðum. í hillum eru íslenskar bækur í bland við franskar bókmennt- ir, á veggjum málverk eftir vini og svarthvítar myndir úr fjölskyldualb- úminu. „Fyrst, þegar ég fór að heiman, saknaði ég íslands, landsins míns. Ég var með svona ekta heimþrá, kvöl og kökk í hálsinum. Núna sakna ég fólksins míns og sú tilhugsun að ég eigi ekki eftir að hitta fjölskyldu mína í sumar finnst mér mjög óþægi- leg. Það er svo skrítið, ég sakna eiginlega mest litla systursonar míns sem ég þó þekki svo lítið. . . Ég er samt ekki á leiðinni heim. Ég er orðin útlendingur á íslandi. Við erum í raun- inni svo einangruð. Mér finnst mikill kostur við Strassborg að hér get ég stokkið upp í lest og eftir nokkra tíma er ég komin til Parísar eða Basel í Sviss þar sem eru góð söfn og gallerí. Ég gæti heldur ekki gert Jacques, kærastanum mínum, það að búa við þessa löngu köldu vetur þó að hann kunni vel að meta laugarnar og pylsu með öllu á eftir. Hvað ætti ég svo sem að gera á íslandi? Þótt keramikið njóti viðurkenningar þar er framboðið einn- ig mikið. Ég held að listamenn eins og Kogga standi í endalausri baráttu og ég dáist að dugnaði þeirra. Vörurn- ar verða á endanum eins og Villeroy og Boch. Fólk er kannski að safna einhverjum ákveðnum bollum eða skál- um og það bindur hendur listamannsins. Það getur verið gaman að gera nytjahluti en ég vil ekki þurfa að framleiða þá í massavís. Það er hreint og beint þrúgandi. Með því er ég hrædd um að glata ást minni á leirnum og það vil ég ekki fyrir nokkurn mun gera.“ En það er fleira sem Ragnheiður kann vel að meta í Frakklandi. „Frakkar eru svo duglegir að lifa; þeir hittast, spjalla og borða saman og það þarf ekki að vera neitt mikill viðbúnaður, bara spagettí og flaska af rauðvíni. Ég lærði í rauninni hér hvernig maður gerir ekki neitt, tekur það rólega og slappar af. Kannski er ég líka orðin svo frönsk í mér að ég sætti mig einfaldlega ekki lengur við íslenska þjóðfélagið eins og það er í dag. Hér tekst mér, með því að vinna tvo til þrjá daga í viku, að borga leiguna mína, borga reikningana, kaupa í matinn og fara jafnvel einu sinni út að borða. Og get unnið við leirinnl! Þetta er ekki hægt á íslandi. Hér get ég farið allra minna ferða á hjóli, leigumarkaðurinn er það viðráðanlegur að ég þarf ekki að eiga íbúð - hér finnst mér ég geta verið endalaust ung.“ Ragnheiður horfir hugsi út um gluggann, brosir svo kímin út í annað. „En ef ég einhvern tímann eldist þá hugsa ég að ég fari til íslands og eyði þar ævikvöldinu.'O l.TBL. 1996 VIKAN 53 VIKAN I STRASSBORG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.