Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 36

Vikan - 20.01.1996, Blaðsíða 36
VIKAN I SVISS tvíburadætrum sínum sem hangir á vegg á skrifstofu hans. Samtök gegn brottnámi barna í Sviss starfa alfarið í skjóli alþjóðalaga og hafa að leiðarljósi tvo alþjóða- samninga. Annars vegar er um að ræða sérstakan Evrópusamning frá 1981 um forræði yfir börnum og hins vegar Alþjóðasamn- inginn frá 1980 um brott- nám barna. 15 Evrópu- þjóðir hafa undirritað þann fyrri og rúmlega 30 þjóðir frá 4 heimsálfum þann seinni. íslendingar hafa Jean-Claude Liihti, framkvæmdastjóri Samtaka gegn brottnámi barna í Sviss: „Mörg fórnarlömb brottnáms barna hafa haft samband vió okkur og er þetta fólk hvaöanæva aó. Vió reynum aó hjálpa því eftir fremsta megni og benda á leiðir til aó ná börnunum til baka. Ef við þurfum þá grípum viö til örþrifaráða.“ enn sem komið er hvorug- an samninginn undirritað. „Við reynum að sjálfsögðu að starfa eftir lögunum, það er grundvallaratriði þegar svona mál eru annars vegar. Fórnarlömb brottnáms barna, sem hafa haft samband við okkur, koma vfða að. Við reynum að hjálpa eftir fremsta megni og benda á mögulegar leiðir til þess að ná börnum til baka. Ofbeldi er ekki okkar aðferð heldur fylgjum við eftir nákvæmum reglum um hvað má og hvað ekki. Ef barn hefur t.d. verið numið á brott til Ítalíu frá Sviss þá förum við þangað með móður eða föður sem hefur forræði yfir barninu, foreldri er alltaf með okkur í för. Við reynum með aðstoð lögfræðinga að fá móður eða föður, sem tók barnið, til að semja. Ef það tekst förum við með barnið til Sviss og pössum alltaf vel upp á að lagalegar forsendur fyrir því séu skýrar, sbr. forræðið yfir barninu." TÖKUM OFT MIKLA ÁHÆTTU í STARFI OKKAR „Ef þessi aðferð gengur hins vegar ekki upp þá verð- ur að grípa til róttækari að- gerða og það gerist gjarnan í þeim löndum sem ekki enn hafa undirritað alþjóðasamn- ingana, sem um ræðir, [ þessum efnum. Til að taka á þeim málum setjum við á laggirnar stuðningshóp fyrir viðkomandi fórnarlamb og reynum þannig að skapa þann fjárhagslega grunn sem til þarf. Við fullvissum okkur einnig ávallt um að móðirin eða faðirinn, sem við erum að hjálpa, hafi annað- hvort lagalegt forræði eða umgengnisrétt. Því næst för- um við á þann stað þar sem barnið er,“ segir Jean-Clau- de blaðamanni Vikunnar af miklum áhuga. Hann heldur síðan áfram: „Við tökum oft áhættu þegar við förum á staðinn því þessu fylgir að félagar okkar, svokallaðir „undanfar- ar“ sem fara á staðinn, þurfa einhvern veginn að komast ólöglega inn í viðkomandi land til að eiga ekki á hættu að verða snúið til baka strax á landamærunum. Næsta skrefið á eftir þessu er að átta sig vel á því hver sé með barninu og hvar og hve- nær henti best að ná því til baka. Yfirleitt eru móðirin eða faðirinn með okkur í þessu. Margir halda að þessi aðferð okkar sé ólögleg. í raun og veru er hún oft eina leiðin til að leysa þann vanda sem fylgir því að barn hefur verið numið á brott. Við leggjum síðan ríka áherslu á að við breyttar að- stæður ræði bæði barn og foreldri við sálfræðinga og lækna. Þannig er vel fylgst með ástandi beggja. Þessi vínnuaðferð er yfirleitt vel út- reiknuð og skipulögð. í flest- um tilfellum hafa börnin leyfi til að komast inn í viðkom- andi land en ekki til að yfir- gefa það. Við reynum að út- vega þá pappíra sem til þarf til að ná börnunum til baka og koma þeim út úr landinu." YFIR 275 BÖRNUM KOMIÐ I RÉTTAR FORELDRAHENDUR „Við höfum náð alls 275 börnum til baka og komið til landa á borð við Þakistan, Indland, Tæland, Súdan, Marokkó, Alsír, Egyptaland, Ítalíu, Frakkland, England, Bandaríkin, Argentínu, Bras- ilíu og Chile. Við lofum aldrei árangri fyrirfram heldur reyn- um við að gera okkar besta. Við erum heldur ekki að þessu til að reyna að græða á því. Það er fyrst og fremst okkar eigin reynsla og áhugi sem knýr okkur, sem stönd- um að þessu, áfram. Ég hef orðið mikla þekkingu á þess- um vandamálum, hef sótt fyrirlestra víða og rætt við ýmsar félagsmálastofnanir og samtök. Og ég er í tölvu- sambandi við ýmis banda- rísk samtök af svipuðum toga og reyni því eftir fremsta megni að viða að mér upplýsingum þaðan. Við erum nokkur sem störfum al- farið við þetta í Sviss en við eigum það öll sameiginlegt að hafa sjálf upplifað brott- nám barna," segir formaður Samtaka gegn brottnámi bama í Sviss. Meira en helmingi þess fólks, sem kemur til sam- takanna, hefur á einn eða annan hátt verið hótað brottnámi. Það útheimtir í raun meiri vinnu heldur en þegar brottnám hefur átt sér stað því ræða verður formlega við marga aðila, sem snerta þann einstakl- ing sem hótað hefur brott- námi, svo sem trúar- og menningarfélög. Þannig er reynt að koma í veg fyrir brottnámið og fá viðkom- andi einstakling til að hætta við hina neikvæðu aðgerð. En hvers vegna grípur fóik til slíkra að- gerða yfirhöfuð? EIGINHAGSMUNIR VIÐKOMANDI RÁÐA FERDINNI „Það eru margir þættir sem geta valdið því að fólk grípur til þess að láta sig hverfa með barn sitt eða börn. Brottnám barna er þó ekki aðgerð sem knúin er áfram af ástinni. Hún er knú- in áfram af eiginhagsmunum viðkomandi og oft virðast foreldrar gera þetta vegna erfiðra trúarlegra, félags- legra og efnahagslegra að- stæðna. Og þá vegna þess að þeir halda að ekki sé til lagaleg lausn á vandanum. Trúarbrögðin eru oft einn stærsti þátturinn í svona málum og því hefur það ósjaldan verið erfitt að ræða við fólk og fá það til að skipta um skoðun, skoðun sem e.t.v. er knúin áfram af trúar- brögðum viðkomandi," segir Jean-Claude. Og bætir svo við: „Eins og svo mörg önnur lönd þá hefur ísland auðvit- að þurft að taka á svona flóknum málum. Hvað varð- ar mál Sophiu Hansen þá hefur það greinilega verið ein þrautarganga alveg frá byrjun. Það, sem skiptir alltaf mestu í máli eins og hennar, er góð skipulagning. Það verður að leita vel að börn- unum og fylgjast með því hvar þau búa. Sá, sem er á staðnum og fylgist með, verður að falla vel inn í um- hverfið og vera Iftt áberandi, annað væri heimskulegt. Það verður að nálgast fjöl- skyldu barnanna á staðnum og athuga hvernig þeim reið- ir af en það er oft mjög erfitt." ANNAÐHVORTAÐ HÓTA EDA BJÓÐA MIKLA PENINGA „Að mínu mati eru til nokkrar leiðir sem hægt væri að fara. Vandamálið er hins vegar viðhorf föðurins í þessu máli en mér skilst að hann hafi ekki verið reiðu- búinn að gefa neitt eftir. Hann hefur náttúrlega sína lögfræðinga sem vinna í málinu, en hingað til hefur þó ekki tekist að miðla mál- um. Það er mikilvægt að fá föðurinn til að ræða málin en í þessu tilfelli virðist það ómögulegt. Þeir kostir, sem eftir eru, eru annars vegar sá að hóta honum því að börnin verði tekin af honum og hins vegar sá að bjóða honum mikla peninga. Spurningin er sú hvort móðirin sé tilbúin að leika ákveðið hlutverk til að nálg- ast börnin sín aftur. Getur hún það? Er hún kannski of þreytt á sál og líkama til að leggja slíkt á sig? Það verð- ur að minnsta kosti að velja góða aðferð til að leysa 36 VIKAN 1. TBL. 1996
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.