Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 26

Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 26
VIKAN I POLLANDI kjólinn í fyrsta sinn. Brúð- hjónin voru leidd á fínasta stað hússins þar sem þau krupu á kné. Báðir foreldrar signdu þau og kysstu við tregablandinn hljóðfæraleik. Það var ekki laust við að tár glitruðu á stöku frænku- hvarmi, enda var þetta hátíð- legasta stund allrar athafnar- innar. Að þessu loknu skipti bandið snögglega um takt og parinu var fylgt út í skreyttan bíl undir miklum gleðimarsi. Hinir gengu út í kirkjuna sem var steinsnar frá. KAÞÓLSK GIFTING Það var ekki faðir brúðar- innar sem leiddi hana upp að altarinu eins og við eigum að venjast. Brúðhjónin gengu saman inn í kirkjuna og svaramaðurinn og brúð- armærin á eftir. Þau stóðu aftast, til hliðar við sætin, þar sem þetta var stór hringlaga kirkja og undir brúðarmarsin- um gengu þau síðan á eftir prestinum og meðhjálparan- um eftir rauðum dregli og settust á stóla nálægt altar- inu. Svaramaðurinn og brúð- armærin sátu fyrir aftan þau og hann sá um að afhenda hringana. Næstu 45 mínút- urnar fóru fram ýmsar bænir og athafnir sem ég náttúr- lega skildi ekkert í þar sem ég tala ekki pólsku. Brúð- hjónin stóðu, sátu og krupu á víxl, játuðust hvort öðru, settu upp hringana, fengu skjal upp á giftinguna, með- tóku sakramentin og báðust fyrir við lítið altari. Kirkjugest- ir tóku þátt í athöfninni með því að svara prestinum og ganga til altaris og prestur- inn hélt ræðu sem þótti vel heppnuð. Brúðhjónin gengu síðan út og stóðu á kirkju- tröppunum þar til allir höfðu óskað þeim til hamingju með þremur kossum og við það tækifæri tíðkast einnig að gestirnir láti einhver fleyg orð falla. Síðan var peningum látið rigna yfir þau, sem þau þurftu síðan að tína upp í fína kjólnum og jakkafötun- um. Þannig að þegar þau stigu aftur inn í bílinn voru þau með fullar hendur fjár, í bókstaflegri merkingu. RAMMSALT BRAUÐ OG VODKA Pólverjar leggja mikið upp úr því að halda börnum sín- um góða brúðkaupsveislu og foreldrar brúðhjónanna skipta öllum kostnaði á milli sín. Salur hafði verið leigður og fólk fengið til að sjá um allar veitingar og þjónustu. Áður en stigið var inn í sal- inn var hinum nýbökuðu hjónum fært brauð, salt og snafs. Eftir að þau höfðu saltað brauðið rækilega og svælt því í sig fleygðu þau staupunum aftur fyrir sig og brutu þau en þetta á að tryggja að þau hafi alltaf nóg að bíta og brenna. Að því búnu bar brúðguminn brúð- ina yfir þröskuldinn og inn í sal. ÁT, DRYKKJA OG DANS Um hundrað gestir voru í veislunni og allir komnir til að skemmta sér. Eftir að skálað hafði verið í kampavíni var sest til borðs. Raðað hafði verið upp tveimur langborð- um sem svignuðu undan kræsingum og við útlending- arnir vorum látnir sitja næst svaramanninum, vini okkar. Byrjað var á hefðbundnum brúðkaupsforrétti, spagettí, sem kjúklingasoði er hellt yf- ir. Síðan kom kjötréttur en auk þess voru smáréttir á borðum. Reyndar var verið að bera fram mat og tertur alla nóttina og það glenntust heldur betur upp í mér aug- un þegar komið var með rjúkandi kjúkling klukkan fjögur um morguninn. Þegar menn gera sér dagamun í Póllandi er síðan til siðs að drekka óblandaðan vodka. Hann er borinn fram í litlum staupum með matnum og að sjálfsögðu verður að skála í botn. Skálað var fyrir brúð- hjónunum með reglulegu millibili og lífgað upp á sam- kvæmið með því að syngja sönginn „gorzka wódka gorzka“ sem þýðir að vodk- að sé rammt. Eina ráðið til að gera hann sætari er að brúðhjónin kyssist en til að gera þetta skemmtilegra verður það að sjálfsögðu að vera nokkrum sinnum og þau taka þátt í leikaraskapn- um og tregðast við. Um leið og búið var að borða aðalréttinn stigu brúð- hjónin vals og þar með var hafið hörkuball, með undir- leik hljómsveitar. Þegar ung- ir og aldnir fóru að svífa um gólfið, eins og þeir hefðu aldrei gert annað, sá ég mik- ið eftir því að hafa ekki farið á fleiri dansnámskeið. Ég sá þó mér til huggunar að ég var ekki ein um það að troða mönnum um tær þetta kvöld. Það var heldur ekkert verið að erfa slíka smámuní á svona gleðitímum. Menn gerðu sér fleira til gamans. Brúðhjónin þurftu að finna hvort annað með bundið fyrir augun. Hann með því að þukla hné fimm meyja og hún með því að káfa á nefi fimm sveina. Þetta vakti mikla lukku og tókst fyrir rest og seinna um kvöldið var svo fundið út hverjir yrðu næstir til að gifta sig. Öllum ógiftum stúlkum var smalað saman og þær látnar dansa hringdans umhverfis brúðina þar til hún henti brúðarslör- inu. Sú sem greip það ku munu verða næsta brúðurin. Næsti brúðgumi var valinn á sama hátt, nema hvað í þvf tilfelli var það slaufa brúð- gumans sem grípa átti. Um fimmleytið um morg- uninn voru flestir búnir að fá nóg, enda var þá veislan bú- in að standa í tæpa tíu tíma. Þá fóru allir út í rútuna, sem beið, og við tók þriggja og hálfs tíma ferðalag fyrir okk- ur sem ekki bjuggum í heimabæ brúðarinnar. Sumir lögðust til svefns en aðrir héldu gleðinni áfram. Veisl- an hólt þó ekki áfram næsta dag þar sem brúðhjónin urðu eftir til að undirbúa flutninga hennar heim til hans. Það virtist ekki eins mikið lagt upp úr brúðargjöfum þarna eins og hér á Fróni. í raun man ég ekki eftir að hafa séð neina pakka í veisl- unni. Hinsvegar réttu margir brúðhjónunum umslag með peningum og blómvönd. Þau fengu þó eitthvað af húsbún- aði, m.a. borðbúnað og sjálf- virka kaffikönnu. Þegar þau svo fluttu heim til hans var kallað í okkur útlendingana til að leiðbeina við kaffigerð- ina. Kaffikönnur hafa ekki sést í pólskum verslunum fyrr en á síðustu árum og eru dýrar. Eldri húsmóðirin á heimilinu lét sér fátt um þennan nýja grip finnast. Hún kaus að hella uppá á gamla mátann, hella sjóð- andi vatni yfir kaffið og láta korginn setjast, þótt hún not- aði vélina fyrir okkur gestina. Miðað við reynslu mína af Póllandi á þeim tæpa mán- uði sem ég dvaldi þar get ég mælt með því að fólk leggi leið sína þangað. Ég tala nú ekki um ef það kæmist ( pólska brúðkaupsveislu. Pól- verjar eru einstaklega gest- risnir og elskulegir, landið fallegt og veður gott. Auk þess sem verðlag er ennþá mun lægra en í löndum Vestur-Evrópu. □ Brúóguminn finnur út hver verði næstur til aö giftast með því að fleygja slaufunni sinni. 2Ó VIKAN 1. TBL. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.